Ekki í fyrsta sinn sem afvopnun er lofað Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 17. maí 2018 06:00 Aðalstjórnstöðin á tilraunasvæðinu í Punggye-ri. Loftmyndin er tekin með gervihnetti árið 2013. Lítil virkni hefur verið á svæðinu frá kjarnorkutilraun síðasta árs. Vísir/Getty Fundur Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, og Moon Jae-in, forseta Suður-Kóreu, í landamærabænum Panmunjom í apríl er flestum enn í fersku minni. Fundurinn átti sér óvæntan aðdraganda en á honum skrifuðu leiðtogarnir undir yfirlýsingu þar sem meðal annars var kveðið á um að ríkin myndu vinna að kjarnorkuafvopnun á Kóreuskaga. Nú síðast um helgina bárust þær fréttir að Norður-Kórea áformi að taka í sundur tæki sín og tól á kjarnorkuprófunarsvæði sínu í Punggye-ri. Áformar einræðisríkið að sú vinna fari fram í næstu viku. Göng verða felld saman með sprengingum og eftirlitstæki fjarlægð. „Kjarnorkumálastofnun landsins og aðrar tengdar stofnanir undirbúa nú þetta verkefni til þess að tryggja að það sé öllum ljóst að kjarnorkutilraunum hafi verið hætt,“ sagði í frétt ríkismiðilsins KCNA.Kjarnorkusvæði Norður-Kóreu í Yongbyon.Vísir/gettyLjóst er að ástandið á Kóreuskaga nú er mun friðvænlegra en í fyrra, þegar Kim sagðist ætla að varpa sprengjum á bandarísku eyjuna Gvam. En þótt Norður-Kórea heiti nú kjarnorkuafvopnun er, í ljósi sögunnar, ekki hægt að fagna strax. Óvíst er hvort útfærsla Norður-Kóreu á kjarnorkuafvopnun verði Bandaríkjamönnum þóknanleg. Líklegt er að ríkisstjórn Donalds Trump forseta fari fram á að eftirlitsaðilar fái að fylgjast með því að afvopnun verði þannig háttað að ferlið sé óafturkræft og afgerandi. Þá er þess skemmst að minnast að Norður-Kórea hefur oftar en einu sinni og oftar en tvisvar skrifað undir samninga um að losa sig við vopn sín og hætta vinnu að kjarnorkuáætlun landsins. Við það hefur ekki enn verið staðið. Raunveruleg geta Norður-Kóreu til að varpa þessum gereyðingarvopnum á óvini sína er óljós. Hins vegar hallast Bandaríkjamenn nú að því, samkvæmt skjölum sem lekið var í Washington Post í fyrra, að einræðisríkinu hafi tekist að smækka sprengjur sínar nóg til að hægt sé að flytja þær með langdrægum eldflaugum. Birtist í Fréttablaðinu Norður-Kórea Tengdar fréttir Ætla að jafna kjarnavopnatilraunasvæði sitt við jörðu Norður-Kóreumenn hyggjast jafna kjarnorkutilraunasvæði sitt við jörðu síðar í mánuðinum. 12. maí 2018 15:53 Hætta við fund með Suður-Kóreu og hóta því að aflýsa Bandaríkjafundi Yfirvöld í Norður-Kóreu segja sameiginlegar heræfingar Suður-Kóreu og Bandaríkjanna ástæðu að baki ákvörðun sinni. 15. maí 2018 20:10 Mest lesið Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Innlent Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Innlent Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Innlent Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Fleiri fréttir Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Sjá meira
Fundur Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, og Moon Jae-in, forseta Suður-Kóreu, í landamærabænum Panmunjom í apríl er flestum enn í fersku minni. Fundurinn átti sér óvæntan aðdraganda en á honum skrifuðu leiðtogarnir undir yfirlýsingu þar sem meðal annars var kveðið á um að ríkin myndu vinna að kjarnorkuafvopnun á Kóreuskaga. Nú síðast um helgina bárust þær fréttir að Norður-Kórea áformi að taka í sundur tæki sín og tól á kjarnorkuprófunarsvæði sínu í Punggye-ri. Áformar einræðisríkið að sú vinna fari fram í næstu viku. Göng verða felld saman með sprengingum og eftirlitstæki fjarlægð. „Kjarnorkumálastofnun landsins og aðrar tengdar stofnanir undirbúa nú þetta verkefni til þess að tryggja að það sé öllum ljóst að kjarnorkutilraunum hafi verið hætt,“ sagði í frétt ríkismiðilsins KCNA.Kjarnorkusvæði Norður-Kóreu í Yongbyon.Vísir/gettyLjóst er að ástandið á Kóreuskaga nú er mun friðvænlegra en í fyrra, þegar Kim sagðist ætla að varpa sprengjum á bandarísku eyjuna Gvam. En þótt Norður-Kórea heiti nú kjarnorkuafvopnun er, í ljósi sögunnar, ekki hægt að fagna strax. Óvíst er hvort útfærsla Norður-Kóreu á kjarnorkuafvopnun verði Bandaríkjamönnum þóknanleg. Líklegt er að ríkisstjórn Donalds Trump forseta fari fram á að eftirlitsaðilar fái að fylgjast með því að afvopnun verði þannig háttað að ferlið sé óafturkræft og afgerandi. Þá er þess skemmst að minnast að Norður-Kórea hefur oftar en einu sinni og oftar en tvisvar skrifað undir samninga um að losa sig við vopn sín og hætta vinnu að kjarnorkuáætlun landsins. Við það hefur ekki enn verið staðið. Raunveruleg geta Norður-Kóreu til að varpa þessum gereyðingarvopnum á óvini sína er óljós. Hins vegar hallast Bandaríkjamenn nú að því, samkvæmt skjölum sem lekið var í Washington Post í fyrra, að einræðisríkinu hafi tekist að smækka sprengjur sínar nóg til að hægt sé að flytja þær með langdrægum eldflaugum.
Birtist í Fréttablaðinu Norður-Kórea Tengdar fréttir Ætla að jafna kjarnavopnatilraunasvæði sitt við jörðu Norður-Kóreumenn hyggjast jafna kjarnorkutilraunasvæði sitt við jörðu síðar í mánuðinum. 12. maí 2018 15:53 Hætta við fund með Suður-Kóreu og hóta því að aflýsa Bandaríkjafundi Yfirvöld í Norður-Kóreu segja sameiginlegar heræfingar Suður-Kóreu og Bandaríkjanna ástæðu að baki ákvörðun sinni. 15. maí 2018 20:10 Mest lesið Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Innlent Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Innlent Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Innlent Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Fleiri fréttir Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Sjá meira
Ætla að jafna kjarnavopnatilraunasvæði sitt við jörðu Norður-Kóreumenn hyggjast jafna kjarnorkutilraunasvæði sitt við jörðu síðar í mánuðinum. 12. maí 2018 15:53
Hætta við fund með Suður-Kóreu og hóta því að aflýsa Bandaríkjafundi Yfirvöld í Norður-Kóreu segja sameiginlegar heræfingar Suður-Kóreu og Bandaríkjanna ástæðu að baki ákvörðun sinni. 15. maí 2018 20:10
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent