Fagnar gullnu tækifæri Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 12. maí 2018 11:00 Cho Myoung-gyon, sameiningarráðherra Suður-Kóreu. Vísir/EPA Gullið tækifæri er nú til þess að ná fram algerri kjarnorkuafvopnun og varanlegum friði á Kóreuskaga. Þetta sagði Cho Myoung-gyon, sameiningarráðherra Suður-Kóreu, á ráðstefnu í höfuðborginni Seúl. „Við vitum ekki hvort eða hvenær slíkt tækifæri býðst aftur,“ sagði Cho. Að mati ráðherrans eru kjöraðstæður nú til að ná þessum markmiðum í ljósi góðs fundar Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, og Moon Jae-in, forseta Suður-Kóreu, sem haldinn var í landamærabænum Panmunjom rétt fyrir mánaðamót. Þar sammæltust leiðtogarnir meðal annars um að vinna að kjarnorkuafvopnun og formlegum lokum Kóreustríðsins. „Ekki var hægt að fylgja eftir samningum sem náðust í fyrri leiðtogaviðræðum þar sem þær voru haldnar þegar þáverandi forsetar Suður-Kóreu áttu lítið eftir af kjörtímabili sínu. Nú eru horfur betri þar sem fundurinn var haldinn snemma á kjörtímabilinu,“ sagði Cho enn fremur og vísaði til leiðtogafunda sem haldnir voru árin 2000 og 2007. Senn líður að leiðtogafundi Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, með Kim. Hann verður haldinn í Singapúr þann 12. júní næstkomandi. Þá mun Moon forseti heimsækja Trump til Washington 22. maí. Á ráðstefnunni í gær sagði Cho að Moon og Trump myndu á fundi sínum í Washington útkljá allar deilur um hvernig væri best að nálgast Norður-Kóreu. Þá mun Suður-Kórea eiga í sams konar viðræðum við Kína, að því er suðurkóreski miðillinn Yonhap greinir frá. Reuters greindi frá því í gær að Singapúr hafi orðið fyrir valinu þar sem ríkið er tiltölulega hlutlaust og vegna þess að norðurkóreska sendinefndin þarf ekki að fljúga langt til að komast á áfangastað. Frá því að Kim varð einræðisherra árið 2011 hefur hann bara ferðast einu sinni til útlanda með flugi, svo vitað sé. Það var í síðustu viku þegar hann ræddi við Xi Jinping, forseta Kína, í Dalian. Flaug hann þangað á Ilyushin-62M einkaþotu sinni á meðan flogið var með glæsikerru hans á áfangastað í fraktflugvél. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Útsending komin í lag Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Fleiri fréttir Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Sjá meira
Gullið tækifæri er nú til þess að ná fram algerri kjarnorkuafvopnun og varanlegum friði á Kóreuskaga. Þetta sagði Cho Myoung-gyon, sameiningarráðherra Suður-Kóreu, á ráðstefnu í höfuðborginni Seúl. „Við vitum ekki hvort eða hvenær slíkt tækifæri býðst aftur,“ sagði Cho. Að mati ráðherrans eru kjöraðstæður nú til að ná þessum markmiðum í ljósi góðs fundar Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, og Moon Jae-in, forseta Suður-Kóreu, sem haldinn var í landamærabænum Panmunjom rétt fyrir mánaðamót. Þar sammæltust leiðtogarnir meðal annars um að vinna að kjarnorkuafvopnun og formlegum lokum Kóreustríðsins. „Ekki var hægt að fylgja eftir samningum sem náðust í fyrri leiðtogaviðræðum þar sem þær voru haldnar þegar þáverandi forsetar Suður-Kóreu áttu lítið eftir af kjörtímabili sínu. Nú eru horfur betri þar sem fundurinn var haldinn snemma á kjörtímabilinu,“ sagði Cho enn fremur og vísaði til leiðtogafunda sem haldnir voru árin 2000 og 2007. Senn líður að leiðtogafundi Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, með Kim. Hann verður haldinn í Singapúr þann 12. júní næstkomandi. Þá mun Moon forseti heimsækja Trump til Washington 22. maí. Á ráðstefnunni í gær sagði Cho að Moon og Trump myndu á fundi sínum í Washington útkljá allar deilur um hvernig væri best að nálgast Norður-Kóreu. Þá mun Suður-Kórea eiga í sams konar viðræðum við Kína, að því er suðurkóreski miðillinn Yonhap greinir frá. Reuters greindi frá því í gær að Singapúr hafi orðið fyrir valinu þar sem ríkið er tiltölulega hlutlaust og vegna þess að norðurkóreska sendinefndin þarf ekki að fljúga langt til að komast á áfangastað. Frá því að Kim varð einræðisherra árið 2011 hefur hann bara ferðast einu sinni til útlanda með flugi, svo vitað sé. Það var í síðustu viku þegar hann ræddi við Xi Jinping, forseta Kína, í Dalian. Flaug hann þangað á Ilyushin-62M einkaþotu sinni á meðan flogið var með glæsikerru hans á áfangastað í fraktflugvél.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Útsending komin í lag Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Fleiri fréttir Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Sjá meira