Stungu af frá ógreiddum reikningi á veitingastað og skildu eftir meint fíkniefni Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 6. maí 2018 14:15 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í nógu að snúast í nótt. Hún þurfti margsinnis að stöðva ökumenn sem grunaðir eru um að hafa ekið undir áhrifum áfengis. Vísir/Vilhelm Verkefni lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu einkenndust af ölvun og líkamsárásum. Margir ökumenn voru líka stöðvaðir fyrir akstur undir áhrifum áfengis eða fíkniefna. Ölvaður maður sofnaði með andlitið ofan á pizzu, karlmaður kastaði stein í gegnum rúðu og einn ökumaður neitaði að gefa upp hver hann væri. Klukkan 19:24 í gærkvöldi var tilkynnt um tilraun til innbrots inn í heimahús í hverfi 104 en skemmdir voru unnar á tveimur gluggum hússins. Einnig bárust tilkynningar um innbrot á leikskóla í hverfi 111. Einnig var tilkynnt um innbrot og þjófnað á hóteli í Mosfellsbæ en skömmu síðar voru karlmaður og kvenmaður handtekin vegna gruns um aðild að því máli. Voru þau bæði í annarlegu ástandi og því vistuð í fangaklefa vegna málsins. Rétt fyrir níu í gærkvöldi var óskað eftir aðstoð lögreglu vegna karlmanns sem væri að henda til glösum og með ógnandi framkomu í garð gesta á bar í miðborginni. Var hann í talsvert annarlegu ástandi og var hann handtekinn og vistaður í fangaklefa þangað til að áfengisvíman rynni af honum, samkvæmt upplýsingum frá lögreglu. Klukkutíma síðar voru tveir karlmenn handteknir í verslunarmiðstöð í Kópavogi þar sem þeir stungu frá ógreiddum reikningi á veitingastað verslunarmiðstöðinni auk þess sem þeir skildu eftir meint fíkniefni. Reyndu þeir að stinga lögreglu af á hlaupum en voru handteknir fljótlega. Voru þeir í talsvert annarlegu ástandi og voru vistaðir í fangageymslu þangað til að víman rynni af þeim.Sofnaði með andlitið á pizzunni Klukkan 01:19 var óskað eftir aðstoð lögreglu vegna slagsmála á milli tveggja karlmanna inni á veitingastað í Hafnarfirði. Hlaut annar karlmaðurinn skurð á augabrún og var fluttur á slysadeild til skoðunar og aðhlynningar. Tíu mínútum síðar var óskað eftir aðstoð lögreglu vegna karlmanns sem var til vandræða inn í afgreiðslu hótels í hverfi 105. Skömmu áður en lögreglan kom á vettvang var tilkynnt að karlmaðurinn hefði tekið ófrjálsri hendi vínflösku sem var á bar hótelsins og gengið með hana út. Karlmaðurinn var handtekinn skömmu síðar en hann var í talsvert annarlegu ástandi vegna áfengis- og fíkniefnaneyslu. Var hann vistaður í fangaklefa þangað til hægt væri að ræða við hann. Klukkutíma síðar var óskað eftir aðstoð lögreglunnar vegna karlmanns sem var í annarlegu ástandi sökum ölvunar inni á skyndibitastað í hverfi 108. Þegar lögreglan kom á vettvang var karlmaðurinn sofandi með andlitið ofan á pizzu sem hann hafði pantað sér. Karlmaðurinn var vakinn og var gert að halda sína leið enda ekki frekari kröfur á hendur honum. Snemma í morgun kom svo tilkynning vegna tveggja karlmanna sem svæfu ölvunarsvefni í anddyri fjölbýlishúss í miðborginni. Voru þeir vaktir og fengu að halda sína leið enda engar frekari kröfur á hendur þeim.Veitti mótspyrnu við handtöku Um klukkan hálf fjögur var tilkynnt um karlmann sem hafi kastað stól í rúðu á veitingastað í miðborginni. Lögreglan fór á vettvang og ræddi við gerandann. Var hann frjáls ferða sinna eftir skýrslutöku á vettvangi. Á sjöunda tímanum í morgun var óskað eftir aðstoð lögreglunnar vegna líkamsárásar en þar hafði karlmaður veist að öðrum karlmanni með því að taka hann meðal annars kverkataki. Gerandinn var mjög æstur og í annarlegu ástandi þegar lögreglan hugðist ræða við hann og var hann því handtekinn. Veitti hann mikla mótspyrnu við handtöku auk þess sem hann neitaði að gefa upp persónuupplýsingar um sig en hann var ekki með skilríki meðferðis. Var hann vistaðir í fangaklefa þangað til hægt væri að ræða við hann. Hann var ekki sá eini sem neitaði að gefa upp hver hann væri. Í Garðabæ hafði lögreglan afskipti af ökumanni bifreiðar í nótt vegna gruns um ölvun við akstur og að hafa meðferðis fölsuð skilríki. Hann var með tvenn skilríki með sitthvoru nafninu og ríkisfangi. Lá því ekki hver maðurinn væri í raun og var hann því vistaður í fangaklefa á meðan hægt væri að staðfesta hver hann væri í raun. Lögreglumál Tengdar fréttir Sumarhús brann til grunna við Elliðavatn Húsið er gjörónýtt en vel gekk að vernda gróðurinn. 6. maí 2018 07:50 Mest lesið Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Drónaumferð við herstöð í Belgíu Erlent Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Fleiri fréttir 100 þúsund færri kindur í dag en fyrir 10 árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Sjá meira
Verkefni lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu einkenndust af ölvun og líkamsárásum. Margir ökumenn voru líka stöðvaðir fyrir akstur undir áhrifum áfengis eða fíkniefna. Ölvaður maður sofnaði með andlitið ofan á pizzu, karlmaður kastaði stein í gegnum rúðu og einn ökumaður neitaði að gefa upp hver hann væri. Klukkan 19:24 í gærkvöldi var tilkynnt um tilraun til innbrots inn í heimahús í hverfi 104 en skemmdir voru unnar á tveimur gluggum hússins. Einnig bárust tilkynningar um innbrot á leikskóla í hverfi 111. Einnig var tilkynnt um innbrot og þjófnað á hóteli í Mosfellsbæ en skömmu síðar voru karlmaður og kvenmaður handtekin vegna gruns um aðild að því máli. Voru þau bæði í annarlegu ástandi og því vistuð í fangaklefa vegna málsins. Rétt fyrir níu í gærkvöldi var óskað eftir aðstoð lögreglu vegna karlmanns sem væri að henda til glösum og með ógnandi framkomu í garð gesta á bar í miðborginni. Var hann í talsvert annarlegu ástandi og var hann handtekinn og vistaður í fangaklefa þangað til að áfengisvíman rynni af honum, samkvæmt upplýsingum frá lögreglu. Klukkutíma síðar voru tveir karlmenn handteknir í verslunarmiðstöð í Kópavogi þar sem þeir stungu frá ógreiddum reikningi á veitingastað verslunarmiðstöðinni auk þess sem þeir skildu eftir meint fíkniefni. Reyndu þeir að stinga lögreglu af á hlaupum en voru handteknir fljótlega. Voru þeir í talsvert annarlegu ástandi og voru vistaðir í fangageymslu þangað til að víman rynni af þeim.Sofnaði með andlitið á pizzunni Klukkan 01:19 var óskað eftir aðstoð lögreglu vegna slagsmála á milli tveggja karlmanna inni á veitingastað í Hafnarfirði. Hlaut annar karlmaðurinn skurð á augabrún og var fluttur á slysadeild til skoðunar og aðhlynningar. Tíu mínútum síðar var óskað eftir aðstoð lögreglu vegna karlmanns sem var til vandræða inn í afgreiðslu hótels í hverfi 105. Skömmu áður en lögreglan kom á vettvang var tilkynnt að karlmaðurinn hefði tekið ófrjálsri hendi vínflösku sem var á bar hótelsins og gengið með hana út. Karlmaðurinn var handtekinn skömmu síðar en hann var í talsvert annarlegu ástandi vegna áfengis- og fíkniefnaneyslu. Var hann vistaður í fangaklefa þangað til hægt væri að ræða við hann. Klukkutíma síðar var óskað eftir aðstoð lögreglunnar vegna karlmanns sem var í annarlegu ástandi sökum ölvunar inni á skyndibitastað í hverfi 108. Þegar lögreglan kom á vettvang var karlmaðurinn sofandi með andlitið ofan á pizzu sem hann hafði pantað sér. Karlmaðurinn var vakinn og var gert að halda sína leið enda ekki frekari kröfur á hendur honum. Snemma í morgun kom svo tilkynning vegna tveggja karlmanna sem svæfu ölvunarsvefni í anddyri fjölbýlishúss í miðborginni. Voru þeir vaktir og fengu að halda sína leið enda engar frekari kröfur á hendur þeim.Veitti mótspyrnu við handtöku Um klukkan hálf fjögur var tilkynnt um karlmann sem hafi kastað stól í rúðu á veitingastað í miðborginni. Lögreglan fór á vettvang og ræddi við gerandann. Var hann frjáls ferða sinna eftir skýrslutöku á vettvangi. Á sjöunda tímanum í morgun var óskað eftir aðstoð lögreglunnar vegna líkamsárásar en þar hafði karlmaður veist að öðrum karlmanni með því að taka hann meðal annars kverkataki. Gerandinn var mjög æstur og í annarlegu ástandi þegar lögreglan hugðist ræða við hann og var hann því handtekinn. Veitti hann mikla mótspyrnu við handtöku auk þess sem hann neitaði að gefa upp persónuupplýsingar um sig en hann var ekki með skilríki meðferðis. Var hann vistaðir í fangaklefa þangað til hægt væri að ræða við hann. Hann var ekki sá eini sem neitaði að gefa upp hver hann væri. Í Garðabæ hafði lögreglan afskipti af ökumanni bifreiðar í nótt vegna gruns um ölvun við akstur og að hafa meðferðis fölsuð skilríki. Hann var með tvenn skilríki með sitthvoru nafninu og ríkisfangi. Lá því ekki hver maðurinn væri í raun og var hann því vistaður í fangaklefa á meðan hægt væri að staðfesta hver hann væri í raun.
Lögreglumál Tengdar fréttir Sumarhús brann til grunna við Elliðavatn Húsið er gjörónýtt en vel gekk að vernda gróðurinn. 6. maí 2018 07:50 Mest lesið Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Drónaumferð við herstöð í Belgíu Erlent Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Fleiri fréttir 100 þúsund færri kindur í dag en fyrir 10 árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Sjá meira
Sumarhús brann til grunna við Elliðavatn Húsið er gjörónýtt en vel gekk að vernda gróðurinn. 6. maí 2018 07:50