Forsetahjónin í opinberri heimsókn í Finnlandi Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 15. maí 2018 19:45 „Það var í raun og veru fátt til að ræða um,“ sagði Sauli Niniisto, forseti Finnlands, í upphafi blaðamannafundar í finnsku forsetahöllinni í morgun. „Á svona fundum er vanalega rætt það sem skortir í sambandi ríkja en á milli Íslands og Finnlands er ekkert slíkt. Sambandið skortir ekkert.“ Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, og Eliza Reid forsetafrú eru stödd í opinberri heimsókn í Finnlandi sem hófst í morgun og stendur til fimmtudags. Niniisto sagði það ávallt gaman að fá svo góða vini í heimsókn til Finnlands en þetta er í þriðja sinn sem Guðni sækir Finnland heim í embættistíð sinni. „Þegar við erum í Finnlandi er ávallt tekið hlýlega á móti okkur,“ sagði Guðni og vék fljótlega að efni fundarins sem forsetarnir áttu í morgun. Fjölluðu þeir um mörg þeirra sameiginlegu mála sem ríkin glíma við á borð við málefni Norðurslóða, umhverfis- og auðlindamál auk málefna hafsins. Jan Vapaavuori borgarstjóri Helsinki bauð þá forsetahjónunum og fylgdarliði til hádegisverðar í ráðhúsi borgarinnar og átti Guðni einnig fund með Paula Risikko forseta þjóðþingsins og Juha Sipilä forsætisráðherra Finnlands. Forseti lagði síðan blómsveiga að minnisvarða um fallnar finnskar hetjur og grafhýsi Gustafs Mannerheims hershöfðingja og fyrrum forseta Finnlands. Deginum lauk með hátíðarkvöldverði sem finnsku forsetahjónin buðu til í forsetahöllinni. Í fylgdarliði forsetahjónanna eru fulltrúar fyrirtækja og annarra stofnana sem munu næstu daga kynna sér atvinnu- og menningarlíf í Finnlandi. Finnland Forseti Íslands Norðurlönd Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Innlent Fleiri fréttir Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Sjá meira
„Það var í raun og veru fátt til að ræða um,“ sagði Sauli Niniisto, forseti Finnlands, í upphafi blaðamannafundar í finnsku forsetahöllinni í morgun. „Á svona fundum er vanalega rætt það sem skortir í sambandi ríkja en á milli Íslands og Finnlands er ekkert slíkt. Sambandið skortir ekkert.“ Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, og Eliza Reid forsetafrú eru stödd í opinberri heimsókn í Finnlandi sem hófst í morgun og stendur til fimmtudags. Niniisto sagði það ávallt gaman að fá svo góða vini í heimsókn til Finnlands en þetta er í þriðja sinn sem Guðni sækir Finnland heim í embættistíð sinni. „Þegar við erum í Finnlandi er ávallt tekið hlýlega á móti okkur,“ sagði Guðni og vék fljótlega að efni fundarins sem forsetarnir áttu í morgun. Fjölluðu þeir um mörg þeirra sameiginlegu mála sem ríkin glíma við á borð við málefni Norðurslóða, umhverfis- og auðlindamál auk málefna hafsins. Jan Vapaavuori borgarstjóri Helsinki bauð þá forsetahjónunum og fylgdarliði til hádegisverðar í ráðhúsi borgarinnar og átti Guðni einnig fund með Paula Risikko forseta þjóðþingsins og Juha Sipilä forsætisráðherra Finnlands. Forseti lagði síðan blómsveiga að minnisvarða um fallnar finnskar hetjur og grafhýsi Gustafs Mannerheims hershöfðingja og fyrrum forseta Finnlands. Deginum lauk með hátíðarkvöldverði sem finnsku forsetahjónin buðu til í forsetahöllinni. Í fylgdarliði forsetahjónanna eru fulltrúar fyrirtækja og annarra stofnana sem munu næstu daga kynna sér atvinnu- og menningarlíf í Finnlandi.
Finnland Forseti Íslands Norðurlönd Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Innlent Fleiri fréttir Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Sjá meira