Friðrik byrjaði skjálfandi á beinunum en náði svarta beltinu í karate 69 ára Garðar Örn Úlfarsson skrifar 7. maí 2018 06:00 Friðrik Jósepsson, ánægður handhafi svarta beltisins. Vísir/ernir „Þetta er stórkostlega skemmtilegt,“ segir Friðrik Jósepsson, sem náði þeim áfanga á föstudag að fá svarta beltið í karate, 69 ára gamall. „Ég er gamall íþróttarefur og keypti áður fyrr í ólympískum lyftingum og kraftlyftingum í tólf ár, frá 1968 til 1980, en meiddist illa og neyddist til að hætta,“ útskýrir Friðrik. Eftir þetta hafi hann farið að stunda líkamsræktarstöðvar sem þá voru að ryðja sér til rúms hérlendis. Friðrik fór í mjaðmaskiptaaðgerð fyrir um átta árum. Þar áður hafði hann farið í aðgerð vegna brjóskloss. „Ég var að reyna að finna mig aftur en gymmið þjónkaði ekki alveg minni lund,“ segir Friðrik sem kveðst því áfram hafa verið leitandi í þessum efnum. Fyrir sex árum gekk hann inn um dyrnar hjá Karatefélagi Reykjavíkur í kjallaranum á Laugardalslaug. „Mig minnir að ég hafa séð auglýsingu frá þeim og ég fór þangað skjálfandi á beinunum. Maður vissi ekkert hvernig móttökurnar yrðu, sérstaklega af því að maður er orðinn þetta gamall,“ lýsir Friðrik upphafinu á karateiðkun sinni. Óttinn reyndist ástæðulaus.Friðrik Jósepsson unir hag sínum vel hjá Karatefélagi Reykjavíkur og stóðst þar próf til svarta beltisins á föstudag. Vísir/Ernir„Mér var tekið alveg forkunnarvel og það er hluti af því að maður er þarna ennþá. Þetta er mjög góður félagsskapur og þjálfararnir frábærir,“ segir Friðrik sem stefndi hátt strax í byrjun og náði því reyndar ári fyrir áætlun. „Ég setti það markmið að ná svarta beltinu sjötugur. Ég hef gaman af að storka sjálfum mér. Sennilega er það í eðlinu.“ Friðrik segir karateiðkunina gefandi. „Maður fann sig að nokkru leyti aftur. Ég gat tekið á því að fullu en maður hafði eiginlega aldrei beitt sér í þessum gymmum. Þar gat maður verið einn innan um fullt af fólki en hér er miklu meiri félagsskapur,“ segir hann. Þótt Friðrik sé örugglega með elstu mönnum til að ná svarta beltinu í karate á Íslandi og viti ekki um neinn eldri sjálfur að minnsta kosti á hann enn mikið eftir. „Þetta var það sem kallað er fyrsti dan en það er níu gráðanir eftir í svarta beltinu. Svo ég er rétt að byrja. Það er gulrót að fara í gráðunina eftir önnina. Er á meðan er.“ Karate er íþrótt fyrir alla að sögn Friðriks. „Ég mæli eindregið með þessu. Þetta hentar öllum og fólk ætti endilega að koma og prófa.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Fleiri fréttir „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Sjá meira
„Þetta er stórkostlega skemmtilegt,“ segir Friðrik Jósepsson, sem náði þeim áfanga á föstudag að fá svarta beltið í karate, 69 ára gamall. „Ég er gamall íþróttarefur og keypti áður fyrr í ólympískum lyftingum og kraftlyftingum í tólf ár, frá 1968 til 1980, en meiddist illa og neyddist til að hætta,“ útskýrir Friðrik. Eftir þetta hafi hann farið að stunda líkamsræktarstöðvar sem þá voru að ryðja sér til rúms hérlendis. Friðrik fór í mjaðmaskiptaaðgerð fyrir um átta árum. Þar áður hafði hann farið í aðgerð vegna brjóskloss. „Ég var að reyna að finna mig aftur en gymmið þjónkaði ekki alveg minni lund,“ segir Friðrik sem kveðst því áfram hafa verið leitandi í þessum efnum. Fyrir sex árum gekk hann inn um dyrnar hjá Karatefélagi Reykjavíkur í kjallaranum á Laugardalslaug. „Mig minnir að ég hafa séð auglýsingu frá þeim og ég fór þangað skjálfandi á beinunum. Maður vissi ekkert hvernig móttökurnar yrðu, sérstaklega af því að maður er orðinn þetta gamall,“ lýsir Friðrik upphafinu á karateiðkun sinni. Óttinn reyndist ástæðulaus.Friðrik Jósepsson unir hag sínum vel hjá Karatefélagi Reykjavíkur og stóðst þar próf til svarta beltisins á föstudag. Vísir/Ernir„Mér var tekið alveg forkunnarvel og það er hluti af því að maður er þarna ennþá. Þetta er mjög góður félagsskapur og þjálfararnir frábærir,“ segir Friðrik sem stefndi hátt strax í byrjun og náði því reyndar ári fyrir áætlun. „Ég setti það markmið að ná svarta beltinu sjötugur. Ég hef gaman af að storka sjálfum mér. Sennilega er það í eðlinu.“ Friðrik segir karateiðkunina gefandi. „Maður fann sig að nokkru leyti aftur. Ég gat tekið á því að fullu en maður hafði eiginlega aldrei beitt sér í þessum gymmum. Þar gat maður verið einn innan um fullt af fólki en hér er miklu meiri félagsskapur,“ segir hann. Þótt Friðrik sé örugglega með elstu mönnum til að ná svarta beltinu í karate á Íslandi og viti ekki um neinn eldri sjálfur að minnsta kosti á hann enn mikið eftir. „Þetta var það sem kallað er fyrsti dan en það er níu gráðanir eftir í svarta beltinu. Svo ég er rétt að byrja. Það er gulrót að fara í gráðunina eftir önnina. Er á meðan er.“ Karate er íþrótt fyrir alla að sögn Friðriks. „Ég mæli eindregið með þessu. Þetta hentar öllum og fólk ætti endilega að koma og prófa.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Fleiri fréttir „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Sjá meira