Birkimelur með hjólastíg og þrengingum handan við hornið Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 9. maí 2018 10:30 Frá framkvæmdunum við Birkimel á mánudag. Vísir/Vilhelm Framkvæmdir eru langt komnar við Birkimel í Vesturbæ Reykjavíkur þar sem göngu- og hjólreiðastígur hefur verið lagður vestan megin götunnar. Þá hefur gatan verið þrengd á tveimur stöðum auk þess sem hámarkshraði í götunni er nú 30 km/klst en var áður 50 km/klst. Upphaf framkvæmdarinnar má rekja til hugmyndar íbúa um að endurnýja gangstétt og gera hjólastíg í íbúalýðræðisverkefninu Hverfið mitt. Hugmyndin hlaut brautargengi og var kosin til framkvæmda. Verja átti tíu milljónum til framkvæmda sem fara áttu fram síðastliðið sumar samkvæmt þeim upplýsingum sem fram koma á heimasíðu borgarinnar. Umhverfis- og skipulagsráð tók verkefnið upp á sína arma og ákvað að ráðast í enn meiri endurbætur en hljóðuðu í tillögu íbúanna. Meðal annars bæta lýsingu með tillkomu nýrra ljósastaura og breikka stíginn sem er fjórir metrar á breidd. Þá var ákveðið að þrengja götuna við biðstöðvar strætisvagna með tilliti til öryggis og bættrar aðstöðu farþega. Ljósmyndari Vísis var á svæðinu í gær þar sem unnið var að framkvæmdum eins og sjá má hér að ofan. Að neðan má sjá hvernig gatan leit út fyrir breytingar. Í upphaflegri áætlun verkfræðistofunnar EFLU fyrir Reykjavíkurborg í fyrra kom fram að áætlaður kostnaður við verkefnið væri 115 milljónir króna. Niðurstaðan varð 55 milljóna króna framkvæmd.Frétt uppfærð klukkna 13:57 með nýjum upplýsingum frá Reykjavíkurborg um framkvæmdakostnað.Nýr Birkimelur horft í suður.Vísir/VilhelmBirkimelur eins og hann var, horft í norður.ReykjavíkurborgBirkimelur í fyrri mynd, horft í suður.ReykjavíkurborgÁ myndinni má sjá hvar gatan verður þrengd.Reykjavíkurborg Skipulag Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Erlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Fleiri fréttir Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Sjá meira
Framkvæmdir eru langt komnar við Birkimel í Vesturbæ Reykjavíkur þar sem göngu- og hjólreiðastígur hefur verið lagður vestan megin götunnar. Þá hefur gatan verið þrengd á tveimur stöðum auk þess sem hámarkshraði í götunni er nú 30 km/klst en var áður 50 km/klst. Upphaf framkvæmdarinnar má rekja til hugmyndar íbúa um að endurnýja gangstétt og gera hjólastíg í íbúalýðræðisverkefninu Hverfið mitt. Hugmyndin hlaut brautargengi og var kosin til framkvæmda. Verja átti tíu milljónum til framkvæmda sem fara áttu fram síðastliðið sumar samkvæmt þeim upplýsingum sem fram koma á heimasíðu borgarinnar. Umhverfis- og skipulagsráð tók verkefnið upp á sína arma og ákvað að ráðast í enn meiri endurbætur en hljóðuðu í tillögu íbúanna. Meðal annars bæta lýsingu með tillkomu nýrra ljósastaura og breikka stíginn sem er fjórir metrar á breidd. Þá var ákveðið að þrengja götuna við biðstöðvar strætisvagna með tilliti til öryggis og bættrar aðstöðu farþega. Ljósmyndari Vísis var á svæðinu í gær þar sem unnið var að framkvæmdum eins og sjá má hér að ofan. Að neðan má sjá hvernig gatan leit út fyrir breytingar. Í upphaflegri áætlun verkfræðistofunnar EFLU fyrir Reykjavíkurborg í fyrra kom fram að áætlaður kostnaður við verkefnið væri 115 milljónir króna. Niðurstaðan varð 55 milljóna króna framkvæmd.Frétt uppfærð klukkna 13:57 með nýjum upplýsingum frá Reykjavíkurborg um framkvæmdakostnað.Nýr Birkimelur horft í suður.Vísir/VilhelmBirkimelur eins og hann var, horft í norður.ReykjavíkurborgBirkimelur í fyrri mynd, horft í suður.ReykjavíkurborgÁ myndinni má sjá hvar gatan verður þrengd.Reykjavíkurborg
Skipulag Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Erlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Fleiri fréttir Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Sjá meira