Malavar hæstánægðir með fimm sjúkrabíla frá Íslandi Stefán Ó. Jónsson skrifar 14. maí 2018 07:39 Um er að ræða fimm Land Cruiser-jeppa Nyasa Times Sendiráð Íslands í Malaví færði um helgina þarlendum stjórnvöldum fimm sjúkrabifreiðar, sem framvegis munu aka um Mangochi-hérað. Fjölmargir Malavar láta lífið á hverju ári því þeir komast ekki undir læknishendur. Land Cruiser-jepparnir fimm voru afhjúpaðir við hátíðlega athöfn á bílastæði héraðsspítalans í Mangochi á laugardaginn. Í ræðu sinni við afhjúpunina sagði innanríkisráðherra landsins, Kondwani Nankhumwa, að það væri með trega sem hann viðurkenndi hversu bágborið heilbrigðiskerfi landsins væri. „Ég verð að viðurkenna að fjölmargir láta lífið í landinu vegna skorts á sjúkrabílum. Margar fjölskyldur þurfa að horfa á ástvini sína deyja fyrir framan sig vegna þess að það eru engir sjúkrabílar sem geta flutt þá á næsta sjúkrahús,“ er haft eftir Nankhumwa á vef Nyasa Times. Hann bætti síðan við að eitt helsta markmið malavískra stjórnvalda væri að tryggja að minnsta kosti einn sjúkrabíl fyrir hvern spítala landsins. Bílarnir sem afhjúpaðir voru um helgina eru liður í þróunarsamvinnu Íslands og Malaví, sem starfrækt hefur verið í rúman aldarfjórðung. Þróunarsamvinnustofnun Íslands hefur stutt við margvísleg verkefni í Mangochi á síðustu árum en héraðið er talið eitt það fátækasta í Malaví. „Íbúar og stjórvöld í Malaví eru gríðarlega þakklát íslensku þjóðinni og ríkisstjórninni fyrir gjöfina, sem mun stórbæta grunnþjónustuna í Mangochi-héraði, sérstaklega í heilbrigðismálum,“ sagði Nankhumwa um leið og hann hvatti starfsmenn héraðsspítalans til að nýta sér bílana við störf sín. Fulltrúi Íslands við afhjúpunina, sendiráðsstarfsmaðurinn Ágústa Gísladóttir, nýtti tækifærið og lofsamaði náið samband Íslands og Malaví. Hún undirstrikaði jafnframt að Íslendingar muni áfram aðstoða stjórnvöld og íbúa Malaví á hinum ýmsu sviðum, ekki síst í heilbrigðismálum.Frekari upplýsingar og myndir frá athöfninni má nálgast á vef Nyasa Times. Malaví Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent B sé ekki best Innlent Fleiri fréttir Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Sjá meira
Sendiráð Íslands í Malaví færði um helgina þarlendum stjórnvöldum fimm sjúkrabifreiðar, sem framvegis munu aka um Mangochi-hérað. Fjölmargir Malavar láta lífið á hverju ári því þeir komast ekki undir læknishendur. Land Cruiser-jepparnir fimm voru afhjúpaðir við hátíðlega athöfn á bílastæði héraðsspítalans í Mangochi á laugardaginn. Í ræðu sinni við afhjúpunina sagði innanríkisráðherra landsins, Kondwani Nankhumwa, að það væri með trega sem hann viðurkenndi hversu bágborið heilbrigðiskerfi landsins væri. „Ég verð að viðurkenna að fjölmargir láta lífið í landinu vegna skorts á sjúkrabílum. Margar fjölskyldur þurfa að horfa á ástvini sína deyja fyrir framan sig vegna þess að það eru engir sjúkrabílar sem geta flutt þá á næsta sjúkrahús,“ er haft eftir Nankhumwa á vef Nyasa Times. Hann bætti síðan við að eitt helsta markmið malavískra stjórnvalda væri að tryggja að minnsta kosti einn sjúkrabíl fyrir hvern spítala landsins. Bílarnir sem afhjúpaðir voru um helgina eru liður í þróunarsamvinnu Íslands og Malaví, sem starfrækt hefur verið í rúman aldarfjórðung. Þróunarsamvinnustofnun Íslands hefur stutt við margvísleg verkefni í Mangochi á síðustu árum en héraðið er talið eitt það fátækasta í Malaví. „Íbúar og stjórvöld í Malaví eru gríðarlega þakklát íslensku þjóðinni og ríkisstjórninni fyrir gjöfina, sem mun stórbæta grunnþjónustuna í Mangochi-héraði, sérstaklega í heilbrigðismálum,“ sagði Nankhumwa um leið og hann hvatti starfsmenn héraðsspítalans til að nýta sér bílana við störf sín. Fulltrúi Íslands við afhjúpunina, sendiráðsstarfsmaðurinn Ágústa Gísladóttir, nýtti tækifærið og lofsamaði náið samband Íslands og Malaví. Hún undirstrikaði jafnframt að Íslendingar muni áfram aðstoða stjórnvöld og íbúa Malaví á hinum ýmsu sviðum, ekki síst í heilbrigðismálum.Frekari upplýsingar og myndir frá athöfninni má nálgast á vef Nyasa Times.
Malaví Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent B sé ekki best Innlent Fleiri fréttir Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Sjá meira