Vísindamenn líkja eftir loftslagsbreytingum á hálendi Íslands Garðar Örn Úlfarsson skrifar 16. maí 2018 06:00 Plastbúr á vegum Ingibjargar Svölu Jónsdóttur sem starfað hefur undir merkjum International Tundra Experiment í yfir tuttugu ár. Ingibjörg Svala Ólafur S. Andrésson, prófessor í erfðafræði við Háskóla Íslands, hyggst rannsaka áhrif fyrirsjáanlegra loftslagsbreytinga með því að líkja eftir þeim með sérhönnuðum búrum sunnan Löðmundarvatns á Landmannaafrétti. Ólafur kveðst í bréfi sem tekið var fyrir á fundi Hálendisnefndar Rangárþings ytra vinna að rannsóknaverkefni um hlut hélumosavistar og annarra svæða sem einkennast af lífskurn á hálendinu. Útvíkka eigi verkefnið með athugun á áhrifum hlýnunar á hélumosavistina. Það sé gert með glærum plastbúrum sem séu opin að ofan. „Reynslan af slíkum búrum í langtímarannsóknum á Þingvöllum, Auðkúluheiði og víðar á norðurslóðum er góð, og sýnt að með þeim er hægt að hækka jafnaðarhitastig um nærri tvær gráður, og líkja þannig eftir fyrirsjáanlegum loftslagsbreytingum,“ útskýrir Ólafur í bréfinu. Meta eigi líkleg áhrif hlýnunar á vistgerð sem sé mjög útbreidd á hálendum svæðum hérlendis og víðar á norðurslóðum. Ingibjörg Svala Jónsdóttir prófessor, sem starfar með Ólafi og unnið hefur að slíkum verkefnum á alþjóðlegum grundvelli í meira en tuttugu ár, segir reynsluna af aðferðinni góða. Rannsóknin sunnan Löðmundarvatns beinist að mjög mikilvægu vistkerfi á Íslandi. Um sé að ræða skán sem bindi yfirborð jarðvegsins og mynduð sé af ótal mörgum lífverum; fyrst og fremst örverum. „Þetta er mjög mikilvægt kerfi og það er ekkert vitað um hvernig það bregst við hlýnun,“ segir hún. Svæðið sunnan Löðmundarvatns er sérstaklega hentugt í þessu skyni og hálendisnefndin veitti leyfi fyrir rannsókninni. Setja á upp sjö eða átta plastbúr sem eru um einn fermetri hvert og um 40 sentimetra há ásamt mælitæki í hverju búri. Rannsóknin á að standa í að minnsta kosti þrjú ár og í allt að tíu ár. Birtist í Fréttablaðinu Umhverfismál Tengdar fréttir Íslandsstrendur bundnar af örlögum Suðurskautslandsins Verði hrun í jöklum á Suðurskautslandinu eins og vísindamenn óttast gæti mat vísindanefndar um loftslagsbreytingar á hækkun sjávarstöðu við Ísland tvöfaldast. 4. maí 2018 09:15 Ísland þarf að aðlagast áframhaldandi loftslagsbreytingum Vísindanefnd um loftslagsbreytingar hefur gefið út fyrstu skýrsluna um áhrif þeirra á Ísland í tíu ár. Hún segir umtalsverða þörf á aðlögun hér á landi. 3. maí 2018 14:15 Flóðahætta á öllum landfyllingum við lok aldarinnar Sjávarflóð verða algengari og skeinuhættari þegar sjávarstaða við Ísland heldur áfram að hækka á þessari öld. 15. maí 2018 09:00 Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Fleiri fréttir Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Sjá meira
Ólafur S. Andrésson, prófessor í erfðafræði við Háskóla Íslands, hyggst rannsaka áhrif fyrirsjáanlegra loftslagsbreytinga með því að líkja eftir þeim með sérhönnuðum búrum sunnan Löðmundarvatns á Landmannaafrétti. Ólafur kveðst í bréfi sem tekið var fyrir á fundi Hálendisnefndar Rangárþings ytra vinna að rannsóknaverkefni um hlut hélumosavistar og annarra svæða sem einkennast af lífskurn á hálendinu. Útvíkka eigi verkefnið með athugun á áhrifum hlýnunar á hélumosavistina. Það sé gert með glærum plastbúrum sem séu opin að ofan. „Reynslan af slíkum búrum í langtímarannsóknum á Þingvöllum, Auðkúluheiði og víðar á norðurslóðum er góð, og sýnt að með þeim er hægt að hækka jafnaðarhitastig um nærri tvær gráður, og líkja þannig eftir fyrirsjáanlegum loftslagsbreytingum,“ útskýrir Ólafur í bréfinu. Meta eigi líkleg áhrif hlýnunar á vistgerð sem sé mjög útbreidd á hálendum svæðum hérlendis og víðar á norðurslóðum. Ingibjörg Svala Jónsdóttir prófessor, sem starfar með Ólafi og unnið hefur að slíkum verkefnum á alþjóðlegum grundvelli í meira en tuttugu ár, segir reynsluna af aðferðinni góða. Rannsóknin sunnan Löðmundarvatns beinist að mjög mikilvægu vistkerfi á Íslandi. Um sé að ræða skán sem bindi yfirborð jarðvegsins og mynduð sé af ótal mörgum lífverum; fyrst og fremst örverum. „Þetta er mjög mikilvægt kerfi og það er ekkert vitað um hvernig það bregst við hlýnun,“ segir hún. Svæðið sunnan Löðmundarvatns er sérstaklega hentugt í þessu skyni og hálendisnefndin veitti leyfi fyrir rannsókninni. Setja á upp sjö eða átta plastbúr sem eru um einn fermetri hvert og um 40 sentimetra há ásamt mælitæki í hverju búri. Rannsóknin á að standa í að minnsta kosti þrjú ár og í allt að tíu ár.
Birtist í Fréttablaðinu Umhverfismál Tengdar fréttir Íslandsstrendur bundnar af örlögum Suðurskautslandsins Verði hrun í jöklum á Suðurskautslandinu eins og vísindamenn óttast gæti mat vísindanefndar um loftslagsbreytingar á hækkun sjávarstöðu við Ísland tvöfaldast. 4. maí 2018 09:15 Ísland þarf að aðlagast áframhaldandi loftslagsbreytingum Vísindanefnd um loftslagsbreytingar hefur gefið út fyrstu skýrsluna um áhrif þeirra á Ísland í tíu ár. Hún segir umtalsverða þörf á aðlögun hér á landi. 3. maí 2018 14:15 Flóðahætta á öllum landfyllingum við lok aldarinnar Sjávarflóð verða algengari og skeinuhættari þegar sjávarstaða við Ísland heldur áfram að hækka á þessari öld. 15. maí 2018 09:00 Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Fleiri fréttir Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Sjá meira
Íslandsstrendur bundnar af örlögum Suðurskautslandsins Verði hrun í jöklum á Suðurskautslandinu eins og vísindamenn óttast gæti mat vísindanefndar um loftslagsbreytingar á hækkun sjávarstöðu við Ísland tvöfaldast. 4. maí 2018 09:15
Ísland þarf að aðlagast áframhaldandi loftslagsbreytingum Vísindanefnd um loftslagsbreytingar hefur gefið út fyrstu skýrsluna um áhrif þeirra á Ísland í tíu ár. Hún segir umtalsverða þörf á aðlögun hér á landi. 3. maí 2018 14:15
Flóðahætta á öllum landfyllingum við lok aldarinnar Sjávarflóð verða algengari og skeinuhættari þegar sjávarstaða við Ísland heldur áfram að hækka á þessari öld. 15. maí 2018 09:00