43 dagar í HM: Kókaínbræðurnir Maradona og Caniggia Henry Birgir Gunnarsson skrifar 2. maí 2018 10:00 Maradona og Caniggia. Þvílíkir leikmenn. vísir/getty „Þá er þeir báðir komnir af velli, kókaínbræðurnir,“ er lína frá goðsögninni Bjarna Felixsyni sem lifir enn í minni margra Íslendinga. Þessi orð Bjarna féllu á HM 1994 þegar búið var að taka Argentínumanninn Claudio Caniggia af velli í leik á mótinu. Diego Armando Maradona var þá farinn heim af mótinu eftir að hafa fallið á lyfjaprófi. Caniggia hafði árið áður lent í því að fara í leikbann vegna kókaínnotkunar. Þeir kókaínbræður náðu tveimur leikjum saman á HM 1994 og eftirminnilegt er þegar Caniggia skoraði tvö mörk í sigri á Nígeríu.Kókaínbræðurnir Maradona og Caniggia eru tveir af bestu fótboltamönnum í sögu Argentínu en breyskir voru þeir og fannst stundum fram úr hófi gott að skemmta sér. Þá áttu þeir það til að leita í fíkniefnin. Maradona er auðvitað besti knattspyrnumaður fótboltasögunnar en hans landsliðsferli lauk á HM í Bandaríkjunum. Hann skoraði mark gegn Grikklandi en féll á lyfjaprófi eftir annan leik Argentínu á mótinu og var sendur heim. Úr DV.Sorglegur endir á ótrúlegum landsliðsferli sem taldi 91 leik, 34 mörk og einn heimsmeistaratitil sem kom árið 1986. Það er stundum sagt að Maradona hafi unnið það mót upp á eigin spýtur. Kannski svolítið sterk fullyrðing en frammistaða Maradona í Mexíkó var vissulega einstök á tímum þar sem leikmenn komust upp með að brjóta mjög grimmt ámönnum.Markið sem grætti Brassana Maradona og Caniggia náði einkar vel saman á HM 1990 og eftirminnilegast er þegar Caniggia skoraði sigurmarkið gegn Brasilíu eftir frábæran undirbúning Maradona. Maradona dró nánast alla vörn Brasilíu í sig. Losaði svo boltann á hárréttum tíma til Caniggia sem sólaði Taffarel í markinu og lagði boltann í netið. Snilld. Maradona og Caniggia voru miklir vinir. Svo miklir að eiginkona Caniggia hélt að Maradona væri ástfanginn af sínum manni. „Það hlýtur að vera út af síða hárinu og vöðvunum,“ sagði Caniggia. Flestir sem fylgdust með mótinu árið 1990 gleyma því líklega ekki hvernig Kamerúnar fóru með Caniggia sem bjó yfir ógnarlegum hraða. Hann var sagður hafa hlaupið 100 metrana á 10,7 sekúndum er hann keppti í frjálsíþróttum áður en hann fór alla leið í boltanum.Eftirminnilegasta tækling HM Þeir negldu hann niður hvað eftir annað í leiknum og tækling Benjamin Massing eftir stórkostlegan sprett Caniggia gleymist aldrei. Nokkrir félagar hans voru búnir að reyna að sparka Caniggia niður án árangurs en Massing gekk í verkið af fullu afli. Svo miklu að skórinn fauk af Kamerúnanum í átökunum. Massing lést í desember síðastliðnum en hans er enn minnst fyrir þessa ótrúlegu tæklingu.Caniggia er í dag orðinn 51 árs gamall í dag en hann lagði skóna á hilluna árið 2004. Hann fékk 13 mánaða bann fyrir kókaínnotkun árið 1993. Framherjinn varð fyrir miklu áfalli árið 1996 er móðir hans svipti sig lífi er hún hoppaði af fimmtu hæð fjölbýlishúss. Hann lék þá ekkert í heila leiktíð meðan hann syrgði móður sína. Eftir að hafa ekki verið í landsliðliðinu í mörg ár fór Caniggia óvænt með Argentínu á HM árið 2002 en fékk ekki að spila. Honum tókst aftur á móti að næla sér í rauða spjaldið á bekknum í leik gegn Svíum. Fyrsti leikmaðurinn í sögu HM sem fær rautt á HM. Vasklega gert. Spurning hvort einhver leiki það eftir í Rússlandi? HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir 50 dagar í HM: Argentínumenn hafa áður fallið á prófinu í fyrsta leik Stórskrýtin rauð spjöld, skrautlegt mark og ein óvæntustu úrslitin í sögu HM. 25. apríl 2018 13:30 47 dagar í HM: Lúðurinn sem eyðilagði heilt heimsmeistaramót 65 sentimetra langt plaströr gerði nánast út um HM í Suður-Afríku árið 2010. 28. apríl 2018 10:00 45 dagar í HM: Barnið í einu frægasta fagni sögunnar er orðið fullorðið Brasilíumaðurinn Bebeto fagnaði á eftirminnilegan hátt á móti Hollandi á HM 1994. 30. apríl 2018 10:00 48 dagar í HM: Skoraði síðasta gullmark HM og sneri sér svo að listdansi á skautum Saga tyrkneska landsliðsmannsins fyrrverandi Ilhan Mansiz er afar áhugaverð. 27. apríl 2018 10:00 49 dagar í HM: Skoraði öll landsliðsmörkin á HM 1994 og er í hópi goðsagna Oleg Salenko er það eina jákvæða sem gestgjafar HM 2018 geta minnst í HM-sögunni. 26. apríl 2018 11:00 Mest lesið Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Enski boltinn Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Fótbolti Dagskráin: Enski boltinn byrjar og risaleikur í Bestu Sport Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Sport Nunez farinn frá Liverpool Enski boltinn Haaland á skotskónum í sigri Man. City Sport Fleiri fréttir Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool McLagan framlengir við Framara De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Segja Sölva hæðast að Bröndby Fékk flugeld í punginn í leik Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Sjá meira
„Þá er þeir báðir komnir af velli, kókaínbræðurnir,“ er lína frá goðsögninni Bjarna Felixsyni sem lifir enn í minni margra Íslendinga. Þessi orð Bjarna féllu á HM 1994 þegar búið var að taka Argentínumanninn Claudio Caniggia af velli í leik á mótinu. Diego Armando Maradona var þá farinn heim af mótinu eftir að hafa fallið á lyfjaprófi. Caniggia hafði árið áður lent í því að fara í leikbann vegna kókaínnotkunar. Þeir kókaínbræður náðu tveimur leikjum saman á HM 1994 og eftirminnilegt er þegar Caniggia skoraði tvö mörk í sigri á Nígeríu.Kókaínbræðurnir Maradona og Caniggia eru tveir af bestu fótboltamönnum í sögu Argentínu en breyskir voru þeir og fannst stundum fram úr hófi gott að skemmta sér. Þá áttu þeir það til að leita í fíkniefnin. Maradona er auðvitað besti knattspyrnumaður fótboltasögunnar en hans landsliðsferli lauk á HM í Bandaríkjunum. Hann skoraði mark gegn Grikklandi en féll á lyfjaprófi eftir annan leik Argentínu á mótinu og var sendur heim. Úr DV.Sorglegur endir á ótrúlegum landsliðsferli sem taldi 91 leik, 34 mörk og einn heimsmeistaratitil sem kom árið 1986. Það er stundum sagt að Maradona hafi unnið það mót upp á eigin spýtur. Kannski svolítið sterk fullyrðing en frammistaða Maradona í Mexíkó var vissulega einstök á tímum þar sem leikmenn komust upp með að brjóta mjög grimmt ámönnum.Markið sem grætti Brassana Maradona og Caniggia náði einkar vel saman á HM 1990 og eftirminnilegast er þegar Caniggia skoraði sigurmarkið gegn Brasilíu eftir frábæran undirbúning Maradona. Maradona dró nánast alla vörn Brasilíu í sig. Losaði svo boltann á hárréttum tíma til Caniggia sem sólaði Taffarel í markinu og lagði boltann í netið. Snilld. Maradona og Caniggia voru miklir vinir. Svo miklir að eiginkona Caniggia hélt að Maradona væri ástfanginn af sínum manni. „Það hlýtur að vera út af síða hárinu og vöðvunum,“ sagði Caniggia. Flestir sem fylgdust með mótinu árið 1990 gleyma því líklega ekki hvernig Kamerúnar fóru með Caniggia sem bjó yfir ógnarlegum hraða. Hann var sagður hafa hlaupið 100 metrana á 10,7 sekúndum er hann keppti í frjálsíþróttum áður en hann fór alla leið í boltanum.Eftirminnilegasta tækling HM Þeir negldu hann niður hvað eftir annað í leiknum og tækling Benjamin Massing eftir stórkostlegan sprett Caniggia gleymist aldrei. Nokkrir félagar hans voru búnir að reyna að sparka Caniggia niður án árangurs en Massing gekk í verkið af fullu afli. Svo miklu að skórinn fauk af Kamerúnanum í átökunum. Massing lést í desember síðastliðnum en hans er enn minnst fyrir þessa ótrúlegu tæklingu.Caniggia er í dag orðinn 51 árs gamall í dag en hann lagði skóna á hilluna árið 2004. Hann fékk 13 mánaða bann fyrir kókaínnotkun árið 1993. Framherjinn varð fyrir miklu áfalli árið 1996 er móðir hans svipti sig lífi er hún hoppaði af fimmtu hæð fjölbýlishúss. Hann lék þá ekkert í heila leiktíð meðan hann syrgði móður sína. Eftir að hafa ekki verið í landsliðliðinu í mörg ár fór Caniggia óvænt með Argentínu á HM árið 2002 en fékk ekki að spila. Honum tókst aftur á móti að næla sér í rauða spjaldið á bekknum í leik gegn Svíum. Fyrsti leikmaðurinn í sögu HM sem fær rautt á HM. Vasklega gert. Spurning hvort einhver leiki það eftir í Rússlandi?
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir 50 dagar í HM: Argentínumenn hafa áður fallið á prófinu í fyrsta leik Stórskrýtin rauð spjöld, skrautlegt mark og ein óvæntustu úrslitin í sögu HM. 25. apríl 2018 13:30 47 dagar í HM: Lúðurinn sem eyðilagði heilt heimsmeistaramót 65 sentimetra langt plaströr gerði nánast út um HM í Suður-Afríku árið 2010. 28. apríl 2018 10:00 45 dagar í HM: Barnið í einu frægasta fagni sögunnar er orðið fullorðið Brasilíumaðurinn Bebeto fagnaði á eftirminnilegan hátt á móti Hollandi á HM 1994. 30. apríl 2018 10:00 48 dagar í HM: Skoraði síðasta gullmark HM og sneri sér svo að listdansi á skautum Saga tyrkneska landsliðsmannsins fyrrverandi Ilhan Mansiz er afar áhugaverð. 27. apríl 2018 10:00 49 dagar í HM: Skoraði öll landsliðsmörkin á HM 1994 og er í hópi goðsagna Oleg Salenko er það eina jákvæða sem gestgjafar HM 2018 geta minnst í HM-sögunni. 26. apríl 2018 11:00 Mest lesið Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Enski boltinn Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Fótbolti Dagskráin: Enski boltinn byrjar og risaleikur í Bestu Sport Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Sport Nunez farinn frá Liverpool Enski boltinn Haaland á skotskónum í sigri Man. City Sport Fleiri fréttir Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool McLagan framlengir við Framara De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Segja Sölva hæðast að Bröndby Fékk flugeld í punginn í leik Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Sjá meira
50 dagar í HM: Argentínumenn hafa áður fallið á prófinu í fyrsta leik Stórskrýtin rauð spjöld, skrautlegt mark og ein óvæntustu úrslitin í sögu HM. 25. apríl 2018 13:30
47 dagar í HM: Lúðurinn sem eyðilagði heilt heimsmeistaramót 65 sentimetra langt plaströr gerði nánast út um HM í Suður-Afríku árið 2010. 28. apríl 2018 10:00
45 dagar í HM: Barnið í einu frægasta fagni sögunnar er orðið fullorðið Brasilíumaðurinn Bebeto fagnaði á eftirminnilegan hátt á móti Hollandi á HM 1994. 30. apríl 2018 10:00
48 dagar í HM: Skoraði síðasta gullmark HM og sneri sér svo að listdansi á skautum Saga tyrkneska landsliðsmannsins fyrrverandi Ilhan Mansiz er afar áhugaverð. 27. apríl 2018 10:00
49 dagar í HM: Skoraði öll landsliðsmörkin á HM 1994 og er í hópi goðsagna Oleg Salenko er það eina jákvæða sem gestgjafar HM 2018 geta minnst í HM-sögunni. 26. apríl 2018 11:00