Forsetahjónin sóttu svo hátíðarkvöldverð í boði safnsins og skoðuðu það í fylgd forstjóra þess og Mary, krónprinsessu Danmerkur.
Þau hittu einnig félaga í karlakórnum Fóstbræðrum, maka þeirra og fulltrúa Íslendingafélagsins í Seattle við minnismerkið um Leif Eiríksson við Puget-sund. Kórinn tók lagið við þetta tækifæri og söng til heiðurs forsetafrúnni í tilefni af afmæli hennar.

Fram kom að sérfræðingar Microsoft hafa náð umtalsverðum árangri í gerð þýðingakerfis fyrir íslenskt ritmál og greindi forseti frá áhuga íslenskra stjórnvalda á að tryggja sess íslenskrar tungu í heimi hugbúnaðar. Meðal þátttakenda í umræðunum voru tveir fulltrúar Almannaróms, þau Guðrún Nordal og Vilhjálmur Þorsteinsson.
Ljóðið sem Guðni las
Yet, I have a shelter,that never fails,
where my weary spirit
always wanders.
Let me not,
sweet Lord,
lose that haven,
as long as I live