Stálu bleikjuflökum, bjórkútum og bíllyklum Stefán Ó. Jónsson skrifar 8. maí 2018 07:56 Parið lét greipar sópa á Ísafirði. Vísir/gva Karlmaður og kona játuðu í Héraðsdómi Vestfjarða að hafa stundað ítrekaðar gripdeildir á síðustu mánuðum. Meðal þess sem parið hefur stolið á síðustu mánuðum eru tveir bjórkútar, bleikjuflök, kjúklingabringur, léttvín, Tonic-flöskur og 12 hálfslítra dósir af pilsner. Þá lét maðurinn einnig greipar sópa í fatahengi Ísafjarðarkirkju í desember. Þeim var gert að greiða um 45 þúsund krónur í skaðabætur og hlutu hvort um sig tveggja mánaða dóm. Karlmaðurinn hlaut skilorðsbundinn dóm en í ljósi fyrri glæpaferils konunnar þarf hún að afplána refsingu sína á bakvið lás og slá. Ránsferill fólksins er sagður hafa byrjað í upphafi síðastliðins septembermánaðar. Þá er maðurinn sagður hafa brotist inn á tvo veitingastaði á Ísafirði og stolið sitthvorum bjórkútnum. Um var að ræða 25 lítra bjórkút af gerðinni Egils Gull og 30 lítra kút fullan af Víking lager. Báðir kútarnir fundust svo við húsleit lögreglu á heimili mannsins daginn eftir. Um þremur vikum síðar rændu karlinn og konan Bónus á Nýbýlavegi í Kópavogi. Þaðan eru þau sögð hafa haft á brott með sér umtalsvert magn af mat og drykk; til að mynda sjö bakka af bleikjuflökum, 19 bakka af kjúklingabringum, tvær hálfslítra flöskur af Tonic-vatni og 12 hálfslítra dósir af pilsner. Alls er varningurinn talinn vera um 45 þúsund króna virði. Í dómnum yfir parinu er Bónusráninu lýst. Þar segir að konan hafi gengið um verslunina með innkaupakerru, tekið vörur úr hillum og lagt í hana. Þegar hún kom svo aftur að inngangsdyrum verslunarinnar sá maðurinn til þess að hún gæti gengið út með kerruna, með því að ganga sjálfur inn í verslunina í gegnum sjálfvirkar einstefnudyr, þannig að dyrnar opnuðust. Þannig komust þau út úr versluninni með vörurnar, án þess að greiða fyrir.Parið ók kerru fullri af vörum út úr Bónus, án þess að greiða fyrir.Vísir/eyþórÞað var svo að kvöldi 11. desember í fyrra sem maðurinn lét greipar sópa í fatahengi Ísafjarðarkirkju. Er hann sagður hafa stolið úr vösum yfirhafna ýmsum verðmætum, nánar tiltekið tveimur greiðslukortum, aðgangskorti að dyrum Háskólaseturs Vestfjarða, BMW bíllyklum ásamt Webasto fjarstýringu og tveimur eldsneytislyklum, Samsung farsíma, tveimur lyklakippum með einum húslykli á hvorri kippu, seðlaveski ásamt kr. 3.500 í reiðufé og örorkukorti, VW-Golf bíllyklum, varalit, auk bréfmiða og greiðslukvittana, en munir þessir fundust í póstkassa Póstsins sem staðsettur er á norðurausturhlið húss að Hafnarstræti 9-11 á Ísafirði. Þá er konan jafnframt sögð hafa stolið þremur léttvínsflöskum af veitingastað á Ísafirði um miðjan aprílmánuð. Starfsmaður veitingastaðarins hljóp hana uppi og endurheimti flöskurnar. Strax í kjölfar misheppnaða vínflöskuránsins fóru hún og maðurinn inn um bakdyr bakarís á Ísafirði og stálu þaðan úr kæli innan við dyrnar. Þaðan höfðu þau á brott með sér tvær pakkningar af osti, eina öskju af smjöri og tvær flöskur af safa. Lögreglan hafði hendur í hári þeirra skömmu síðar og endurheimti vörurnar. Sem fyrr segir var mál þeirra tekið fyrir í Héraðsdómi Vestfjarða þar sem þau játuðu brot sín. Konan mun þurfa að verja tveimur mánuðum í fangelsi en karlinn hlaut tveggja mánaða skilorðsbundinn dóm, því hann hafði hreinan sakaferil. Þá er þeim einnig gert að greiða Högum, sem reka Bónus, rúmar 45 þúsund krónur fyrir vörurnar sem þau stálu á Nýbýlavegi. Dómsmál Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Bandamaður Trumps skotinn á fjölmennum viðburði Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Fleiri fréttir „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Sjá meira
Karlmaður og kona játuðu í Héraðsdómi Vestfjarða að hafa stundað ítrekaðar gripdeildir á síðustu mánuðum. Meðal þess sem parið hefur stolið á síðustu mánuðum eru tveir bjórkútar, bleikjuflök, kjúklingabringur, léttvín, Tonic-flöskur og 12 hálfslítra dósir af pilsner. Þá lét maðurinn einnig greipar sópa í fatahengi Ísafjarðarkirkju í desember. Þeim var gert að greiða um 45 þúsund krónur í skaðabætur og hlutu hvort um sig tveggja mánaða dóm. Karlmaðurinn hlaut skilorðsbundinn dóm en í ljósi fyrri glæpaferils konunnar þarf hún að afplána refsingu sína á bakvið lás og slá. Ránsferill fólksins er sagður hafa byrjað í upphafi síðastliðins septembermánaðar. Þá er maðurinn sagður hafa brotist inn á tvo veitingastaði á Ísafirði og stolið sitthvorum bjórkútnum. Um var að ræða 25 lítra bjórkút af gerðinni Egils Gull og 30 lítra kút fullan af Víking lager. Báðir kútarnir fundust svo við húsleit lögreglu á heimili mannsins daginn eftir. Um þremur vikum síðar rændu karlinn og konan Bónus á Nýbýlavegi í Kópavogi. Þaðan eru þau sögð hafa haft á brott með sér umtalsvert magn af mat og drykk; til að mynda sjö bakka af bleikjuflökum, 19 bakka af kjúklingabringum, tvær hálfslítra flöskur af Tonic-vatni og 12 hálfslítra dósir af pilsner. Alls er varningurinn talinn vera um 45 þúsund króna virði. Í dómnum yfir parinu er Bónusráninu lýst. Þar segir að konan hafi gengið um verslunina með innkaupakerru, tekið vörur úr hillum og lagt í hana. Þegar hún kom svo aftur að inngangsdyrum verslunarinnar sá maðurinn til þess að hún gæti gengið út með kerruna, með því að ganga sjálfur inn í verslunina í gegnum sjálfvirkar einstefnudyr, þannig að dyrnar opnuðust. Þannig komust þau út úr versluninni með vörurnar, án þess að greiða fyrir.Parið ók kerru fullri af vörum út úr Bónus, án þess að greiða fyrir.Vísir/eyþórÞað var svo að kvöldi 11. desember í fyrra sem maðurinn lét greipar sópa í fatahengi Ísafjarðarkirkju. Er hann sagður hafa stolið úr vösum yfirhafna ýmsum verðmætum, nánar tiltekið tveimur greiðslukortum, aðgangskorti að dyrum Háskólaseturs Vestfjarða, BMW bíllyklum ásamt Webasto fjarstýringu og tveimur eldsneytislyklum, Samsung farsíma, tveimur lyklakippum með einum húslykli á hvorri kippu, seðlaveski ásamt kr. 3.500 í reiðufé og örorkukorti, VW-Golf bíllyklum, varalit, auk bréfmiða og greiðslukvittana, en munir þessir fundust í póstkassa Póstsins sem staðsettur er á norðurausturhlið húss að Hafnarstræti 9-11 á Ísafirði. Þá er konan jafnframt sögð hafa stolið þremur léttvínsflöskum af veitingastað á Ísafirði um miðjan aprílmánuð. Starfsmaður veitingastaðarins hljóp hana uppi og endurheimti flöskurnar. Strax í kjölfar misheppnaða vínflöskuránsins fóru hún og maðurinn inn um bakdyr bakarís á Ísafirði og stálu þaðan úr kæli innan við dyrnar. Þaðan höfðu þau á brott með sér tvær pakkningar af osti, eina öskju af smjöri og tvær flöskur af safa. Lögreglan hafði hendur í hári þeirra skömmu síðar og endurheimti vörurnar. Sem fyrr segir var mál þeirra tekið fyrir í Héraðsdómi Vestfjarða þar sem þau játuðu brot sín. Konan mun þurfa að verja tveimur mánuðum í fangelsi en karlinn hlaut tveggja mánaða skilorðsbundinn dóm, því hann hafði hreinan sakaferil. Þá er þeim einnig gert að greiða Högum, sem reka Bónus, rúmar 45 þúsund krónur fyrir vörurnar sem þau stálu á Nýbýlavegi.
Dómsmál Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Bandamaður Trumps skotinn á fjölmennum viðburði Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Fleiri fréttir „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Sjá meira