Bandaríkin

Fréttamynd

Leita í rústum íbúðahúsa

Hjálparstarfsmen í Kænugarði, höfuðborg Úkraínu, leita nú að fólki sem liggur í rústum íbúðahúsnæðis. Rússar siguðu yfir fimm hundruð sprengjudrónum á höfðuborgina í nótt.

Erlent
Fréttamynd

Er þetta bóla?

Miðað við þá mikla möguleika sem gervigreindinni fylgir en einnig gífurlegum fjölda óþekktra stærða, getur nánast enginn sagt með vissu hvort fjárfestar hegða sér óskynsamlega. Ég ráðlegg því engum að setja allt sitt á gervigreindina nema þeir séu tilbúnir að tapa öllu ef illa fer.

Umræðan
Fréttamynd

Ís­lenskur mágur Rex Heuermann efins um ó­dæði hans

„Ég veit eiginlega ekki hvað ég á að segja. Ég trúi þessu ekki upp á hann, þannig lagað séð. Ekki miðað við það litla sem ég þekki til hans. Manni finnst þetta ótrúlegt,“ segir bróðir hinnar íslensku Ásu Ellerup en Ása er eiginkona Rex Heuermann, sem sætir ákæru í einu umfangsmesta og alvarlegasta sakamáli sem komið hefur upp vestanhafs á seinni árum.

Lífið
Fréttamynd

Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein

Bandarísk stjórnvöld hafa fundið yfir milljón skjöl sem gætu tengs máli barnaníðingsins Jeffrey Epstein. Þó nokkur skjöl hafa verið birt opinberlega og stendur til að birta nýju skjölin.

Erlent
Fréttamynd

Kynnti drög að nýrri friðar­á­ætlun

Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti greindi frá helstu atriðum í tuttugu punkta drögum að friðarsamkomulagi sem Úkraína og Bandaríkin hafa til skoðunar. Forsetinn trúir því að drögin gætu orðið grunnurinn að friðarsamkomulagi þeirra við Rússa.

Erlent
Fréttamynd

Blússandi hag­vöxtur í Banda­ríkjunum

Hagvöxtur í Bandaríkjunum jókst hraðar en björtustu spár höfðu gert ráð fyrir á þriðja ársfjórðungi, þar sem útflutningur jókst og innlend eftirspurn var sterk. Hagvöxtur mælist nú 4,3 á ársgrundvelli, en á öðrum ársfjórðungi mældist hann 3,8 prósent, og er því um að ræða mesta hagvöxt sem mælst hefur á síðustu tveimur árum.

Erlent
Fréttamynd

Cooper bað móðurina um hönd Hadid

Leikarinn Bradley Cooper er sagður hafa beðið Yolöndu Hadid um hönd dóttur hennar, ofurfyrirsætunnar Gigi Hadid. Parið hefur verið saman í rúmlega tvö ár og eiga hvort um sig eitt barn úr fyrra sambandi. 

Lífið
Fréttamynd

Kín­verjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela

Stjórnvöld í Kína og Rússlandi hafa lýst yfir stuðningi við Venesúela, á sama tíma og Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur hvatt til stjórnarskipta í landinu og stöðvað olíuflutningaskip og hótað því að halda olíunni eða selja.

Erlent
Fréttamynd

Skapari Call of Duty lést í bíl­slysi

Vince Zampella, einn skapara hinna vinsælu Call of Duty-tölvuleikja, er látinn eftir að hafa lent í bílslysi í Kaliforníu í Bandaríkjunum á sunnudag. Hann varð 55 ára.

Erlent
Fréttamynd

„Banda­ríkin eiga ekki að taka yfir Græn­land“

Utanríkisráðherra Danmerkur hyggst boða sendiherra Bandaríkjanna í Danmörku á fund sinn til að ræða skipun Bandaríkjaforseta á sendifulltrúa fyrir Grænland. Fjöldi leiðtoga í Evrópusambandinu segist standa með Dönum.

Erlent
Fréttamynd

Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram

James Ransone, bandarískur leikari sem er hvað helst þekktur fyrir hlutverk sitt í „The Wire“, einum bestu sjónvarpsþáttum allra tíma, lést á föstudag, aðeins 46 ára gamall. Réttarlæknir í Los Angeles segir að Ransone hafi svipt sig lífi.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Málið sem Trump getur ekki losað sig við

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, og ráðgjafar hans í Hvíta húsinu eru sagðir hafa vonast til þess að geta losnað við vandræðin sem fylgt hafa máli Jeffreys Epstein í vikunni. Það átti að gerast með opinberun Epstein-skjalanna svokölluðu sem dómsmálaráðuneytið átti að birta í heilu lagi á föstudaginn.

Erlent
Fréttamynd

Minnkar vægi er­lendra hluta­bréfa og býst við „mun minni upp­skeru“ vestan­hafs

Ólíkt öðrum stærstu lífeyrissjóðum landsins þá hefur Birta sett sér það markmið fyrir komandi ár að minnka áfram vægi erlendra hlutabréfa í eignasafninu. Stjórnendur sjóðsins benda á að með hliðsjón af efnahagshorfum og verðlagningu á alþjóðlegum hlutabréfamörkuðum, einkum í Bandaríkjunum, þá ættu fjárfestar að „vonast eftir hinu besta en undirbúa sig fyrir eitthvað minna.“

Innherji
Fréttamynd

Sex­tán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur

Skjöl sem vonast var til að varpað gætu frekara ljósi á mál barnaníðingsins Jeffrey Epstein virðast innihalda fáar nýjar upplýsingar. Ný skjöl frá 2007 sýna að rannsakendur ræddu við unga konu sem sagðist hafa fengið greitt fyrir að útvega Epstein stúlkur.

Erlent
Fréttamynd

Ljós­myndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump

Hið minnsta sextán skrár hafa verið fjarlægðar af opinni vefsíðu bandaríska dómsmálaráðuneytisins sem höfðu verið opinberaðar í gær í tengslum við barnaníðinginn Jeffrey Epstein. Þar á meðal hefur skjal sem sýndi ljósmynd af Donald Trump Bandaríkjaforseta horfið af vefsíðu ráðuneytisins, en ekki liggur fyrir hvers vegna.

Erlent