Lögfræðingur Weinstein telur að konurnar séu ekki að segja satt Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 11. maí 2018 14:45 Weinstein komst upp með að áreita og beita konur kynferðislegu ofbeldi um áratugaskeið óáreittur. Vísir/AFP Í viðtali við BBC sagði Benjamin Brafman lögfræðingur Harvey Weinstein að fyrrum framleiðandinn sé núna einmana og reiður en þeir ræða saman tuttugu sinnum á dag. Weinstein hefur bæði tapað starfinu og fjölskyldunni. Lögregla rannsakar nú mál gegn honum í Los Angeles, New York og London. Meira en 80 konur hafa stigið fram með ásakanir gegn Weinstein síðan í október, meðal annars vegna nauðgunar. Lögfræðingurinn telur að konurnar sem hafa stigið fram með ásakanir gegn Weinstein séu ekki að segja sannleikann. „Þetta er eitt af skrítnustu málum sem ég hef komið nálægt.“ Lögfræðingurinn viðurkennir að Weinstein gæti hafa hegðað sér á óviðeigandi hátt, en segir að hann hafi ekki gert neitt ólöglegt. Brafman óttast samt að Weinstein myndi ekki fá sanngjörn réttarhöld. Niðurlægð og brotin Georgina Chapman fyrrum eiginkona Harvey Weinstein sagði í viðtali við Vogue í vikunni að hún hafi ekki vitað um kynferðislega áreitni og ofbeldi hans. Þetta er fyrsta skiptið sem hún tjáir sig opinberlega eftir skilnaðinn. Í viðtali nuvið Vogue viðurkenndi Chapman að hún hafi varla farið út úr húsi síðustu mánuði, síðan fyrstu fréttirnar birtust um kynferðislega áreitni og kynferðisofbeldi Weinstein. Sjá einnig: Eiginkona Harvey Weinstein opnar sig í fyrsta skipti eftir skilnaðinn „Ég hélt að ég væri í hamingjusömu sambandi, ég elskaði líf mitt,“ segir Chapman. Hún segir í viðtalinu að Weinstein hafi ferðast mikið og því hafi hún verið alveg grunlaus. „Ég léttist um fjögur og hálft kíló á fimm dögum, ég hélt engum mat niðri,“ segir Chapman um fyrstu dagana eftir að fréttirnar birtust um Weinstein. „Ég vissi að ég þyrfti að fara og taka börnin í burtu.“ Weinstein og Chapman giftust árið 2007 og eiga saman tvö börn. Í október tilkynnti hún um skilnaðinn. Hún segist hafa verið bæði ringluð og reið síðustu mánuði. „Ég var svo niðurlægð og svo brotin.“ MeToo Mál Harvey Weinstein Bandaríkin Tengdar fréttir Ashley Judd í mál við Harvey Weinstein Harvey Weinstein á að hafa beitt áhrifum sínum í Hollywood til að koma í veg fyrir framgang Judd í starfi. 30. apríl 2018 23:53 Eiginkona Harvey Weinstein opnar sig í fyrsta skipti eftir skilnaðinn Georgina Chapman, fyrrverandi eiginkona Harvey Weinstein og annar stofnenda tískuhússins Marchesa, hefur tjáð sig í fyrsta skiptið eftir ásakanirnar á hendur fyrrum eiginmanni hennar komu fram í október síðastliðnum. Hún segist hafa verið grunlaus um hegðun Weinstein. 10. maí 2018 17:26 Umfjöllun um Harvey Weinstein hlaut Pulitzer-verðlaunin Umfjöllunin leiddi til þess að Weinstein var útskúfaður úr kvikmyndabransanum en fjöldi kvenna steig fram og lýsti ýmist kynferðislegu áreiti eða ofbeldi Weinstein í þeirra garð. 16. apríl 2018 23:40 Neyðarsími vegna kynferðisofbeldis á Cannes kvikmyndahátíðinni Ein af þeim nauðgunum sem Harvey Weinstein er sakaður um átti sér stað á Cannes hátíðinni, 27. apríl 2018 23:30 Mest lesið Segir sig frá hlutverkinu vegna óánægju með upprunann Bíó og sjónvarp Dragi úr trúverðugleika Eddunnar og útiloki fagfólk Bíó og sjónvarp Fréttatía vikunnar: Handboltinn, SA og tvífarar Lífið „Með rauf á rassi ef mér verður brátt í brók“ Tíska og hönnun Ellefu milljónir fyrir óskrifaða óperu Menning Catherine O'Hara er látin Lífið Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið Óbilandi trú á eigin ágæti Gagnrýni Brotist inn til sjónvarpsstjörnu og fótboltakappa Lífið Djammaði með feðgunum Kára og Agli Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Handboltinn, SA og tvífarar Catherine O'Hara er látin Brotist inn til sjónvarpsstjörnu og fótboltakappa „Ég er femínisti“ Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Sjá meira
Í viðtali við BBC sagði Benjamin Brafman lögfræðingur Harvey Weinstein að fyrrum framleiðandinn sé núna einmana og reiður en þeir ræða saman tuttugu sinnum á dag. Weinstein hefur bæði tapað starfinu og fjölskyldunni. Lögregla rannsakar nú mál gegn honum í Los Angeles, New York og London. Meira en 80 konur hafa stigið fram með ásakanir gegn Weinstein síðan í október, meðal annars vegna nauðgunar. Lögfræðingurinn telur að konurnar sem hafa stigið fram með ásakanir gegn Weinstein séu ekki að segja sannleikann. „Þetta er eitt af skrítnustu málum sem ég hef komið nálægt.“ Lögfræðingurinn viðurkennir að Weinstein gæti hafa hegðað sér á óviðeigandi hátt, en segir að hann hafi ekki gert neitt ólöglegt. Brafman óttast samt að Weinstein myndi ekki fá sanngjörn réttarhöld. Niðurlægð og brotin Georgina Chapman fyrrum eiginkona Harvey Weinstein sagði í viðtali við Vogue í vikunni að hún hafi ekki vitað um kynferðislega áreitni og ofbeldi hans. Þetta er fyrsta skiptið sem hún tjáir sig opinberlega eftir skilnaðinn. Í viðtali nuvið Vogue viðurkenndi Chapman að hún hafi varla farið út úr húsi síðustu mánuði, síðan fyrstu fréttirnar birtust um kynferðislega áreitni og kynferðisofbeldi Weinstein. Sjá einnig: Eiginkona Harvey Weinstein opnar sig í fyrsta skipti eftir skilnaðinn „Ég hélt að ég væri í hamingjusömu sambandi, ég elskaði líf mitt,“ segir Chapman. Hún segir í viðtalinu að Weinstein hafi ferðast mikið og því hafi hún verið alveg grunlaus. „Ég léttist um fjögur og hálft kíló á fimm dögum, ég hélt engum mat niðri,“ segir Chapman um fyrstu dagana eftir að fréttirnar birtust um Weinstein. „Ég vissi að ég þyrfti að fara og taka börnin í burtu.“ Weinstein og Chapman giftust árið 2007 og eiga saman tvö börn. Í október tilkynnti hún um skilnaðinn. Hún segist hafa verið bæði ringluð og reið síðustu mánuði. „Ég var svo niðurlægð og svo brotin.“
MeToo Mál Harvey Weinstein Bandaríkin Tengdar fréttir Ashley Judd í mál við Harvey Weinstein Harvey Weinstein á að hafa beitt áhrifum sínum í Hollywood til að koma í veg fyrir framgang Judd í starfi. 30. apríl 2018 23:53 Eiginkona Harvey Weinstein opnar sig í fyrsta skipti eftir skilnaðinn Georgina Chapman, fyrrverandi eiginkona Harvey Weinstein og annar stofnenda tískuhússins Marchesa, hefur tjáð sig í fyrsta skiptið eftir ásakanirnar á hendur fyrrum eiginmanni hennar komu fram í október síðastliðnum. Hún segist hafa verið grunlaus um hegðun Weinstein. 10. maí 2018 17:26 Umfjöllun um Harvey Weinstein hlaut Pulitzer-verðlaunin Umfjöllunin leiddi til þess að Weinstein var útskúfaður úr kvikmyndabransanum en fjöldi kvenna steig fram og lýsti ýmist kynferðislegu áreiti eða ofbeldi Weinstein í þeirra garð. 16. apríl 2018 23:40 Neyðarsími vegna kynferðisofbeldis á Cannes kvikmyndahátíðinni Ein af þeim nauðgunum sem Harvey Weinstein er sakaður um átti sér stað á Cannes hátíðinni, 27. apríl 2018 23:30 Mest lesið Segir sig frá hlutverkinu vegna óánægju með upprunann Bíó og sjónvarp Dragi úr trúverðugleika Eddunnar og útiloki fagfólk Bíó og sjónvarp Fréttatía vikunnar: Handboltinn, SA og tvífarar Lífið „Með rauf á rassi ef mér verður brátt í brók“ Tíska og hönnun Ellefu milljónir fyrir óskrifaða óperu Menning Catherine O'Hara er látin Lífið Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið Óbilandi trú á eigin ágæti Gagnrýni Brotist inn til sjónvarpsstjörnu og fótboltakappa Lífið Djammaði með feðgunum Kára og Agli Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Handboltinn, SA og tvífarar Catherine O'Hara er látin Brotist inn til sjónvarpsstjörnu og fótboltakappa „Ég er femínisti“ Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Sjá meira
Ashley Judd í mál við Harvey Weinstein Harvey Weinstein á að hafa beitt áhrifum sínum í Hollywood til að koma í veg fyrir framgang Judd í starfi. 30. apríl 2018 23:53
Eiginkona Harvey Weinstein opnar sig í fyrsta skipti eftir skilnaðinn Georgina Chapman, fyrrverandi eiginkona Harvey Weinstein og annar stofnenda tískuhússins Marchesa, hefur tjáð sig í fyrsta skiptið eftir ásakanirnar á hendur fyrrum eiginmanni hennar komu fram í október síðastliðnum. Hún segist hafa verið grunlaus um hegðun Weinstein. 10. maí 2018 17:26
Umfjöllun um Harvey Weinstein hlaut Pulitzer-verðlaunin Umfjöllunin leiddi til þess að Weinstein var útskúfaður úr kvikmyndabransanum en fjöldi kvenna steig fram og lýsti ýmist kynferðislegu áreiti eða ofbeldi Weinstein í þeirra garð. 16. apríl 2018 23:40
Neyðarsími vegna kynferðisofbeldis á Cannes kvikmyndahátíðinni Ein af þeim nauðgunum sem Harvey Weinstein er sakaður um átti sér stað á Cannes hátíðinni, 27. apríl 2018 23:30
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“