Logandi stuð í Havarí Stefán Þór Hjartarson skrifar 16. maí 2018 06:00 Svavar og Berglind verða með fullt fjós af fjöri í allt sumar. Vísir/Valli „Þetta er annað árið í röð sem við höldum þessa sumarhátíð sem við köllum Sumar í Havarí. Þetta byrjar núna tuttugasta maí. Við byrjum á því að Prinsinn af Karlsstöðum ætlar að enda túrinn sinn í Havarí á sunnudaginn og byrja þar með Sumarið í Havarí,“ segir Svavar P. Eysteinsson, bóndi, staðarhaldari og tónlistarmaður, sem er í miðjum klíðum við að undirbúa Havarí undir sumarið þegar blaðamaður nær tali af honum – en þar verður standandi festival allt frá maí og langt fram í ágúst. „Þetta er gamla fjárhúshlaðan á bænum sem við tókum í gegn fyrir tveimur, þremur árum og umturnuðum yfir í veitinga- og tónleikastað – aðallega tónleikastað því að okkur langaði að bjóða upp á lifandi músík, myndlist og bíó, bara menningarvettvang. Svo eru veitingar líka: kaffi og bulsur og með því. Svo fórum við bara að bóka hljómsveitir – Jónas Sig opnaði þetta hjá okkur fyrir þremur árum. Síðan hefur þetta bara undið upp á sig. Hljómsveitirnar vilja koma og okkur hefur gengið vel að draga hljómsveitir á staðinn, fólk hefur verið duglegt að mæta þannig að þetta hefur verið dúndrandi stemming hérna hjá okkur á sumrin. Við erum að miða við að það sé gigg aðra hverja helgi en svo hefur þetta aðeins breyst – stundum eru nokkur gigg í viku, fer svolítið eftir því hvenær listamennirnir eru á ferðinni og svona.“ Listafólk staldrar reglulega við í Havarí enda alltaf heitt á könnunni og glóðvolgar bulsur á grillinu og stjörnumeðferð í boði frá ábúendum. „Við reynum líka að bjóða listamönnunum að vera bara eins og þeir vilja, að slaka á hjá okkur og gera eitthvað úr þessu, njóta lífsins og við reynum að dekra við þau eins og við getum.“ Og dagskráin er þétt og má finna helsta tónlistarfólk landsins á henni. Emmsjé Gauti kemur þarna við á ferðalagi sínu um landið, en það verður allt kvikmyndað og birt í sérstökum netþáttum. Um miðjan júní verður Sing-a-Long sýning á Með allt á hreinu. Í júlí verður Regnbogahátíð í samstarfi við Pink Iceland. Svo er það hæglætishátíðin um verslunarmannahelgina. „Við ætlum að fara í bakkgírinn í slökun. Við gerðum þetta í fyrra og þá vorum við með jógagöngur niður í fjöru og tónlistarmaraþon með tónlist um hafið og bara alls konar hæglætis-vitleysu. Við vitum ekki nákvæmlega hvað við ætlum að gera eða hverjir ætla að spila – en það eru nokkrir í pottinum. Við mælum bara með að fólk taki frá verslunarmannahelgina fyrir austan og við sjáum um skemmtunina.“ Sumrinu lýkur svo með Ed Hamell, listapönkara frá Bandaríkjunum. „Það verður logandi stuð á sviðinu í allt sumar og dansgólfið alveg rennandi blautt.“ Birtist í Fréttablaðinu Menning Mest lesið Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Tónlist Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Fleiri fréttir Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
„Þetta er annað árið í röð sem við höldum þessa sumarhátíð sem við köllum Sumar í Havarí. Þetta byrjar núna tuttugasta maí. Við byrjum á því að Prinsinn af Karlsstöðum ætlar að enda túrinn sinn í Havarí á sunnudaginn og byrja þar með Sumarið í Havarí,“ segir Svavar P. Eysteinsson, bóndi, staðarhaldari og tónlistarmaður, sem er í miðjum klíðum við að undirbúa Havarí undir sumarið þegar blaðamaður nær tali af honum – en þar verður standandi festival allt frá maí og langt fram í ágúst. „Þetta er gamla fjárhúshlaðan á bænum sem við tókum í gegn fyrir tveimur, þremur árum og umturnuðum yfir í veitinga- og tónleikastað – aðallega tónleikastað því að okkur langaði að bjóða upp á lifandi músík, myndlist og bíó, bara menningarvettvang. Svo eru veitingar líka: kaffi og bulsur og með því. Svo fórum við bara að bóka hljómsveitir – Jónas Sig opnaði þetta hjá okkur fyrir þremur árum. Síðan hefur þetta bara undið upp á sig. Hljómsveitirnar vilja koma og okkur hefur gengið vel að draga hljómsveitir á staðinn, fólk hefur verið duglegt að mæta þannig að þetta hefur verið dúndrandi stemming hérna hjá okkur á sumrin. Við erum að miða við að það sé gigg aðra hverja helgi en svo hefur þetta aðeins breyst – stundum eru nokkur gigg í viku, fer svolítið eftir því hvenær listamennirnir eru á ferðinni og svona.“ Listafólk staldrar reglulega við í Havarí enda alltaf heitt á könnunni og glóðvolgar bulsur á grillinu og stjörnumeðferð í boði frá ábúendum. „Við reynum líka að bjóða listamönnunum að vera bara eins og þeir vilja, að slaka á hjá okkur og gera eitthvað úr þessu, njóta lífsins og við reynum að dekra við þau eins og við getum.“ Og dagskráin er þétt og má finna helsta tónlistarfólk landsins á henni. Emmsjé Gauti kemur þarna við á ferðalagi sínu um landið, en það verður allt kvikmyndað og birt í sérstökum netþáttum. Um miðjan júní verður Sing-a-Long sýning á Með allt á hreinu. Í júlí verður Regnbogahátíð í samstarfi við Pink Iceland. Svo er það hæglætishátíðin um verslunarmannahelgina. „Við ætlum að fara í bakkgírinn í slökun. Við gerðum þetta í fyrra og þá vorum við með jógagöngur niður í fjöru og tónlistarmaraþon með tónlist um hafið og bara alls konar hæglætis-vitleysu. Við vitum ekki nákvæmlega hvað við ætlum að gera eða hverjir ætla að spila – en það eru nokkrir í pottinum. Við mælum bara með að fólk taki frá verslunarmannahelgina fyrir austan og við sjáum um skemmtunina.“ Sumrinu lýkur svo með Ed Hamell, listapönkara frá Bandaríkjunum. „Það verður logandi stuð á sviðinu í allt sumar og dansgólfið alveg rennandi blautt.“
Birtist í Fréttablaðinu Menning Mest lesið Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Tónlist Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Fleiri fréttir Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“