Kanye West sagði þrældóm svartra hljóma eins og „val“ Kjartan Kjartansson skrifar 2. maí 2018 08:13 Kanye West bindur ekki bagga sína sömu hnútum og samferðarmennirnir. Vísir/AFP Bandaríski rapparinn Kanye West heldur áfram að vekja furðu með framgöngu sinni. Þannig gaf hann í skyn að fjögurra alda þrældómur svartra í Bandaríkjunum hafi verið „val“ í sjónvarpsþætti í gær. West hefur síðan sagt að orð hans hafi verið mistúlkuð. Það var í sjónvarpsþætti TMZ sem West lýsti hugsunum sínum um þrælahaldið. Svart fólk var flutt nauðungarflutningum frá Afríku til Bandaríkjanna á 17., 18. og 19. öld. „Þegar maður heyrir um þrælahald í fjögur hundruð ár…í fjögur hundruð ár? Það hljómar eins og val,“ sagði rapparinn sem bætti því við að svartir Bandaríkjamenn væru fastir í viðjum hugans. Blökkumenn í Bandaríkjunum veldu sér nú að vera þrælar. Starfsmaður TMZ svaraði West fullum hálsi í útsendingunni og fullyrti að rapparinn talaði „án hugsunar“. „Þú hefur rétt á að trúa hverju sem þú vilt en það eru staðreyndir og raunveruleiki, raunverulegar afleiðingar af öllu sem þú varst að segja,“ sagði Van Lathan, starfsmaður TMZ við West og harmaði í hvað rapparinn hefði breyst.Kanye West stirs up the TMZ newsroom over TRUMP, SLAVERY and FREE THOUGHT. There's A LOT more that went down ... and the fireworks are exploding on @TMZLive today. Check your local listings for show times. pic.twitter.com/jwVsJCMPiq— TMZ (@TMZ) May 1, 2018 Lýsti Trump sem „drengnum sínum“ West sagði síðar á Twitter að ummælin hefðu verið misskilin. Hann hafi aðeins talað um fjögur hundruð ára þrælahald vegna þess að blökkumenn mættu ekki vera andlega fangelsaðir í önnur fjögur hundruð ár, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC.„Auðvitað veit ég að þrælarnir voru ekki hlekkjaðir og settir um borð í skip af frjálsum vilja,“ tísti hann. West hefur vakið töluverða athygli undanfarið vegna yfirlýstrar aðdáunar hans á Donald Trump Bandaríkjaforseta. Í viðtalinu lýsti hann Trump sem „drengnum sínum“ [e. My boy] og að forsetinn væri í uppáhaldi hjá röppurum. Framganga West undanfarið hefur jafnvel vakið upp spurningar um að hann gangi ekki heill til skógar. Hann hefur meðal annars rekið umboðsmann sinn, sagst vera með tvær plötur og heimspekirit í smíðum og bergmálað hægriöfgamenn. Tvö ár eru liðin frá því að West var fluttur á sjúkrahús eftir tónleika sem fóru úr böndunum í Kaliforníu. Þar stöðvaði hann tónleikana eftir örfá lög og hélt sautján mínútna langa tölu þar sem hann líkti sjálfum sér meðal annars við Trump og deildi á stjörnuparið Jay-Z og Beyoncé. Tengdar fréttir Tvær nýjar plötur frá Kanye West í júní Rapparinn umdeildi tilkynnti á Twitter að hann ætlaði að gefa út tvær nýjar plötur í júní. 20. apríl 2018 12:04 Hvað er í gangi hjá Kanye West? Tíststormur rapparans hristi hressilega upp í aðdáendum og vinum hans og margir voru furðu lostnir. 27. apríl 2018 16:35 Mest lesið Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Þingflokksformenn semja inn í nóttina Innlent Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Innlent Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Fleiri fréttir Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Sjá meira
Bandaríski rapparinn Kanye West heldur áfram að vekja furðu með framgöngu sinni. Þannig gaf hann í skyn að fjögurra alda þrældómur svartra í Bandaríkjunum hafi verið „val“ í sjónvarpsþætti í gær. West hefur síðan sagt að orð hans hafi verið mistúlkuð. Það var í sjónvarpsþætti TMZ sem West lýsti hugsunum sínum um þrælahaldið. Svart fólk var flutt nauðungarflutningum frá Afríku til Bandaríkjanna á 17., 18. og 19. öld. „Þegar maður heyrir um þrælahald í fjögur hundruð ár…í fjögur hundruð ár? Það hljómar eins og val,“ sagði rapparinn sem bætti því við að svartir Bandaríkjamenn væru fastir í viðjum hugans. Blökkumenn í Bandaríkjunum veldu sér nú að vera þrælar. Starfsmaður TMZ svaraði West fullum hálsi í útsendingunni og fullyrti að rapparinn talaði „án hugsunar“. „Þú hefur rétt á að trúa hverju sem þú vilt en það eru staðreyndir og raunveruleiki, raunverulegar afleiðingar af öllu sem þú varst að segja,“ sagði Van Lathan, starfsmaður TMZ við West og harmaði í hvað rapparinn hefði breyst.Kanye West stirs up the TMZ newsroom over TRUMP, SLAVERY and FREE THOUGHT. There's A LOT more that went down ... and the fireworks are exploding on @TMZLive today. Check your local listings for show times. pic.twitter.com/jwVsJCMPiq— TMZ (@TMZ) May 1, 2018 Lýsti Trump sem „drengnum sínum“ West sagði síðar á Twitter að ummælin hefðu verið misskilin. Hann hafi aðeins talað um fjögur hundruð ára þrælahald vegna þess að blökkumenn mættu ekki vera andlega fangelsaðir í önnur fjögur hundruð ár, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC.„Auðvitað veit ég að þrælarnir voru ekki hlekkjaðir og settir um borð í skip af frjálsum vilja,“ tísti hann. West hefur vakið töluverða athygli undanfarið vegna yfirlýstrar aðdáunar hans á Donald Trump Bandaríkjaforseta. Í viðtalinu lýsti hann Trump sem „drengnum sínum“ [e. My boy] og að forsetinn væri í uppáhaldi hjá röppurum. Framganga West undanfarið hefur jafnvel vakið upp spurningar um að hann gangi ekki heill til skógar. Hann hefur meðal annars rekið umboðsmann sinn, sagst vera með tvær plötur og heimspekirit í smíðum og bergmálað hægriöfgamenn. Tvö ár eru liðin frá því að West var fluttur á sjúkrahús eftir tónleika sem fóru úr böndunum í Kaliforníu. Þar stöðvaði hann tónleikana eftir örfá lög og hélt sautján mínútna langa tölu þar sem hann líkti sjálfum sér meðal annars við Trump og deildi á stjörnuparið Jay-Z og Beyoncé.
Tengdar fréttir Tvær nýjar plötur frá Kanye West í júní Rapparinn umdeildi tilkynnti á Twitter að hann ætlaði að gefa út tvær nýjar plötur í júní. 20. apríl 2018 12:04 Hvað er í gangi hjá Kanye West? Tíststormur rapparans hristi hressilega upp í aðdáendum og vinum hans og margir voru furðu lostnir. 27. apríl 2018 16:35 Mest lesið Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Þingflokksformenn semja inn í nóttina Innlent Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Innlent Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Fleiri fréttir Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Sjá meira
Tvær nýjar plötur frá Kanye West í júní Rapparinn umdeildi tilkynnti á Twitter að hann ætlaði að gefa út tvær nýjar plötur í júní. 20. apríl 2018 12:04
Hvað er í gangi hjá Kanye West? Tíststormur rapparans hristi hressilega upp í aðdáendum og vinum hans og margir voru furðu lostnir. 27. apríl 2018 16:35