Kalla eftir úttekt á loftgæðum innilaugar Sigurður Mikael Jónsson skrifar 15. maí 2018 08:00 Herdís Anna Þorvaldsdóttir segir sundfólk finna fyrir óþægindum í innilaug Laugardalslaugar og vill láta kanna loftgæðin. Vísir/Andri Sjálfstæðismenn í íþrótta- og tómstundaráði vilja að gerð verði óháð úttekt á loftgæðum í innilaug Laugardalslaugar vegna „ítrekaðra tilfella astma- og lungnasjúkdóma“ meðal iðkenda. Forstöðumaður segir mælingar koma vel út. „Ég er í stjórn sunddeildar Fjölnis og dóttir mín er að æfa sund og fær alltaf astma þegar hún fer í innilaugina í Laugardal. Þannig að ég hef persónulega reynslu af þessu og þegar ég fór að tjá mig um þetta í stjórninni og við þjálfarana þá voru fleiri sem þekktu þetta,“ segir varaborgarfulltrúinn Herdís Anna Þorvaldsdóttir sem lagði fram tillöguna. Hún segir tillöguna fela í sér að láta skoða loftgæðin, ekki bara út frá klór, heldur líka hvort sveppur eða mygla þrífist hugsanlega í húsnæðinu sem útskýrt gæti óþægindin sem iðkendur finni fyrir.Logi Sigurfinnsson, forstöðumaður Laugardalslaugar. Fréttablaðið/Eyþór„Það er þekkt meðal sundiðkenda í innilaugum að þegar þú andar að þér loftinu rétt fyrir ofan vatnsyfirborðið ert þú að anda að þér klór. Það er eðlilegt. Spurningin er, af því að þetta er mismikið eftir innilaugum, hvort það séu nógu góð loftskipti þarna eða hvort það sé eitthvað annað að trufla líka.“ Logi Sigurfinnsson, forstöðumaður Laugardalslaugar, kveðst ekki kannast við að innilaug Laugardalslaugar sé verri en aðrar hvað þetta varðar, raunar þvert á móti. Árlegar loftgæðamælingar, á svokölluðu trihalomethane, sýni að Laugardalslaug komi vel út. Logi kveðst hafa mætt á fund ráðsins á föstudaginn með nýjar mælingar rannsóknarstofu í lífefnafræði við Háskóla Íslands. „Ef við útskýrum þetta í einingum trihalomethane, þá leyfir ESB 50 einingar per lítra, Danmörk miðar við 25 og innilaugin í Laugardal hefur frá árinu 2007 aldrei farið yfir sjö. Ég þekki því ekki að loftgæðin í innilauginni séu eitthvað slæm. Og ef loftræstingin eða annað væri slæmt væri ekki svona lágt THM-gildi í loftinu. Þetta er atriði sem verður að passa vel í innilaugum en það hefur oft verið talað í gegnum árin um lélega loftræstingu og hita, laugin er auðvitað gler á alla kanta og þegar mikið af fólki er þar komið saman þá er heitt þarna. En allar mælingar sem við höfum, sýna að allt sé í lagi.“ Logi segir að annað sem hafi hjálpað frá árinu 2007 við að halda loftgæðum jafn góðum og raun ber vitni er að þá fóru þau að framleiða eigin klór sem hafi aukið gæði baðvatnsins mjög. Þau hafi verið í um 18-19 einingum fyrir það en sem fyrr segir aldrei farið yfir sjö síðan. Birtist í Fréttablaðinu Reykjavík Sundlaugar Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Fleiri fréttir Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Sjá meira
Sjálfstæðismenn í íþrótta- og tómstundaráði vilja að gerð verði óháð úttekt á loftgæðum í innilaug Laugardalslaugar vegna „ítrekaðra tilfella astma- og lungnasjúkdóma“ meðal iðkenda. Forstöðumaður segir mælingar koma vel út. „Ég er í stjórn sunddeildar Fjölnis og dóttir mín er að æfa sund og fær alltaf astma þegar hún fer í innilaugina í Laugardal. Þannig að ég hef persónulega reynslu af þessu og þegar ég fór að tjá mig um þetta í stjórninni og við þjálfarana þá voru fleiri sem þekktu þetta,“ segir varaborgarfulltrúinn Herdís Anna Þorvaldsdóttir sem lagði fram tillöguna. Hún segir tillöguna fela í sér að láta skoða loftgæðin, ekki bara út frá klór, heldur líka hvort sveppur eða mygla þrífist hugsanlega í húsnæðinu sem útskýrt gæti óþægindin sem iðkendur finni fyrir.Logi Sigurfinnsson, forstöðumaður Laugardalslaugar. Fréttablaðið/Eyþór„Það er þekkt meðal sundiðkenda í innilaugum að þegar þú andar að þér loftinu rétt fyrir ofan vatnsyfirborðið ert þú að anda að þér klór. Það er eðlilegt. Spurningin er, af því að þetta er mismikið eftir innilaugum, hvort það séu nógu góð loftskipti þarna eða hvort það sé eitthvað annað að trufla líka.“ Logi Sigurfinnsson, forstöðumaður Laugardalslaugar, kveðst ekki kannast við að innilaug Laugardalslaugar sé verri en aðrar hvað þetta varðar, raunar þvert á móti. Árlegar loftgæðamælingar, á svokölluðu trihalomethane, sýni að Laugardalslaug komi vel út. Logi kveðst hafa mætt á fund ráðsins á föstudaginn með nýjar mælingar rannsóknarstofu í lífefnafræði við Háskóla Íslands. „Ef við útskýrum þetta í einingum trihalomethane, þá leyfir ESB 50 einingar per lítra, Danmörk miðar við 25 og innilaugin í Laugardal hefur frá árinu 2007 aldrei farið yfir sjö. Ég þekki því ekki að loftgæðin í innilauginni séu eitthvað slæm. Og ef loftræstingin eða annað væri slæmt væri ekki svona lágt THM-gildi í loftinu. Þetta er atriði sem verður að passa vel í innilaugum en það hefur oft verið talað í gegnum árin um lélega loftræstingu og hita, laugin er auðvitað gler á alla kanta og þegar mikið af fólki er þar komið saman þá er heitt þarna. En allar mælingar sem við höfum, sýna að allt sé í lagi.“ Logi segir að annað sem hafi hjálpað frá árinu 2007 við að halda loftgæðum jafn góðum og raun ber vitni er að þá fóru þau að framleiða eigin klór sem hafi aukið gæði baðvatnsins mjög. Þau hafi verið í um 18-19 einingum fyrir það en sem fyrr segir aldrei farið yfir sjö síðan.
Birtist í Fréttablaðinu Reykjavík Sundlaugar Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Fleiri fréttir Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Sjá meira