Þjálfari ákærður fyrir ítrekaðar nauðganir Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 14. maí 2018 06:00 Mál mannsins hefur legið eins og mara á mörgum aðstandendun bocciaiðkenda á Akureyri og haft mjög neikvæð áhrif á félagsskapinn. Vísir/Pjetur Sakamál gegn fyrrverandi bocciaþjálfara á Akureyri verður þingfest í Héraðsdómi Norðurlands eystra í dag. Maðurinn er ákærður fyrir að hafa ítrekað nauðgað rúmlega tvítugri, þroskaskertri stúlku sem æfði boccia undir hans handleiðslu. Samkvæmt ákæru er maðurinn talinn hafa nýtt sér yfirburði sína gagnvart konunni, misnotað aðstöðu sína gróflega og ítrekað komið sér í aðstæður þar sem hann gat beitt hana ofbeldi um nokkurra mánaða skeið á árunum 2014 og 2015. Eins og Fréttablaðið greindi frá fyrr í vor mun hann hafa útvegað henni húsnæði til búsetu og tryggt sér þannig aðgang að henni, en hún á sama tíma hafi rofið öll tengsl við fjölskyldu sína. Innan bocciasamfélagsins munu grunsemdir um háttsemi mannsins fyrst hafa vaknað á Íslandsmóti í boccia árið 2014 en framkoma mannsins við stúlkuna þar þótti bæði óeðlileg og óviðeigandi. Brotin voru kærð árið 2015 og rannsókn málsins hefur tekið langan tíma enda um fjölmargar nauðganir að ræða og mikinn fjölda vitna. Þá er brotaþolinn þroskaskert kona sem fyrr segir og rannsóknin því tímafrekari en ella.Sjá einnig: Guðrún fagnar ákæru á hendur boccia þjálfara Maðurinn er bæði ákærður á grundvelli almenna nauðgunarákvæðisins í 1. mgr. 194. gr. almennra hegningarlaga um samræði og önnur kynferðismök án samþykkis og á grundvelli 2. mgr. sömu greinar en samkvæmt henni telst það einnig nauðgun „að beita blekkingum eða notfæra sér villu viðkomandi um aðstæður eða að notfæra sér geðsjúkdóm eða aðra andlega fötlun manns til þess að hafa við hann samræði eða önnur kynferðismök, eða þannig er ástatt um hann að öðru leyti að hann getur ekki spornað við verknaðinum eða skilið þýðingu hans“. Maðurinn er eingöngu ákærður fyrir brot gegn einni konu en samkvæmt heimildum blaðsins hefur maðurinn gengið fram með óeðlilegum hætti gagnvart öðrum iðkendum og hefur meint háttsemi hans valdið miklum titringi meðal bocciaiðkenda og fjölskyldna þeirra á Akureyri þar sem iðkendur hafa skipst í fylkingar með og á móti þjálfaranum. Svo fór þó að maðurinn hrökklaðist úr þjálfarastarfi hjá bocciafélaginu Akri og hefur síðan verið viðloðandi nýtt bocciafélag sem stofnað var í kjölfar klofningsins. Fyrr í vor greindi Fréttablaðið frá því að móðir annarrar bocciastúlku á Akureyri hefur verið ákærð fyrir að hóta manninum lífláti en hún hefur gengist við því að hafa haft í hótunum við manninn eftir að hún varð þess áskynja í ágúst síðastliðnum að maðurinn var að reyna að setja sig í samband við dóttur hennar, sem er þroskaskert og æfði um tíma boccia undir handleiðslu hans. Ákæra á hendur henni var birt skömmu eftir áramót, málið hefur þegar verið þingfest og er aðalmeðferð fyrirhuguð í júní. Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Tengdar fréttir Verjandi gagnrýninn á áherslur ákæruvaldsins Verjandi konu sem ákærð er fyrir líflátshótun gegn grunuðum kynferðisbrotamanni, segist vera furðu lostinn yfir áherslum ákæruvaldsins. Maðurinn setti sig í samband við þroskaskerta dóttur hennar en mál gegn honum bíða afgreiðslu. 26. mars 2018 07:00 Ákærð fyrir líflátshótun í garð þjálfara Móðir þroskaskertrar konu hefur verið ákærð fyrir líflátshótun gegn boccia-þjálfara dóttur sinnar. Þjálfarinn er grunaður um að hafa brotið gegn þroskaskertum konum sem hann þjálfaði. Mál hans er á borði saksóknara eftir tæplega þriggja ára rannsókn hjá lögreglu. 23. mars 2018 06:00 Guðrún fagnar ákæru á hendur boccia þjálfara Þjálfarinn var kærður fyrir kynferðisbrot gegn þroskaskertri stúlku. 26. apríl 2018 23:37 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Fleiri fréttir Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Sjá meira
Sakamál gegn fyrrverandi bocciaþjálfara á Akureyri verður þingfest í Héraðsdómi Norðurlands eystra í dag. Maðurinn er ákærður fyrir að hafa ítrekað nauðgað rúmlega tvítugri, þroskaskertri stúlku sem æfði boccia undir hans handleiðslu. Samkvæmt ákæru er maðurinn talinn hafa nýtt sér yfirburði sína gagnvart konunni, misnotað aðstöðu sína gróflega og ítrekað komið sér í aðstæður þar sem hann gat beitt hana ofbeldi um nokkurra mánaða skeið á árunum 2014 og 2015. Eins og Fréttablaðið greindi frá fyrr í vor mun hann hafa útvegað henni húsnæði til búsetu og tryggt sér þannig aðgang að henni, en hún á sama tíma hafi rofið öll tengsl við fjölskyldu sína. Innan bocciasamfélagsins munu grunsemdir um háttsemi mannsins fyrst hafa vaknað á Íslandsmóti í boccia árið 2014 en framkoma mannsins við stúlkuna þar þótti bæði óeðlileg og óviðeigandi. Brotin voru kærð árið 2015 og rannsókn málsins hefur tekið langan tíma enda um fjölmargar nauðganir að ræða og mikinn fjölda vitna. Þá er brotaþolinn þroskaskert kona sem fyrr segir og rannsóknin því tímafrekari en ella.Sjá einnig: Guðrún fagnar ákæru á hendur boccia þjálfara Maðurinn er bæði ákærður á grundvelli almenna nauðgunarákvæðisins í 1. mgr. 194. gr. almennra hegningarlaga um samræði og önnur kynferðismök án samþykkis og á grundvelli 2. mgr. sömu greinar en samkvæmt henni telst það einnig nauðgun „að beita blekkingum eða notfæra sér villu viðkomandi um aðstæður eða að notfæra sér geðsjúkdóm eða aðra andlega fötlun manns til þess að hafa við hann samræði eða önnur kynferðismök, eða þannig er ástatt um hann að öðru leyti að hann getur ekki spornað við verknaðinum eða skilið þýðingu hans“. Maðurinn er eingöngu ákærður fyrir brot gegn einni konu en samkvæmt heimildum blaðsins hefur maðurinn gengið fram með óeðlilegum hætti gagnvart öðrum iðkendum og hefur meint háttsemi hans valdið miklum titringi meðal bocciaiðkenda og fjölskyldna þeirra á Akureyri þar sem iðkendur hafa skipst í fylkingar með og á móti þjálfaranum. Svo fór þó að maðurinn hrökklaðist úr þjálfarastarfi hjá bocciafélaginu Akri og hefur síðan verið viðloðandi nýtt bocciafélag sem stofnað var í kjölfar klofningsins. Fyrr í vor greindi Fréttablaðið frá því að móðir annarrar bocciastúlku á Akureyri hefur verið ákærð fyrir að hóta manninum lífláti en hún hefur gengist við því að hafa haft í hótunum við manninn eftir að hún varð þess áskynja í ágúst síðastliðnum að maðurinn var að reyna að setja sig í samband við dóttur hennar, sem er þroskaskert og æfði um tíma boccia undir handleiðslu hans. Ákæra á hendur henni var birt skömmu eftir áramót, málið hefur þegar verið þingfest og er aðalmeðferð fyrirhuguð í júní.
Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Tengdar fréttir Verjandi gagnrýninn á áherslur ákæruvaldsins Verjandi konu sem ákærð er fyrir líflátshótun gegn grunuðum kynferðisbrotamanni, segist vera furðu lostinn yfir áherslum ákæruvaldsins. Maðurinn setti sig í samband við þroskaskerta dóttur hennar en mál gegn honum bíða afgreiðslu. 26. mars 2018 07:00 Ákærð fyrir líflátshótun í garð þjálfara Móðir þroskaskertrar konu hefur verið ákærð fyrir líflátshótun gegn boccia-þjálfara dóttur sinnar. Þjálfarinn er grunaður um að hafa brotið gegn þroskaskertum konum sem hann þjálfaði. Mál hans er á borði saksóknara eftir tæplega þriggja ára rannsókn hjá lögreglu. 23. mars 2018 06:00 Guðrún fagnar ákæru á hendur boccia þjálfara Þjálfarinn var kærður fyrir kynferðisbrot gegn þroskaskertri stúlku. 26. apríl 2018 23:37 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Fleiri fréttir Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Sjá meira
Verjandi gagnrýninn á áherslur ákæruvaldsins Verjandi konu sem ákærð er fyrir líflátshótun gegn grunuðum kynferðisbrotamanni, segist vera furðu lostinn yfir áherslum ákæruvaldsins. Maðurinn setti sig í samband við þroskaskerta dóttur hennar en mál gegn honum bíða afgreiðslu. 26. mars 2018 07:00
Ákærð fyrir líflátshótun í garð þjálfara Móðir þroskaskertrar konu hefur verið ákærð fyrir líflátshótun gegn boccia-þjálfara dóttur sinnar. Þjálfarinn er grunaður um að hafa brotið gegn þroskaskertum konum sem hann þjálfaði. Mál hans er á borði saksóknara eftir tæplega þriggja ára rannsókn hjá lögreglu. 23. mars 2018 06:00
Guðrún fagnar ákæru á hendur boccia þjálfara Þjálfarinn var kærður fyrir kynferðisbrot gegn þroskaskertri stúlku. 26. apríl 2018 23:37