FH missir fjórða lykilmanninn í sumar: Ágúst Elí samdi í Svíþjóð Tómas Þór Þórðarson skrifar 8. maí 2018 10:00 Ágúst Elí hefur verið mjög öflugur í marki FH í vetur. vísir/stefán Ágúst Elí Björgvinsson, markvörður FH í Olís-deild karla í handbolta, er á leið til sænska úrvalsdeildarliðsins IK Sävehof eftir tímabilið hér heima, samkvæmt heimildum Vísis. Ágúst er búinn að semja við sænska stórliðið sem kaupir markvörðinn frá Hafnafjarðarfélaginu en hann á eftir að gangast undir læknisskoðun áður en gengið verður endanlega frá málum, samkvæmt heimildum Vísis. Sävehof hefur fimm sinnum orðið Svíþjóðarmeistari, síðast árið 2012 en liðið vann deildina þrjú ár í röð frá 2010-2012. Atli Ævar Ingólfsson, línumaður Selfoss, spilaði síðast með Sävehof á síðustu leiktíð áður en að hann sneri aftur heim.Gísli Þorgeir fer til Kiel í sumar.vísir/eyþórFór á EM Ágúst Elí hefur verið mjög öflugur á tímabilinu í Olís-deildinni en frammistaða hans fyrir áramót skilaði honum sæti í EM-hópi Geirs Sveinssonar í Króatíu í byrjun árs. Hann varði 35 prósent skotanna sem að hann fékk á sig í deildarkeppninni þar sem að hann datt aðeins niður eftir EM-ævintýrið. Ágúst hefur verið frábær í undanúrslitaeinvígi FH á móti Selfossi en úrslitin í því ráðast í oddaleik á miðvikudagskvöldið. Glugginn á Íslandsmeistaratitil hjá þessu frábæra FH-liði virðist svo sannarlega vera að lokast því Ágúst Elí er fjórði leikmaðurinn sem FH mun missa eftir tímabilið.Óðinn Þór Ríkharðsson fer til GOG.Vísir/AntonÞrír að fara Fyrst var það Óðinn Þór Ríkharðsson, hornamaður, sem að samdi við danska úrvalsdeildarliðið GOG á Fjóni í desember á síðasta ári og degi síðar samdi undrabarnið Gísli Þorgeir Kristjánsson við þýska stórliðið Kiel. Morgunblaðið greindi svo frá því í síðustu viku að varnartröllið og stórskyttan Ísak Rafnsson væri í viðræðum við austurríska liðið Schwaz Handball Tirol og að góðar líkur væru á því að Ísak myndi yfirgefa FH eftir tímabilið. Leikurinn annað kvöld í Vallaskóla á Selfossi gæti því orðið kveðjuleikur fjögurra leikmanna FH en sigur kemur því í úrslitarimmuna á móti ÍBV. Leikurinn hefst klukkan 20.00 en upphitun hefst með Seinni bylgjunni á Stöð 2 Sport HD klukkan 19.30. Olís-deild karla Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Íslenski boltinn Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Enski boltinn Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Fótbolti Fleiri fréttir Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Sjá meira
Ágúst Elí Björgvinsson, markvörður FH í Olís-deild karla í handbolta, er á leið til sænska úrvalsdeildarliðsins IK Sävehof eftir tímabilið hér heima, samkvæmt heimildum Vísis. Ágúst er búinn að semja við sænska stórliðið sem kaupir markvörðinn frá Hafnafjarðarfélaginu en hann á eftir að gangast undir læknisskoðun áður en gengið verður endanlega frá málum, samkvæmt heimildum Vísis. Sävehof hefur fimm sinnum orðið Svíþjóðarmeistari, síðast árið 2012 en liðið vann deildina þrjú ár í röð frá 2010-2012. Atli Ævar Ingólfsson, línumaður Selfoss, spilaði síðast með Sävehof á síðustu leiktíð áður en að hann sneri aftur heim.Gísli Þorgeir fer til Kiel í sumar.vísir/eyþórFór á EM Ágúst Elí hefur verið mjög öflugur á tímabilinu í Olís-deildinni en frammistaða hans fyrir áramót skilaði honum sæti í EM-hópi Geirs Sveinssonar í Króatíu í byrjun árs. Hann varði 35 prósent skotanna sem að hann fékk á sig í deildarkeppninni þar sem að hann datt aðeins niður eftir EM-ævintýrið. Ágúst hefur verið frábær í undanúrslitaeinvígi FH á móti Selfossi en úrslitin í því ráðast í oddaleik á miðvikudagskvöldið. Glugginn á Íslandsmeistaratitil hjá þessu frábæra FH-liði virðist svo sannarlega vera að lokast því Ágúst Elí er fjórði leikmaðurinn sem FH mun missa eftir tímabilið.Óðinn Þór Ríkharðsson fer til GOG.Vísir/AntonÞrír að fara Fyrst var það Óðinn Þór Ríkharðsson, hornamaður, sem að samdi við danska úrvalsdeildarliðið GOG á Fjóni í desember á síðasta ári og degi síðar samdi undrabarnið Gísli Þorgeir Kristjánsson við þýska stórliðið Kiel. Morgunblaðið greindi svo frá því í síðustu viku að varnartröllið og stórskyttan Ísak Rafnsson væri í viðræðum við austurríska liðið Schwaz Handball Tirol og að góðar líkur væru á því að Ísak myndi yfirgefa FH eftir tímabilið. Leikurinn annað kvöld í Vallaskóla á Selfossi gæti því orðið kveðjuleikur fjögurra leikmanna FH en sigur kemur því í úrslitarimmuna á móti ÍBV. Leikurinn hefst klukkan 20.00 en upphitun hefst með Seinni bylgjunni á Stöð 2 Sport HD klukkan 19.30.
Olís-deild karla Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Íslenski boltinn Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Enski boltinn Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Fótbolti Fleiri fréttir Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni