29 dagar í HM: Varamarkvörðurinn og vítabaninn sem varði Argentínu í úrslit Henry Birgir Gunnarsson skrifar 16. maí 2018 12:30 Goycochea er hér að verja frá Donadoni í undanúrslitaleiknum. vísir/getty Argentínski markvörðurinn Sergio Goycochea var vanur því að standa í skugganum en þegar hann fékk að stíga úr skugganum á HM árið 1990 þá blómstraði hann svo sannarlega. Hann átti ekki von á að spila á HM en kom heim sem þjóðhetja. Goycochea var varamarkvörður fyrir Nery Pumpido hjá bæði River Plate og argentínska landsliðinu. HM 1990 átti því aðeins að vera fleiri gæðastundir á varamannabekknum. Hann var í raun þriðji markvörður landsliðsins en Luis Islas hætti við að spila á HM þar sem hann átti ekki að vera aðalmarkvörður.Martröð Pumpido Allt fór til fjandans hjá Pumpido á Ítalíu. Hann byrjaði á því að gefa mark gegn Kamerún í fyrsta leik og fótbrotnaði svo illa gegn Sovétríkjunum í öðrum leik Argentínu á mótinu. Þá var komið að Goycochea. Það var bras á Argentínumönnum en hann sýndi snilldartilþrif í leiknum gegn Brasilíu, hélt búrinu hreinu og sá til þess að Argentína komst áfram í mótinu. Í átta liða úrslitum mótsins mætti Argentína liði Júgóslavíu. Sá leikur fór í vítaspyrnukeppni. Í vítakeppninni klikkaði sjálfur Diego Maradona en það kom ekki að sök því Goycochea lokaði markinu og kom Argentínu í undanúrslit.Sagði Maradona að slaka á „Er ég mætti Diego eftir vítið þá sagði ég honum að slaka á. Ég myndi verja tvær spyrnur,“ sagði markvörðurinn. Í undanúrslitunum biðu heimamenn frá Ítalíu. Aftur varð að grípa til vítaspyrnukeppni til að fá úrslit. Goycochea sýndi gegn Júggunum að hann var mikill vítabani og hann endurtók leikinn og varði Ítalí í úrslitaleikinn. Hann varði þá spyrnur frá Roberto Donadoni og Aldo Serena. „Það sló þögn á alla á vellinum. Það var eins og einhver hefði lækkað hljóðið og aðeins heyrðist í liðsfélögum mínum. Mér leið eins og ég væri á litlum velli heima hjá mér,“ sagði Goycochea en leikurinn fór fram í Napoli. Á heimavelli Maradona.Hann varði fjögur víti í þessum tveimur vítaspyrnukeppnum sem er HM-met. Harald Schumacher hefur líka varið fjögur víti en þurfti tvö HM til þess. Úrslitaleikurinn gegn Vestur-Þýskalandi tapaðist 1-0 og það var nokkur kaldhæðni í því að eina mark leiksins var skorað af Andreas Brehme úr vítaspyrnu. Goycochea samt í réttu horni og ekki fjarri því að verja.Þurfti að flýja á hótel Þrátt fyrir það var Goycochea hampað mikið fyrir frammistöðu sína og markvarðarstaðan í landsliðinu var hans eftir þetta mót. Sjálfur sagði hann að honum hefði liðið eins og heimsmeistara eftir mótið. Skiljanlega. Er heim var komið var hann eltur á röndum. Argentínumenn vildu knúsa hann og kyssa. Hann fékk ekki stundarfrið og varð að flýja á hótel með eiginkonunni til þess að svefnfrið. Alveg ný staða fyrir manninn sem var vanur því að vera í skugganum. Þó svo hann hafi spilað í 20 ár þá náði hann samt aðeins að spila 226 leiki á ferlinum. Hann var það mikið á bekknum. Landsleikirnir urðu 44 en hann spilaði með landsliðinu í sjö ár. Goycochea er 54 ára gamall í dag og starfar sem íþróttafréttamaður. Hann sér um þáttinn Elegante Sport í argentínska sjónvarpinu. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir 36 dagar í HM: Lehmann notaði svindlmiða og bókstaflega las Argentínumenn Jens Lehmann var hetjan í vítaspyrnukeppni á móti Argentínu á HM í Þýskalandi árið 2006. 9. maí 2018 12:00 38 dagar í HM: Þegar Pelé kynnti sig fyrir heimsbygðinni Brasilíumaðurinn Pelé mætti á sitt fyrsta HM í Svíþjóð árið 1958 og það með látum. 7. maí 2018 12:00 34 dagar í HM: Strákurinn úr Grafarvogi sem þjófstartaði HM-draumi Íslendinga Aron Jóhannsson spilaði fyrstur Íslendinga á heimsmeistaramótinu í fótbolta. 11. maí 2018 11:30 37 dagar í HM: Var eitrað fyrir Ronaldo á HM 1998? Samsæriskenningarnar í kringum úrslitaleik Frakklands og Brasilíu á HM 1998 eru lyginni líkastar. Málið var svo stórt í Brasilíu að þingið stóð fyrir sinni eigin rannsókn á úrslitaleiknum. 8. maí 2018 13:00 30 dagar í HM: Orustan um Santiago Einn blóðugasti fótboltaleikur allra tíma fór fram í Síle 1962 þar sem einn heimamaður nefbraut meðal annars andstæðing sinn. Dómarinn sem dæmdi leikinn, Englendingurinn Ken Aston, varð síðar sá fyrsti til að láta sér detta í hug að nota gul og rauð spjöld í leikjum. 15. maí 2018 13:30 Mest lesið Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Enski boltinn Arnar með met í 100 km: „Sýnist þetta vera níundi hraðasti tíminn í heiminum“ Sport Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Fótbolti Dagskráin: Enski boltinn byrjar og risaleikur í Bestu Sport Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Sport Mist varði hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Mist varði hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool McLagan framlengir við Framara De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Segja Sölva hæðast að Bröndby Fékk flugeld í punginn í leik Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Sjá meira
Argentínski markvörðurinn Sergio Goycochea var vanur því að standa í skugganum en þegar hann fékk að stíga úr skugganum á HM árið 1990 þá blómstraði hann svo sannarlega. Hann átti ekki von á að spila á HM en kom heim sem þjóðhetja. Goycochea var varamarkvörður fyrir Nery Pumpido hjá bæði River Plate og argentínska landsliðinu. HM 1990 átti því aðeins að vera fleiri gæðastundir á varamannabekknum. Hann var í raun þriðji markvörður landsliðsins en Luis Islas hætti við að spila á HM þar sem hann átti ekki að vera aðalmarkvörður.Martröð Pumpido Allt fór til fjandans hjá Pumpido á Ítalíu. Hann byrjaði á því að gefa mark gegn Kamerún í fyrsta leik og fótbrotnaði svo illa gegn Sovétríkjunum í öðrum leik Argentínu á mótinu. Þá var komið að Goycochea. Það var bras á Argentínumönnum en hann sýndi snilldartilþrif í leiknum gegn Brasilíu, hélt búrinu hreinu og sá til þess að Argentína komst áfram í mótinu. Í átta liða úrslitum mótsins mætti Argentína liði Júgóslavíu. Sá leikur fór í vítaspyrnukeppni. Í vítakeppninni klikkaði sjálfur Diego Maradona en það kom ekki að sök því Goycochea lokaði markinu og kom Argentínu í undanúrslit.Sagði Maradona að slaka á „Er ég mætti Diego eftir vítið þá sagði ég honum að slaka á. Ég myndi verja tvær spyrnur,“ sagði markvörðurinn. Í undanúrslitunum biðu heimamenn frá Ítalíu. Aftur varð að grípa til vítaspyrnukeppni til að fá úrslit. Goycochea sýndi gegn Júggunum að hann var mikill vítabani og hann endurtók leikinn og varði Ítalí í úrslitaleikinn. Hann varði þá spyrnur frá Roberto Donadoni og Aldo Serena. „Það sló þögn á alla á vellinum. Það var eins og einhver hefði lækkað hljóðið og aðeins heyrðist í liðsfélögum mínum. Mér leið eins og ég væri á litlum velli heima hjá mér,“ sagði Goycochea en leikurinn fór fram í Napoli. Á heimavelli Maradona.Hann varði fjögur víti í þessum tveimur vítaspyrnukeppnum sem er HM-met. Harald Schumacher hefur líka varið fjögur víti en þurfti tvö HM til þess. Úrslitaleikurinn gegn Vestur-Þýskalandi tapaðist 1-0 og það var nokkur kaldhæðni í því að eina mark leiksins var skorað af Andreas Brehme úr vítaspyrnu. Goycochea samt í réttu horni og ekki fjarri því að verja.Þurfti að flýja á hótel Þrátt fyrir það var Goycochea hampað mikið fyrir frammistöðu sína og markvarðarstaðan í landsliðinu var hans eftir þetta mót. Sjálfur sagði hann að honum hefði liðið eins og heimsmeistara eftir mótið. Skiljanlega. Er heim var komið var hann eltur á röndum. Argentínumenn vildu knúsa hann og kyssa. Hann fékk ekki stundarfrið og varð að flýja á hótel með eiginkonunni til þess að svefnfrið. Alveg ný staða fyrir manninn sem var vanur því að vera í skugganum. Þó svo hann hafi spilað í 20 ár þá náði hann samt aðeins að spila 226 leiki á ferlinum. Hann var það mikið á bekknum. Landsleikirnir urðu 44 en hann spilaði með landsliðinu í sjö ár. Goycochea er 54 ára gamall í dag og starfar sem íþróttafréttamaður. Hann sér um þáttinn Elegante Sport í argentínska sjónvarpinu.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir 36 dagar í HM: Lehmann notaði svindlmiða og bókstaflega las Argentínumenn Jens Lehmann var hetjan í vítaspyrnukeppni á móti Argentínu á HM í Þýskalandi árið 2006. 9. maí 2018 12:00 38 dagar í HM: Þegar Pelé kynnti sig fyrir heimsbygðinni Brasilíumaðurinn Pelé mætti á sitt fyrsta HM í Svíþjóð árið 1958 og það með látum. 7. maí 2018 12:00 34 dagar í HM: Strákurinn úr Grafarvogi sem þjófstartaði HM-draumi Íslendinga Aron Jóhannsson spilaði fyrstur Íslendinga á heimsmeistaramótinu í fótbolta. 11. maí 2018 11:30 37 dagar í HM: Var eitrað fyrir Ronaldo á HM 1998? Samsæriskenningarnar í kringum úrslitaleik Frakklands og Brasilíu á HM 1998 eru lyginni líkastar. Málið var svo stórt í Brasilíu að þingið stóð fyrir sinni eigin rannsókn á úrslitaleiknum. 8. maí 2018 13:00 30 dagar í HM: Orustan um Santiago Einn blóðugasti fótboltaleikur allra tíma fór fram í Síle 1962 þar sem einn heimamaður nefbraut meðal annars andstæðing sinn. Dómarinn sem dæmdi leikinn, Englendingurinn Ken Aston, varð síðar sá fyrsti til að láta sér detta í hug að nota gul og rauð spjöld í leikjum. 15. maí 2018 13:30 Mest lesið Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Enski boltinn Arnar með met í 100 km: „Sýnist þetta vera níundi hraðasti tíminn í heiminum“ Sport Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Fótbolti Dagskráin: Enski boltinn byrjar og risaleikur í Bestu Sport Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Sport Mist varði hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Mist varði hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool McLagan framlengir við Framara De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Segja Sölva hæðast að Bröndby Fékk flugeld í punginn í leik Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Sjá meira
36 dagar í HM: Lehmann notaði svindlmiða og bókstaflega las Argentínumenn Jens Lehmann var hetjan í vítaspyrnukeppni á móti Argentínu á HM í Þýskalandi árið 2006. 9. maí 2018 12:00
38 dagar í HM: Þegar Pelé kynnti sig fyrir heimsbygðinni Brasilíumaðurinn Pelé mætti á sitt fyrsta HM í Svíþjóð árið 1958 og það með látum. 7. maí 2018 12:00
34 dagar í HM: Strákurinn úr Grafarvogi sem þjófstartaði HM-draumi Íslendinga Aron Jóhannsson spilaði fyrstur Íslendinga á heimsmeistaramótinu í fótbolta. 11. maí 2018 11:30
37 dagar í HM: Var eitrað fyrir Ronaldo á HM 1998? Samsæriskenningarnar í kringum úrslitaleik Frakklands og Brasilíu á HM 1998 eru lyginni líkastar. Málið var svo stórt í Brasilíu að þingið stóð fyrir sinni eigin rannsókn á úrslitaleiknum. 8. maí 2018 13:00
30 dagar í HM: Orustan um Santiago Einn blóðugasti fótboltaleikur allra tíma fór fram í Síle 1962 þar sem einn heimamaður nefbraut meðal annars andstæðing sinn. Dómarinn sem dæmdi leikinn, Englendingurinn Ken Aston, varð síðar sá fyrsti til að láta sér detta í hug að nota gul og rauð spjöld í leikjum. 15. maí 2018 13:30