Rauði baróninn berst við Parkinson og gefur út nýjan slagara Henry Birgir Gunnarsson skrifar 3. maí 2018 11:00 Garðar Örn var frábær dómari en harður í horn að taka og óspar á spjöldin ef svo bar undir. vísir/arnþór Einn besti knattspyrnudómari Íslandssögunnar, Garðar Örn Hinriksson, er farinn að láta til sín taka í tónlistarheiminum á nýjan leik en veikindi sem hann er að glíma við hafa vakið hann upp í þeim efnum. Garðar gengur undir listamannsnafninu G Hinriksson á Facebook og fyrir nokkrum dögum síðan opnaði hann sig varðandi veikindi sín en hann er með Parkinson. „Eftir að Parkinsoninn bankaði á mínar dyr hugsa ég ekki um annað, sérstaklega í ljósi þess að núna er minn síðasti séns á að gera eitthvað. Maður yngist ekkert og ekki hjálpar það heldur til að Parkinsoninn gæti tekið frá mér röddina einn daginn,“ skrifar Garðar, sem oftast gekk undir nafninu Rauði baróninnn, meðal annars í pistli sínum á Facebook. „Þetta lag kom til mín í draumi. Það vildi ekki yfirgefa mig og var ég sönglandi þetta í einhverjar örfáar vikur áður en ég kláraði svo lagið. En það kom bara einn texti til greina... texti um veikindin mín. Lagið hreinlega öskraði á það. Þó að ég sé stoltur af þessu lagi er þetta samt eina lagið sem ég vildi óska þess að ég hefði ekki þurft að semja.“Lagið persónulega má heyra hér að ofan og er óhætt að mæla með því. Hörkuslagari sem á eflaust eftir að hljóma á öldum ljósvakans næstu vikur. „Ég ákvað að koma út úr skápnum með þessi veikindi með lagi. Það er léttir að vera búinn að því,“ segir Garðar Örn en hann greindist með sjúkdóminn fyrir um tveimur árum síðan. Færslu Garðars í heild sinni má sjá hér að neðan. Íslenski boltinn Mest lesið Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Fótbolti Þjálfari Sverris rekinn eftir tvo leiki Sport Burrow leggst undir hnífinn og verður lengi frá Sport „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Meistaradeildin hefst, Lokasóknin og VARsjáin Sport Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Bellingham batnaði hraðar en búist var við Fótbolti Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Íslenski boltinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Sjá meira
Einn besti knattspyrnudómari Íslandssögunnar, Garðar Örn Hinriksson, er farinn að láta til sín taka í tónlistarheiminum á nýjan leik en veikindi sem hann er að glíma við hafa vakið hann upp í þeim efnum. Garðar gengur undir listamannsnafninu G Hinriksson á Facebook og fyrir nokkrum dögum síðan opnaði hann sig varðandi veikindi sín en hann er með Parkinson. „Eftir að Parkinsoninn bankaði á mínar dyr hugsa ég ekki um annað, sérstaklega í ljósi þess að núna er minn síðasti séns á að gera eitthvað. Maður yngist ekkert og ekki hjálpar það heldur til að Parkinsoninn gæti tekið frá mér röddina einn daginn,“ skrifar Garðar, sem oftast gekk undir nafninu Rauði baróninnn, meðal annars í pistli sínum á Facebook. „Þetta lag kom til mín í draumi. Það vildi ekki yfirgefa mig og var ég sönglandi þetta í einhverjar örfáar vikur áður en ég kláraði svo lagið. En það kom bara einn texti til greina... texti um veikindin mín. Lagið hreinlega öskraði á það. Þó að ég sé stoltur af þessu lagi er þetta samt eina lagið sem ég vildi óska þess að ég hefði ekki þurft að semja.“Lagið persónulega má heyra hér að ofan og er óhætt að mæla með því. Hörkuslagari sem á eflaust eftir að hljóma á öldum ljósvakans næstu vikur. „Ég ákvað að koma út úr skápnum með þessi veikindi með lagi. Það er léttir að vera búinn að því,“ segir Garðar Örn en hann greindist með sjúkdóminn fyrir um tveimur árum síðan. Færslu Garðars í heild sinni má sjá hér að neðan.
Íslenski boltinn Mest lesið Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Fótbolti Þjálfari Sverris rekinn eftir tvo leiki Sport Burrow leggst undir hnífinn og verður lengi frá Sport „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Meistaradeildin hefst, Lokasóknin og VARsjáin Sport Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Bellingham batnaði hraðar en búist var við Fótbolti Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Íslenski boltinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Sjá meira