Yfirlýsingin verði ekki pólitískt deilumál Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 1. maí 2018 07:00 Kim Jong-un og Moon Jae-in stíga yfir landamæri Norður- og Suður-Kóreu. vísir/afp Moon Jae-in, forseti Suður-Kóreu, kallaði í gær eftir því að suðurkóreska þingið fullgilti yfirlýsinguna sem hann undirritaði með Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, eftir fund þeirra í landamærabænum Panmunjom á föstudaginn. Suðurkóreski miðillinn Yonhap greindi frá og sagði að með því ákalli vildi Moon tryggja að yfirlýsingin fengi að standa burtséð frá því hvernig næstu kosningar færu. Kosið er um átta þingsæti í júní og gæti þá Frjáls Kórea (LKP), stærsti stjórnarandstöðuflokkurinn, bætt við sig fylgi. Nokkur ágreiningur er um ágæti yfirlýsingarinnar á þinginu. Demókratar, flokkur Moon, sitja einir í minnihlutastjórn, og hafa því ekki nógu marga þingmenn til að fullgilda yfirlýsinguna einir síns liðs. LKP hefur aftur á móti lofað því að gera allt sem í sínu valdi stendur til að koma í veg fyrir fullgildingu yfirlýsingarinnar. Forsprakkar LKP hafa talað um fundinn með Kim sem leikrit. Sagt það sviðsett til að hjálpa Demókrötum í þing-, borgarstjóra og ríkisstjórakosningum júnímánaðar. Moon sagði hins vegar að fullgilding þingsins á yfirlýsingunni væri nauðsynleg, ekki ætti að gera svo mikilvægt mál að pólitísku deilumáli. Á meðal þeirra mála sem Kim og Moon komust að samkomulagi um var að vinna að kjarnorkulausum Kóreuskaga, að semja loksins um frið í Kóreustríðinu og að gera hin vígbúnu landamæri að friðarstað. Í takt við síðastnefnda markmiðið tilkynnti suðurkóreski herinn að allir hátalarar hans á landamærunum, sem hafa varpað út áróðri yfir landamærin, verði fjarlægðir á næstunni. Slökkt var á hátölurunum í aðdraganda fundar Kim og Moon í Panmunjom. Birtist í Fréttablaðinu Norður-Kórea Tengdar fréttir Norður-Kóreumenn fagna „sögulegum“ fundi Ríkisfjölmiðill Norður-Kóreu segir fundinn vera vendipunkt fyrir Kóreuskagann. 28. apríl 2018 20:42 Meirihlutinn trúir leiðtoga Norður-Kóreu Meirihluti íbúa Suður-Kóreu trúir því að Kim Jong Un standi við orð sín. 30. apríl 2018 21:36 Kjarnorkuvopn gegn loforði um enga innrás Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, sagði Moon Jea-in, forseta Suður-Kóreu, að hann væri tilbúinn til að láta kjarnorkuvopn sín frá sér, gegn friðarsamkomulagi og því að Bandaríkin lofuðu að ráðast aldrei á Norður-Kóreu. 29. apríl 2018 19:58 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Fleiri fréttir Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Sjá meira
Moon Jae-in, forseti Suður-Kóreu, kallaði í gær eftir því að suðurkóreska þingið fullgilti yfirlýsinguna sem hann undirritaði með Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, eftir fund þeirra í landamærabænum Panmunjom á föstudaginn. Suðurkóreski miðillinn Yonhap greindi frá og sagði að með því ákalli vildi Moon tryggja að yfirlýsingin fengi að standa burtséð frá því hvernig næstu kosningar færu. Kosið er um átta þingsæti í júní og gæti þá Frjáls Kórea (LKP), stærsti stjórnarandstöðuflokkurinn, bætt við sig fylgi. Nokkur ágreiningur er um ágæti yfirlýsingarinnar á þinginu. Demókratar, flokkur Moon, sitja einir í minnihlutastjórn, og hafa því ekki nógu marga þingmenn til að fullgilda yfirlýsinguna einir síns liðs. LKP hefur aftur á móti lofað því að gera allt sem í sínu valdi stendur til að koma í veg fyrir fullgildingu yfirlýsingarinnar. Forsprakkar LKP hafa talað um fundinn með Kim sem leikrit. Sagt það sviðsett til að hjálpa Demókrötum í þing-, borgarstjóra og ríkisstjórakosningum júnímánaðar. Moon sagði hins vegar að fullgilding þingsins á yfirlýsingunni væri nauðsynleg, ekki ætti að gera svo mikilvægt mál að pólitísku deilumáli. Á meðal þeirra mála sem Kim og Moon komust að samkomulagi um var að vinna að kjarnorkulausum Kóreuskaga, að semja loksins um frið í Kóreustríðinu og að gera hin vígbúnu landamæri að friðarstað. Í takt við síðastnefnda markmiðið tilkynnti suðurkóreski herinn að allir hátalarar hans á landamærunum, sem hafa varpað út áróðri yfir landamærin, verði fjarlægðir á næstunni. Slökkt var á hátölurunum í aðdraganda fundar Kim og Moon í Panmunjom.
Birtist í Fréttablaðinu Norður-Kórea Tengdar fréttir Norður-Kóreumenn fagna „sögulegum“ fundi Ríkisfjölmiðill Norður-Kóreu segir fundinn vera vendipunkt fyrir Kóreuskagann. 28. apríl 2018 20:42 Meirihlutinn trúir leiðtoga Norður-Kóreu Meirihluti íbúa Suður-Kóreu trúir því að Kim Jong Un standi við orð sín. 30. apríl 2018 21:36 Kjarnorkuvopn gegn loforði um enga innrás Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, sagði Moon Jea-in, forseta Suður-Kóreu, að hann væri tilbúinn til að láta kjarnorkuvopn sín frá sér, gegn friðarsamkomulagi og því að Bandaríkin lofuðu að ráðast aldrei á Norður-Kóreu. 29. apríl 2018 19:58 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Fleiri fréttir Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Sjá meira
Norður-Kóreumenn fagna „sögulegum“ fundi Ríkisfjölmiðill Norður-Kóreu segir fundinn vera vendipunkt fyrir Kóreuskagann. 28. apríl 2018 20:42
Meirihlutinn trúir leiðtoga Norður-Kóreu Meirihluti íbúa Suður-Kóreu trúir því að Kim Jong Un standi við orð sín. 30. apríl 2018 21:36
Kjarnorkuvopn gegn loforði um enga innrás Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, sagði Moon Jea-in, forseta Suður-Kóreu, að hann væri tilbúinn til að láta kjarnorkuvopn sín frá sér, gegn friðarsamkomulagi og því að Bandaríkin lofuðu að ráðast aldrei á Norður-Kóreu. 29. apríl 2018 19:58