Líklegt að endurkoma hins níræða dugi ekki Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 8. maí 2018 06:00 Hinn 92 ára gamli Mahathir Mohamad vill aftur í forsætisráðuneytið. Hann býður sig fram gegn sínum gömlu félögum. Hann mælist vinsælli en ríkisstjórnarflokkarnir en kosningakerfið er óhagstætt. Nordicphotos/AFP Kosið verður til þings í Malasíu á morgun. Kosningabaráttan hefur verið afar hörð og samkvæmt skoðanakönnunum er líklegt að lítill munur verði á fylgi stærstu flokka. Samkvæmt könnun Merdeka Center frá því í apríl eru tveir turnar í malasískum stjórnmálum um þessar mundir. Annars vegar ríkisstjórnarflokkurinn, Þjóðfylkingin (BN), bandalag hægriflokka undir forystu UMNO-flokksins, og hins vegar Vonarbandalagið (PH). Í könnuninni mældist BN með 40,3 prósenta fylgi, PH með 43,7 prósent. Alveg þangað til í janúar leit hins vegar út fyrir að BN myndi vinna öruggan sigur og að Najib Razak, forsætisráðherra og leiðtogi BN, myndi halda velli. Þá tilkynnti Mahathir Mohamad, 92 ára og forsætisráðherra fyrir hönd UMNO frá 1981 til 2003, um að hann ætlaði aftur í framboð. Mahathir endurvakti bandalag stjórnarandstöðuflokkanna í því skyni að koma sínum gömlu samflokksmönnum frá völdum. Hann fékk til liðs við sig Anwar Ibrahim, áður varaforsætisráðherra Mohamads. Þessi nýja vinátta Anwars og Mahathirs var óvænt í ljósi þess að árið 1999 lét Mahathir henda Ibrahim í fangelsi fyrir sódómsku, þar sem hann mátti dúsa í fimm ár. Málflutningur Mahathirs og Anwars hefur mikið til byggst á því að nauðsynlegt sé að koma Najib og UMNO frá völdum vegna spillingar. Og í ljósi fortíðar sinnar sem forsætisráðherra fyrir hönd UMNO hefur Mahathir beðist afsökunar. „Ég vil biðja alla afsökunar. Ég kom Najib í þessa stöðu. Það voru mestu mistök lífs míns. Ég vil leiðrétta þau mistök,“ sagði hinn rúmlega níræði Mohamad á baráttufundi sem blaðamaður BBC fylgdist með.Meirihluti með fimmtung atkvæða Spillingarmálið sem Mahathir hefur keyrt á er kallað 1MDB-málið. Najib hefur verið sakaður um að draga sér rúmlega sjötíu milljarða úr svokölluðum 1MDB-sjóði, þróunarsjóði malasíska ríkisins. Því hefur Najib alla tíð neitað. En þrátt fyrir þennan tiltölulega litla mun á fylgi þykir nær ólíklegt annað en að ríkisstjórnin haldi velli. Einmenningskjördæmi eru í Malasíu og hafa stjórnarandstöðuflokkarnir kvartað sáran yfir kjördæmabreytingum BN. Dreifbýliskjördæmi, sem falla flest BN-megin, eru sum svo fámenn að sex þyrfti til að jafnast á við eitt þéttbýliskjördæmi. Þetta þýðir að BN getur í raun fengið hreinan meirihluta á þingi með einungis fimmtung atkvæða á bakinu. Þá hefur hlutleysi kjörstjórnar verið dregið í efa. Sex frambjóðendum stjórnarandstöðunnar hefur verið vísað úr framboði af „vafasömum, tæknilegum ástæðum“ að því er BBC greinir frá. Aukinheldur hefur verið bent á að kjörskrá sé gölluð og þá þykir ákvörðun stjórnarinnar um að kjördagur sé í miðri viku en ekki um helgi óásættanleg. Það sé einungis gert til að lágmarka kjörsókn. Það komi sér vel fyrir BN. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Tekist á um Evrópumálin Innlent Allt að nítján stiga hiti á Suðurlandi Veður Fleiri fréttir Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Sjá meira
Kosið verður til þings í Malasíu á morgun. Kosningabaráttan hefur verið afar hörð og samkvæmt skoðanakönnunum er líklegt að lítill munur verði á fylgi stærstu flokka. Samkvæmt könnun Merdeka Center frá því í apríl eru tveir turnar í malasískum stjórnmálum um þessar mundir. Annars vegar ríkisstjórnarflokkurinn, Þjóðfylkingin (BN), bandalag hægriflokka undir forystu UMNO-flokksins, og hins vegar Vonarbandalagið (PH). Í könnuninni mældist BN með 40,3 prósenta fylgi, PH með 43,7 prósent. Alveg þangað til í janúar leit hins vegar út fyrir að BN myndi vinna öruggan sigur og að Najib Razak, forsætisráðherra og leiðtogi BN, myndi halda velli. Þá tilkynnti Mahathir Mohamad, 92 ára og forsætisráðherra fyrir hönd UMNO frá 1981 til 2003, um að hann ætlaði aftur í framboð. Mahathir endurvakti bandalag stjórnarandstöðuflokkanna í því skyni að koma sínum gömlu samflokksmönnum frá völdum. Hann fékk til liðs við sig Anwar Ibrahim, áður varaforsætisráðherra Mohamads. Þessi nýja vinátta Anwars og Mahathirs var óvænt í ljósi þess að árið 1999 lét Mahathir henda Ibrahim í fangelsi fyrir sódómsku, þar sem hann mátti dúsa í fimm ár. Málflutningur Mahathirs og Anwars hefur mikið til byggst á því að nauðsynlegt sé að koma Najib og UMNO frá völdum vegna spillingar. Og í ljósi fortíðar sinnar sem forsætisráðherra fyrir hönd UMNO hefur Mahathir beðist afsökunar. „Ég vil biðja alla afsökunar. Ég kom Najib í þessa stöðu. Það voru mestu mistök lífs míns. Ég vil leiðrétta þau mistök,“ sagði hinn rúmlega níræði Mohamad á baráttufundi sem blaðamaður BBC fylgdist með.Meirihluti með fimmtung atkvæða Spillingarmálið sem Mahathir hefur keyrt á er kallað 1MDB-málið. Najib hefur verið sakaður um að draga sér rúmlega sjötíu milljarða úr svokölluðum 1MDB-sjóði, þróunarsjóði malasíska ríkisins. Því hefur Najib alla tíð neitað. En þrátt fyrir þennan tiltölulega litla mun á fylgi þykir nær ólíklegt annað en að ríkisstjórnin haldi velli. Einmenningskjördæmi eru í Malasíu og hafa stjórnarandstöðuflokkarnir kvartað sáran yfir kjördæmabreytingum BN. Dreifbýliskjördæmi, sem falla flest BN-megin, eru sum svo fámenn að sex þyrfti til að jafnast á við eitt þéttbýliskjördæmi. Þetta þýðir að BN getur í raun fengið hreinan meirihluta á þingi með einungis fimmtung atkvæða á bakinu. Þá hefur hlutleysi kjörstjórnar verið dregið í efa. Sex frambjóðendum stjórnarandstöðunnar hefur verið vísað úr framboði af „vafasömum, tæknilegum ástæðum“ að því er BBC greinir frá. Aukinheldur hefur verið bent á að kjörskrá sé gölluð og þá þykir ákvörðun stjórnarinnar um að kjördagur sé í miðri viku en ekki um helgi óásættanleg. Það sé einungis gert til að lágmarka kjörsókn. Það komi sér vel fyrir BN.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Tekist á um Evrópumálin Innlent Allt að nítján stiga hiti á Suðurlandi Veður Fleiri fréttir Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Sjá meira