Landfylling við Örfirisey gæti hýst bíllausa byggð Grétar Þór Sigurðsson skrifar 12. maí 2018 10:00 Í hugmyndinni er gert ráð fyrir landfyllingum við Örfirisey. Framboð Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík hefur kynnt hugmyndir um aukið framboð húsnæðis vestarlega í borginni. Þar á meðal er hugmynd um 4.000 íbúða bíllausa byggð í Örfirisey. Hugmyndin er að miklu leyti byggð á nýjum landfyllingum sem þyrfti að gera við núverandi landsvæði í Örfirisey. Í kynningarefni frá flokknum segir einnig að án bílaumferðar megi nýta meira svæði undir íbúðarhúsnæði. Hugmynd flokksins gerir ráð fyrir bílastæðahúsi við jaðar byggðarinnar sem gerir íbúum kleift að eiga bíl. Bílar færu hins vegar ekki inn í hverfið. Einnig er gert ráð fyrir göngu- og hjólabrú yfir til Hörpu sem tengir Örfirisey þannig við miðbæinn. Brúin yrði opnanleg til þess að hindra ekki aðkomu báta og skipa að höfninni. „Í fyrsta lagi er þetta sem við leggjum fram hugmynd,“ segir Hildur Björnsdóttir, sem er í öðru sæti á lista flokksins, um bíllausa byggð í Örfirisey. Hún bendir á að alltaf þyrfti að fara fram hugmyndasamkeppni um útlit svæðisins áður en ráðist yrði í frekara skipulag. Í kynningarefninu er sagt að áhersla sé lögð á búsetukosti sem svara áhuga ungs fólks. „Hugmyndin er að ýta undir að byggðar verði litlar og hagkvæmar einingar,“ segir Hildur. „Það er ekki dýrt að ráðast í landfyllingu,“ segir Hildur þegar hún er spurð að því hvort ekki sé líklegt að kostnaður við landfyllingar muni hækka verð lóðanna. Hún segir þvert á móti landfyllingu geta verið góða fjárfestingu fyrir borgina sem skili hagnaði í kjölfar lóðasölu. Þá segir í kynningunni að flokkurinn vilji skoða að í Örfirisey verði í boði öðruvísi búsetuform en almennt tíðkast. Þar er um að ræða fjölbýli með smáum íbúðum og sameiginlegri aðstöðu, til að mynda kaffihúsi og sameiginlegu þvottahúsi. Flokkurinn leggur einnig til að svokallaður BSÍ-reitur verði notaður til uppbyggingar á allt að 600 íbúðum. Reiturinn sem er um fimm hektarar að stærð er allur í eigu Reykjavíkurborgar. Í kynningarefninu er sagt að byggð á þessum svæðum muni leiða til þess að fleiri geti búið í námunda við stærstu vinnustaði borgarinnar. Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2018 Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Fleiri fréttir Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Sjá meira
Framboð Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík hefur kynnt hugmyndir um aukið framboð húsnæðis vestarlega í borginni. Þar á meðal er hugmynd um 4.000 íbúða bíllausa byggð í Örfirisey. Hugmyndin er að miklu leyti byggð á nýjum landfyllingum sem þyrfti að gera við núverandi landsvæði í Örfirisey. Í kynningarefni frá flokknum segir einnig að án bílaumferðar megi nýta meira svæði undir íbúðarhúsnæði. Hugmynd flokksins gerir ráð fyrir bílastæðahúsi við jaðar byggðarinnar sem gerir íbúum kleift að eiga bíl. Bílar færu hins vegar ekki inn í hverfið. Einnig er gert ráð fyrir göngu- og hjólabrú yfir til Hörpu sem tengir Örfirisey þannig við miðbæinn. Brúin yrði opnanleg til þess að hindra ekki aðkomu báta og skipa að höfninni. „Í fyrsta lagi er þetta sem við leggjum fram hugmynd,“ segir Hildur Björnsdóttir, sem er í öðru sæti á lista flokksins, um bíllausa byggð í Örfirisey. Hún bendir á að alltaf þyrfti að fara fram hugmyndasamkeppni um útlit svæðisins áður en ráðist yrði í frekara skipulag. Í kynningarefninu er sagt að áhersla sé lögð á búsetukosti sem svara áhuga ungs fólks. „Hugmyndin er að ýta undir að byggðar verði litlar og hagkvæmar einingar,“ segir Hildur. „Það er ekki dýrt að ráðast í landfyllingu,“ segir Hildur þegar hún er spurð að því hvort ekki sé líklegt að kostnaður við landfyllingar muni hækka verð lóðanna. Hún segir þvert á móti landfyllingu geta verið góða fjárfestingu fyrir borgina sem skili hagnaði í kjölfar lóðasölu. Þá segir í kynningunni að flokkurinn vilji skoða að í Örfirisey verði í boði öðruvísi búsetuform en almennt tíðkast. Þar er um að ræða fjölbýli með smáum íbúðum og sameiginlegri aðstöðu, til að mynda kaffihúsi og sameiginlegu þvottahúsi. Flokkurinn leggur einnig til að svokallaður BSÍ-reitur verði notaður til uppbyggingar á allt að 600 íbúðum. Reiturinn sem er um fimm hektarar að stærð er allur í eigu Reykjavíkurborgar. Í kynningarefninu er sagt að byggð á þessum svæðum muni leiða til þess að fleiri geti búið í námunda við stærstu vinnustaði borgarinnar.
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2018 Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Fleiri fréttir Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Sjá meira