Skoða takmarkanir á starfsemi hótels eftir ítrekuð afskipti Sveinn Arnarsson skrifar 12. maí 2018 09:30 Hoffellsjökull er skriðjökull úr Vatnajökli. Hótelið kúrir þar í skjóli jökulsins. Fréttablaðið/Veðurstofa Íslands Heilbrigðisstofnun Austurlands íhugar að takmarka starfsemi hótelsins Jöklaveraldar að Hoffelli við Hornafjörð. Heilbrigðisnefndin telur starfseminni ekki hagað í samræmi við starfsleyfi og hefur ítrekað óskað eftir gögnum frá rekstraraðilum til að meta áætlun eigenda um úrbætur. Þrúðmar Þrúðmarsson, eigandi hótelsins, segir fyrirtækið ekki hafa fengið beiðni um gögn frá heilbrigðiseftirlitinu. Jöklaveröld í Hoffelli er um tuttugu kílómetra frá Höfn í Hornafirði og liggur við Hoffellsjökul sem er skriðjökull úr Vatnajökli. Fyrirtækið býður upp á gistiþjónustu á staðnum ásamt veitingastað og fimm heitir pottar eru á svæðinu þar sem gestir geta virt fyrir sér náttúrufegurðina meðan þeir lauga sig í pottunum. Heilbrigðiseftirlit Austurlands hefur ítrekað haft afskipti af fyrirtækinu síðustu mánuði. Frestur til að skila inn tímasettri áætlun um hvernig fyrirtækið ætlaði sér að uppfylla ákvæði reglugerðar um hollustuhætti á sund- og baðstöðum er varðar heilnæmi baðvatns, rann út í lok janúar. Fyrirtækið fékk frest til loka febrúar til að skila inn úrbótaáætlun. Á næsta fundi nefndarinnar, þann 19. mars, hafði áætlunin komið en að mati nefndarinnar skorti á þau gögn og var frekari gagna óskað. Þau hafa enn ekki borist eftirlitsaðilanum. Heilbrigðisfulltrúi fór því í rannsókn á staðnum þann 25. apríl síðastliðinn þar sem fimm frávik voru skráð. Matvæli voru til að mynda geymd í þvottahúsi þar sem efnavara væri meðhöndluð og öll óhrein rúmföt hótelsins væru þrifin í því þvottahúsi. Einnig er að mati eftirlitsins ekki hægt að tryggja heilnæmi baðvatns á staðnum þar sem skráningu á mælingum sé ábótavant. Að auki voru engin gögn um virkt eftirlit með matvælum á staðnum og salerni starfsmanna opnuðust beint inn í eldhús sem er óheimilt samkvæmt reglugerð. Þrúðmar Þrúðmarsson staðfestir að úttekt heilbrigðisfulltrúa hafi farið fram og að hann hafi sent úrbótaáætlun til heilbrigðiseftirlitsins. Hins vegar kannist hann ekki við að eftirlitið hafi óskað eftir einhverjum viðbótargögnum í málinu. Hann sagðist þurfa að kynna sér málið betur til að geta rætt það frekar. Birtist í Fréttablaðinu Hornafjörður Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fleiri fréttir „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Sjá meira
Heilbrigðisstofnun Austurlands íhugar að takmarka starfsemi hótelsins Jöklaveraldar að Hoffelli við Hornafjörð. Heilbrigðisnefndin telur starfseminni ekki hagað í samræmi við starfsleyfi og hefur ítrekað óskað eftir gögnum frá rekstraraðilum til að meta áætlun eigenda um úrbætur. Þrúðmar Þrúðmarsson, eigandi hótelsins, segir fyrirtækið ekki hafa fengið beiðni um gögn frá heilbrigðiseftirlitinu. Jöklaveröld í Hoffelli er um tuttugu kílómetra frá Höfn í Hornafirði og liggur við Hoffellsjökul sem er skriðjökull úr Vatnajökli. Fyrirtækið býður upp á gistiþjónustu á staðnum ásamt veitingastað og fimm heitir pottar eru á svæðinu þar sem gestir geta virt fyrir sér náttúrufegurðina meðan þeir lauga sig í pottunum. Heilbrigðiseftirlit Austurlands hefur ítrekað haft afskipti af fyrirtækinu síðustu mánuði. Frestur til að skila inn tímasettri áætlun um hvernig fyrirtækið ætlaði sér að uppfylla ákvæði reglugerðar um hollustuhætti á sund- og baðstöðum er varðar heilnæmi baðvatns, rann út í lok janúar. Fyrirtækið fékk frest til loka febrúar til að skila inn úrbótaáætlun. Á næsta fundi nefndarinnar, þann 19. mars, hafði áætlunin komið en að mati nefndarinnar skorti á þau gögn og var frekari gagna óskað. Þau hafa enn ekki borist eftirlitsaðilanum. Heilbrigðisfulltrúi fór því í rannsókn á staðnum þann 25. apríl síðastliðinn þar sem fimm frávik voru skráð. Matvæli voru til að mynda geymd í þvottahúsi þar sem efnavara væri meðhöndluð og öll óhrein rúmföt hótelsins væru þrifin í því þvottahúsi. Einnig er að mati eftirlitsins ekki hægt að tryggja heilnæmi baðvatns á staðnum þar sem skráningu á mælingum sé ábótavant. Að auki voru engin gögn um virkt eftirlit með matvælum á staðnum og salerni starfsmanna opnuðust beint inn í eldhús sem er óheimilt samkvæmt reglugerð. Þrúðmar Þrúðmarsson staðfestir að úttekt heilbrigðisfulltrúa hafi farið fram og að hann hafi sent úrbótaáætlun til heilbrigðiseftirlitsins. Hins vegar kannist hann ekki við að eftirlitið hafi óskað eftir einhverjum viðbótargögnum í málinu. Hann sagðist þurfa að kynna sér málið betur til að geta rætt það frekar.
Birtist í Fréttablaðinu Hornafjörður Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fleiri fréttir „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Sjá meira