Kúrdar sýna ISIS-liðum miskunn Samúel Karl Ólason skrifar 7. maí 2018 16:42 Úr réttarsal í Sýrlandi. Vísir/AP Sýrlenskir Kúrdar hafa byggt upp eigið dómskerfi á yfirráðasvæði þeirra í austurhluta Sýrlands. Réttarkerfi þetta er ekki viðurkennt af ríkisstjórn Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, né alþjóðasamfélaginu en þrátt fyrir það eru réttarhöld yfir vígamönnum Íslamska ríkisins, sem regnhlífarsamtökin SDF hafa handsamað, þegar byrjuð. Nálgun Kúrda virðist vera að sýna vígamönnum miskunn með tilliti til þess að reyna að skapa frið til lengdar og að brúa bilið á milli þjóðfélagshópa á svæðinu. Það er í ákveðinni andstöðu við nálgun yfirvalda í Írak þar sem vígamenn ISIS eru iðulega dæmdir til dauða og það eftir stutt og óformleg réttarhöld. Menn sem grunaðir eru um tengsl við samtökin hafa verið dæmdir í lífstíðarfangelsi. Kúrdar felldu niður dauðarefsingu og tilkynntu að dómar vígamanna sem gefa sig fram verða styttir. Nú þegar segjast þeir hafa réttað yfir rúmlega 1.500 Sýrlendingum sem gengu til liðs við Íslamska ríkið.Blaðamenn AP fréttaveitunnar fengu nýverið að fylgjast með réttarhöldum yfir ISIS-liðum og segja ljóst að hið nýja kerfi þeirra sé alls ekki gallalaust. Meðal stærstu galla kerfisins er að sakborningarnir eru ekki með verjendur. Embættismenn óttast að opinbera hverjir dómarar eru þar sem sprengjuárásir og morðtilraunir gegn embættismönnum eru algengar á svæðinu og þá er ómögulegt fyrir sakborninga að áfrýja dómi sem þeir hljóta. Kúrdar hafa ekki gefið upp hve marga fanga SDF er með í haldi og segja þá tölu sífellt breytast vegna réttarhalda, nýrra handtaka og fleiri atriða. Einhverjir hafa þó fengið að ganga til liðs við SDF eftir að hafa setið út dóma sína. Áætlað er að um 400 erlendir vígamenn séu í haldi SDF og að um tvö þúsund konur, börn og fjölskyldur erlendra vígamanna séu sömuleiðis í haldi. Ekki hefur verið ákveðið hvað gera eigi við þetta fólki, þar sem heimalönd þeirra vilja ekki fá þá aftur og viðurkenna ekki dómstóla Kúrda. Aynour Pacha, sem er yfir dómurum stórs héraðs segir Kúrda hafa rétt á því að rétta yfir vígamönnum en efar að heimalönd þeirra taki við þeim eftir að þeir hafi setið út fangelsisdóma sína. „Við óskum þess að heimurinn myndi átta sig á þeirri byrði sem við berum. Þessir erlendu menn sem myrtu börnin okkar eru þung byrði.“ Í einum réttarhöldunum sem blaðamenn AP urðu vitni að var verið að rétta yfir 34 ára manni sem hafði unnið við dómskerfi ISIS. Hann var dæmdur í þriggja ára fangelsi en dómur hans styttur í eitt er vegna þess að hann gaf sig fram. Hann spurði hvort að þeir 45 dagar sem hann hefði þegar verið í haldi yrðu dregnir frá og reyndist svo. Því næst spurði hann hvort hann mætti hringja í fjölskyldu sína og fékk hann leyfi til þess. Eftir það jós hann lofi yfir dómara sína. Réttað hefur verið yfir nokkrum Írökum og sagði einn við blaðamenn AP að hann hefði gefið sig fram við Kúrda af ótta við að lenda í höndum vopnaðra sveita sjíta í Írak. Mið-Austurlönd Sýrland Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Fimmti úrskurðaður í varðhald Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Erlent Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Innlent Fleiri fréttir Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Sjá meira
Sýrlenskir Kúrdar hafa byggt upp eigið dómskerfi á yfirráðasvæði þeirra í austurhluta Sýrlands. Réttarkerfi þetta er ekki viðurkennt af ríkisstjórn Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, né alþjóðasamfélaginu en þrátt fyrir það eru réttarhöld yfir vígamönnum Íslamska ríkisins, sem regnhlífarsamtökin SDF hafa handsamað, þegar byrjuð. Nálgun Kúrda virðist vera að sýna vígamönnum miskunn með tilliti til þess að reyna að skapa frið til lengdar og að brúa bilið á milli þjóðfélagshópa á svæðinu. Það er í ákveðinni andstöðu við nálgun yfirvalda í Írak þar sem vígamenn ISIS eru iðulega dæmdir til dauða og það eftir stutt og óformleg réttarhöld. Menn sem grunaðir eru um tengsl við samtökin hafa verið dæmdir í lífstíðarfangelsi. Kúrdar felldu niður dauðarefsingu og tilkynntu að dómar vígamanna sem gefa sig fram verða styttir. Nú þegar segjast þeir hafa réttað yfir rúmlega 1.500 Sýrlendingum sem gengu til liðs við Íslamska ríkið.Blaðamenn AP fréttaveitunnar fengu nýverið að fylgjast með réttarhöldum yfir ISIS-liðum og segja ljóst að hið nýja kerfi þeirra sé alls ekki gallalaust. Meðal stærstu galla kerfisins er að sakborningarnir eru ekki með verjendur. Embættismenn óttast að opinbera hverjir dómarar eru þar sem sprengjuárásir og morðtilraunir gegn embættismönnum eru algengar á svæðinu og þá er ómögulegt fyrir sakborninga að áfrýja dómi sem þeir hljóta. Kúrdar hafa ekki gefið upp hve marga fanga SDF er með í haldi og segja þá tölu sífellt breytast vegna réttarhalda, nýrra handtaka og fleiri atriða. Einhverjir hafa þó fengið að ganga til liðs við SDF eftir að hafa setið út dóma sína. Áætlað er að um 400 erlendir vígamenn séu í haldi SDF og að um tvö þúsund konur, börn og fjölskyldur erlendra vígamanna séu sömuleiðis í haldi. Ekki hefur verið ákveðið hvað gera eigi við þetta fólki, þar sem heimalönd þeirra vilja ekki fá þá aftur og viðurkenna ekki dómstóla Kúrda. Aynour Pacha, sem er yfir dómurum stórs héraðs segir Kúrda hafa rétt á því að rétta yfir vígamönnum en efar að heimalönd þeirra taki við þeim eftir að þeir hafi setið út fangelsisdóma sína. „Við óskum þess að heimurinn myndi átta sig á þeirri byrði sem við berum. Þessir erlendu menn sem myrtu börnin okkar eru þung byrði.“ Í einum réttarhöldunum sem blaðamenn AP urðu vitni að var verið að rétta yfir 34 ára manni sem hafði unnið við dómskerfi ISIS. Hann var dæmdur í þriggja ára fangelsi en dómur hans styttur í eitt er vegna þess að hann gaf sig fram. Hann spurði hvort að þeir 45 dagar sem hann hefði þegar verið í haldi yrðu dregnir frá og reyndist svo. Því næst spurði hann hvort hann mætti hringja í fjölskyldu sína og fékk hann leyfi til þess. Eftir það jós hann lofi yfir dómara sína. Réttað hefur verið yfir nokkrum Írökum og sagði einn við blaðamenn AP að hann hefði gefið sig fram við Kúrda af ótta við að lenda í höndum vopnaðra sveita sjíta í Írak.
Mið-Austurlönd Sýrland Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Fimmti úrskurðaður í varðhald Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Erlent Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Innlent Fleiri fréttir Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Sjá meira