Ekki í fyrsta sinn sem afvopnun er lofað Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 17. maí 2018 06:00 Aðalstjórnstöðin á tilraunasvæðinu í Punggye-ri. Loftmyndin er tekin með gervihnetti árið 2013. Lítil virkni hefur verið á svæðinu frá kjarnorkutilraun síðasta árs. Vísir/Getty Fundur Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, og Moon Jae-in, forseta Suður-Kóreu, í landamærabænum Panmunjom í apríl er flestum enn í fersku minni. Fundurinn átti sér óvæntan aðdraganda en á honum skrifuðu leiðtogarnir undir yfirlýsingu þar sem meðal annars var kveðið á um að ríkin myndu vinna að kjarnorkuafvopnun á Kóreuskaga. Nú síðast um helgina bárust þær fréttir að Norður-Kórea áformi að taka í sundur tæki sín og tól á kjarnorkuprófunarsvæði sínu í Punggye-ri. Áformar einræðisríkið að sú vinna fari fram í næstu viku. Göng verða felld saman með sprengingum og eftirlitstæki fjarlægð. „Kjarnorkumálastofnun landsins og aðrar tengdar stofnanir undirbúa nú þetta verkefni til þess að tryggja að það sé öllum ljóst að kjarnorkutilraunum hafi verið hætt,“ sagði í frétt ríkismiðilsins KCNA.Kjarnorkusvæði Norður-Kóreu í Yongbyon.Vísir/gettyLjóst er að ástandið á Kóreuskaga nú er mun friðvænlegra en í fyrra, þegar Kim sagðist ætla að varpa sprengjum á bandarísku eyjuna Gvam. En þótt Norður-Kórea heiti nú kjarnorkuafvopnun er, í ljósi sögunnar, ekki hægt að fagna strax. Óvíst er hvort útfærsla Norður-Kóreu á kjarnorkuafvopnun verði Bandaríkjamönnum þóknanleg. Líklegt er að ríkisstjórn Donalds Trump forseta fari fram á að eftirlitsaðilar fái að fylgjast með því að afvopnun verði þannig háttað að ferlið sé óafturkræft og afgerandi. Þá er þess skemmst að minnast að Norður-Kórea hefur oftar en einu sinni og oftar en tvisvar skrifað undir samninga um að losa sig við vopn sín og hætta vinnu að kjarnorkuáætlun landsins. Við það hefur ekki enn verið staðið. Raunveruleg geta Norður-Kóreu til að varpa þessum gereyðingarvopnum á óvini sína er óljós. Hins vegar hallast Bandaríkjamenn nú að því, samkvæmt skjölum sem lekið var í Washington Post í fyrra, að einræðisríkinu hafi tekist að smækka sprengjur sínar nóg til að hægt sé að flytja þær með langdrægum eldflaugum. Birtist í Fréttablaðinu Norður-Kórea Tengdar fréttir Ætla að jafna kjarnavopnatilraunasvæði sitt við jörðu Norður-Kóreumenn hyggjast jafna kjarnorkutilraunasvæði sitt við jörðu síðar í mánuðinum. 12. maí 2018 15:53 Hætta við fund með Suður-Kóreu og hóta því að aflýsa Bandaríkjafundi Yfirvöld í Norður-Kóreu segja sameiginlegar heræfingar Suður-Kóreu og Bandaríkjanna ástæðu að baki ákvörðun sinni. 15. maí 2018 20:10 Mest lesið Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Íhaldsmenn sigruðu en munu eiga erfitt með að mynda meirihluta Erlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Fleiri fréttir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Sjá meira
Fundur Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, og Moon Jae-in, forseta Suður-Kóreu, í landamærabænum Panmunjom í apríl er flestum enn í fersku minni. Fundurinn átti sér óvæntan aðdraganda en á honum skrifuðu leiðtogarnir undir yfirlýsingu þar sem meðal annars var kveðið á um að ríkin myndu vinna að kjarnorkuafvopnun á Kóreuskaga. Nú síðast um helgina bárust þær fréttir að Norður-Kórea áformi að taka í sundur tæki sín og tól á kjarnorkuprófunarsvæði sínu í Punggye-ri. Áformar einræðisríkið að sú vinna fari fram í næstu viku. Göng verða felld saman með sprengingum og eftirlitstæki fjarlægð. „Kjarnorkumálastofnun landsins og aðrar tengdar stofnanir undirbúa nú þetta verkefni til þess að tryggja að það sé öllum ljóst að kjarnorkutilraunum hafi verið hætt,“ sagði í frétt ríkismiðilsins KCNA.Kjarnorkusvæði Norður-Kóreu í Yongbyon.Vísir/gettyLjóst er að ástandið á Kóreuskaga nú er mun friðvænlegra en í fyrra, þegar Kim sagðist ætla að varpa sprengjum á bandarísku eyjuna Gvam. En þótt Norður-Kórea heiti nú kjarnorkuafvopnun er, í ljósi sögunnar, ekki hægt að fagna strax. Óvíst er hvort útfærsla Norður-Kóreu á kjarnorkuafvopnun verði Bandaríkjamönnum þóknanleg. Líklegt er að ríkisstjórn Donalds Trump forseta fari fram á að eftirlitsaðilar fái að fylgjast með því að afvopnun verði þannig háttað að ferlið sé óafturkræft og afgerandi. Þá er þess skemmst að minnast að Norður-Kórea hefur oftar en einu sinni og oftar en tvisvar skrifað undir samninga um að losa sig við vopn sín og hætta vinnu að kjarnorkuáætlun landsins. Við það hefur ekki enn verið staðið. Raunveruleg geta Norður-Kóreu til að varpa þessum gereyðingarvopnum á óvini sína er óljós. Hins vegar hallast Bandaríkjamenn nú að því, samkvæmt skjölum sem lekið var í Washington Post í fyrra, að einræðisríkinu hafi tekist að smækka sprengjur sínar nóg til að hægt sé að flytja þær með langdrægum eldflaugum.
Birtist í Fréttablaðinu Norður-Kórea Tengdar fréttir Ætla að jafna kjarnavopnatilraunasvæði sitt við jörðu Norður-Kóreumenn hyggjast jafna kjarnorkutilraunasvæði sitt við jörðu síðar í mánuðinum. 12. maí 2018 15:53 Hætta við fund með Suður-Kóreu og hóta því að aflýsa Bandaríkjafundi Yfirvöld í Norður-Kóreu segja sameiginlegar heræfingar Suður-Kóreu og Bandaríkjanna ástæðu að baki ákvörðun sinni. 15. maí 2018 20:10 Mest lesið Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Íhaldsmenn sigruðu en munu eiga erfitt með að mynda meirihluta Erlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Fleiri fréttir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Sjá meira
Ætla að jafna kjarnavopnatilraunasvæði sitt við jörðu Norður-Kóreumenn hyggjast jafna kjarnorkutilraunasvæði sitt við jörðu síðar í mánuðinum. 12. maí 2018 15:53
Hætta við fund með Suður-Kóreu og hóta því að aflýsa Bandaríkjafundi Yfirvöld í Norður-Kóreu segja sameiginlegar heræfingar Suður-Kóreu og Bandaríkjanna ástæðu að baki ákvörðun sinni. 15. maí 2018 20:10