Ekki talinn líklegur til að láta sig hverfa Stefán Ó. Jónsson skrifar 17. maí 2018 06:51 Minnst tíu bílar og ein rútu keyrðu fram hjá slysstað þann 28. apríl síðastliðinn. Vísir/Ívar Bandarískur ferðamaður sem varð valdur að umferðarslysi á Reykjanesbraut undir lok aprílmánaðar má halda aftur til síns heima. Héraðsdómur Reykjaness hafði úrskurðað manninn í farbann til 6. júní næstkomandi en Landsréttur sneri þeim úrskurði við í gær.Slysið vakti umtalsverða athygli á sínum tíma, ekki síst vegna þess að fjöldi bíla er sagður hafa ekið framhjá slysstað án þess að bjóða fram hjálp eða hringja á lögreglu.Sjá einnig: Yfir tíu bílar óku fram hjá stórslösuðum manni á ReykjanesbrautFerðamaðurinn sem um ræðir ók aftan á hestakerru bifreiðar sem hafði verið stöðvuð á Reykjanesbraut á móts við Tjarnarvelli í Hafnarfirði. Í úrskurði Landréttar segir að bílaröð hafi myndast þegar ökumaður annars bíls hafði ákveðið að fjarlægja bolta af veginum sem sagður er hafa valdið truflun fyrir ökumenn.Hér að neðan má sjá umfjöllun Stöðvar 2 um slysiðÁrekstur bandaríska ferðamannsins varð til þess að bílarnir í röðinni rákust hver á annan og er ökumaður fremsta bílsins sagður hafa hlotið lífshættulega áverka. Ferðamaðurinn, sem ók í átt til Reykjavíkur frá Keflavíkurflugvelli, er jafnframt sagður hafa slasast. Lögreglan fór fram á farbann yfir ferðamanninum enda ætlaði hann sér aðeins að stoppa stutt við á Íslandi. Í ljósi þess að hann var grunaður um „alvarlega háttsemi“ taldi lögreglan nauðsynlegt að hann yrði settur í farbann þangað til að mál hans yrði til lykta leitt - „ella megi ætla að hann reyni að komast undan málsókn eða fullnustu refsingar.“ Á þennan rökstuðning féllst Héraðsdómur Reykjaness og úrskurðaði manninn í farbann til 6. júní næstkomandi hið minnsta. Í úrskurði Landsréttar, sem sneri við ákvörðu héraðsdóms, segir hins vegar að ekkert hafi komið fram sem bendi til þess að maðurinn „muni reyna að leynast eða koma sér með öðrum hætti undan málsókn eða fullnustu refsingar, ef til þess kæmi.“ Í málinu liggi hins vegar fyrir upplýsingar um heimilisfang hans í heimalandinu, vinnustað, símanúmer og netfang og því ætti að vera hægt að ná í manninn sé þess talin þörf. Þar að auki sé búið að yfirheyra ferðamanninn og búið að taka skýrslur af vitnum. Dómsmál Tengdar fréttir Einn fluttur mikið slasaður á sjúkrahús eftir árekstur á Reykjanesbraut Einn hefur verið fluttur mikið slasaður á sjúkrahús eftir tveggja bíla árekstur á Reykjanesbraut. 28. apríl 2018 12:12 Yfir tíu bílar óku fram hjá stórslösuðum manni á Reykjanesbraut Fjöldi bíla ók fram hjá slysstað á Reykjanesbraut í dag án þess að bjóða fram hjálp eða hringja á lögreglu. 28. apríl 2018 13:27 Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sjá meira
Bandarískur ferðamaður sem varð valdur að umferðarslysi á Reykjanesbraut undir lok aprílmánaðar má halda aftur til síns heima. Héraðsdómur Reykjaness hafði úrskurðað manninn í farbann til 6. júní næstkomandi en Landsréttur sneri þeim úrskurði við í gær.Slysið vakti umtalsverða athygli á sínum tíma, ekki síst vegna þess að fjöldi bíla er sagður hafa ekið framhjá slysstað án þess að bjóða fram hjálp eða hringja á lögreglu.Sjá einnig: Yfir tíu bílar óku fram hjá stórslösuðum manni á ReykjanesbrautFerðamaðurinn sem um ræðir ók aftan á hestakerru bifreiðar sem hafði verið stöðvuð á Reykjanesbraut á móts við Tjarnarvelli í Hafnarfirði. Í úrskurði Landréttar segir að bílaröð hafi myndast þegar ökumaður annars bíls hafði ákveðið að fjarlægja bolta af veginum sem sagður er hafa valdið truflun fyrir ökumenn.Hér að neðan má sjá umfjöllun Stöðvar 2 um slysiðÁrekstur bandaríska ferðamannsins varð til þess að bílarnir í röðinni rákust hver á annan og er ökumaður fremsta bílsins sagður hafa hlotið lífshættulega áverka. Ferðamaðurinn, sem ók í átt til Reykjavíkur frá Keflavíkurflugvelli, er jafnframt sagður hafa slasast. Lögreglan fór fram á farbann yfir ferðamanninum enda ætlaði hann sér aðeins að stoppa stutt við á Íslandi. Í ljósi þess að hann var grunaður um „alvarlega háttsemi“ taldi lögreglan nauðsynlegt að hann yrði settur í farbann þangað til að mál hans yrði til lykta leitt - „ella megi ætla að hann reyni að komast undan málsókn eða fullnustu refsingar.“ Á þennan rökstuðning féllst Héraðsdómur Reykjaness og úrskurðaði manninn í farbann til 6. júní næstkomandi hið minnsta. Í úrskurði Landsréttar, sem sneri við ákvörðu héraðsdóms, segir hins vegar að ekkert hafi komið fram sem bendi til þess að maðurinn „muni reyna að leynast eða koma sér með öðrum hætti undan málsókn eða fullnustu refsingar, ef til þess kæmi.“ Í málinu liggi hins vegar fyrir upplýsingar um heimilisfang hans í heimalandinu, vinnustað, símanúmer og netfang og því ætti að vera hægt að ná í manninn sé þess talin þörf. Þar að auki sé búið að yfirheyra ferðamanninn og búið að taka skýrslur af vitnum.
Dómsmál Tengdar fréttir Einn fluttur mikið slasaður á sjúkrahús eftir árekstur á Reykjanesbraut Einn hefur verið fluttur mikið slasaður á sjúkrahús eftir tveggja bíla árekstur á Reykjanesbraut. 28. apríl 2018 12:12 Yfir tíu bílar óku fram hjá stórslösuðum manni á Reykjanesbraut Fjöldi bíla ók fram hjá slysstað á Reykjanesbraut í dag án þess að bjóða fram hjálp eða hringja á lögreglu. 28. apríl 2018 13:27 Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sjá meira
Einn fluttur mikið slasaður á sjúkrahús eftir árekstur á Reykjanesbraut Einn hefur verið fluttur mikið slasaður á sjúkrahús eftir tveggja bíla árekstur á Reykjanesbraut. 28. apríl 2018 12:12
Yfir tíu bílar óku fram hjá stórslösuðum manni á Reykjanesbraut Fjöldi bíla ók fram hjá slysstað á Reykjanesbraut í dag án þess að bjóða fram hjálp eða hringja á lögreglu. 28. apríl 2018 13:27