Don Johnson vildi of margar milljónir Benedikt Bóas skrifar 17. maí 2018 06:00 Hönnunarhúsið Döðlur hefur aðstoðað kappana við að gera húsið sem glæsilegast að innan. „Ég er ekki hlutlaus en þetta verður fallegur bar og einn sá fallegasti í heiminum – kalt mat,“ segir Gunnsteinn. þetta verður fallegur bar og einn sá fallegasti í heiminum – kalt mat,“ segir Gunnsteinn. Vísir/Sigtryggur Gunnsteinn Helgi og félagar hans, sem eiga og reka meðal annars Burro, stefna hátt með nýjustu viðbót sína í skemmtanaflóru miðborgar Reykjavíkur. Staðurinn er svokallaður lífsstílsbar og kallast Miami, til húsa í gamla Framsóknarhúsinu á Hverfisgötu. Staðurinn verður með sérhönnuð og sérsmíðuð húsgögn og starfsfólkið verður í sérsaumuðum jakkafötum. Gestir geta svo keypt það sem þeim líst á á heimasíðu staðarins, hvort sem það er húsgagn eða fatnaður. „Við verðum með okkar eigin Miami fata- og húsgagnalínu og gestir geta keypt fötin og stólana og borðin og það sem þeim líst á,“ segir Gunnsteinn. Hann heldur að þetta sé í fyrsta sinn í heiminum sem bar er með sína eigin húsgagna- og fatalínu. „Niðri verða borðtennisborð, við erum að láta gera sér spaða og kúlur og fólk getur keypt sér borðtennisgræjur á heimasíðunni. Það sem við erum að gera hefur aldrei sést áður í heiminum, því hvert einasta húsgagn er sérhannað og sérsmíðað. Það er ekkert sem við höfum fundið sem er líkt þessum stað.“ Gunnsteinn segir að Miami verði ekki skemmtistaður enda ekkert dansgólf, enginn trúbador og enginn matur. Bara kokteilar og góða skapið. „Þarna verður 80s og 90s þema með smá áhrifum frá Miami. Bleik og blá teppi á gólfunum og þessa dagana erum við að vakta uppboð til að kaupa hönnunarverk frá þessum tíma. Stefnan er að staðurinn verði eitt stórt hönnunarlistaverk.“ Til að fanga tímann var leitað til stærstu stjörnu níunda áratugarins, Dons Johnson, sem gerði garðinn frægan í Miami Vice, til að koma í opnunarpartíið. Því miður gekk það ekki. „Við höfðum samband við umboðsmanninn hans sem sagði að hann væri alveg til í að koma en einungis ef við borguðum honum mikið fyrir. Það var aðeins of dýrt fyrir okkur. En við hættum ekkert við opnunarpartíið. Það verður alveg þó að hann komist ekki,“ segir Gunnsteinn. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Tískukóngar landsins á bleiku skýi Tíska og hönnun Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Lífið Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Lífið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Opnar sig um dulið fósturlát Lífið Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Lífið „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Lífið Eru geimverur meðal okkar? Lífið samstarf Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Lífið Fleiri fréttir Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Ekki meira en bara vinir Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Síðasta púslið væntanlegt í maí Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Sjá meira
Gunnsteinn Helgi og félagar hans, sem eiga og reka meðal annars Burro, stefna hátt með nýjustu viðbót sína í skemmtanaflóru miðborgar Reykjavíkur. Staðurinn er svokallaður lífsstílsbar og kallast Miami, til húsa í gamla Framsóknarhúsinu á Hverfisgötu. Staðurinn verður með sérhönnuð og sérsmíðuð húsgögn og starfsfólkið verður í sérsaumuðum jakkafötum. Gestir geta svo keypt það sem þeim líst á á heimasíðu staðarins, hvort sem það er húsgagn eða fatnaður. „Við verðum með okkar eigin Miami fata- og húsgagnalínu og gestir geta keypt fötin og stólana og borðin og það sem þeim líst á,“ segir Gunnsteinn. Hann heldur að þetta sé í fyrsta sinn í heiminum sem bar er með sína eigin húsgagna- og fatalínu. „Niðri verða borðtennisborð, við erum að láta gera sér spaða og kúlur og fólk getur keypt sér borðtennisgræjur á heimasíðunni. Það sem við erum að gera hefur aldrei sést áður í heiminum, því hvert einasta húsgagn er sérhannað og sérsmíðað. Það er ekkert sem við höfum fundið sem er líkt þessum stað.“ Gunnsteinn segir að Miami verði ekki skemmtistaður enda ekkert dansgólf, enginn trúbador og enginn matur. Bara kokteilar og góða skapið. „Þarna verður 80s og 90s þema með smá áhrifum frá Miami. Bleik og blá teppi á gólfunum og þessa dagana erum við að vakta uppboð til að kaupa hönnunarverk frá þessum tíma. Stefnan er að staðurinn verði eitt stórt hönnunarlistaverk.“ Til að fanga tímann var leitað til stærstu stjörnu níunda áratugarins, Dons Johnson, sem gerði garðinn frægan í Miami Vice, til að koma í opnunarpartíið. Því miður gekk það ekki. „Við höfðum samband við umboðsmanninn hans sem sagði að hann væri alveg til í að koma en einungis ef við borguðum honum mikið fyrir. Það var aðeins of dýrt fyrir okkur. En við hættum ekkert við opnunarpartíið. Það verður alveg þó að hann komist ekki,“ segir Gunnsteinn.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Tískukóngar landsins á bleiku skýi Tíska og hönnun Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Lífið Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Lífið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Opnar sig um dulið fósturlát Lífið Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Lífið „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Lífið Eru geimverur meðal okkar? Lífið samstarf Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Lífið Fleiri fréttir Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Ekki meira en bara vinir Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Síðasta púslið væntanlegt í maí Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Sjá meira