Sér líkindi með málflutningi Ragnars Þórs og Donald Trump Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. maí 2018 10:53 Ásta S. Fjeldsted, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Ásta Sigríður Fjeldsted, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands, segir það koma á óvart að ekki glennist fleiri augu af undrun þegar formaður VR staðfesti að hann hafni tölfræði og staðreyndum frá alþjóðlegum stofnunum. Vísar Ásta til þess þegar formaðurinn Ragnar Þór Ingólfsson gaf lítið fyrir tölur Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) og Hagstofu Evrópusambandsins (Eurostat) í umræðuþætti á Hringbraut á dögunum.Ragnar Þór Ingólfsson gefur lítið fyrir tölur OECD og Eurostat.VÍSIR/STEFÁNTölurnar „meingallaðar“ Í þættinum voru laun á Íslandi til umræðu. Benti Konráð Guðjónsson, hagfræðingur Viðskiptaráðs, á að í samanburði við Norðurlöndin væri jöfnuður meiri. Lægsta tekjufimmundin hefði hlutfallslega hærri ráðstöfunartekjur hér á landi en annars staðar. Ragnar Þór gaf lítið fyrir þessar upplýsingar Konráðs og sagði það margsinnis hafa sýnt sig að tölur frá OECD og Eurostat gætu verið meingallaðar. Þær lýsi ekki raunveruleikanum og önnur leið til að komast að hinu rétta sé að bera saman stöðu fólks í sambærilegum stöðum á Norðurlöndunum. Konráð blöskraði að formaður VR vildi horfa framhjá tölum OECD og Eurostat en byggja á eigin samanburði VR. Undir þetta tekur Ásta Sigríður í pistli sínum á heimasíðu Viðskiptaráðs. Nefnir hún Donald Trump til samanburðar.Brot úr þættinum má sjá hér að neðan.„Þegar forseti Bandaríkjanna slær um sig með heimatilbúnum „staðreyndum“ og falsfréttum til að sannfæra samlanda og heimsbyggðina um ágæti stefnu sinnar eða, sem er kannski algengara, sitt eigið ágæti, þá stendur ekki á kjánahrolli. Í upplýstu samfélagi eins og á Íslandi þar sem frelsi fjölmiðla er almennt talið gott og fréttaflutningur trúverðugur er ólíklegt að við gleypum við slíkum falsfréttum,“ segir Ásta Sigríður. „Það kemur því á óvart að ekki glennist augu fleiri af undrun þegar forystumaður í verkalýðshreyfingu landsins staðfestir í sjónvarpsútsendingu að hann hafni tölfræði og staðreyndum sem koma frá alþjóðlegum stofnunum á borð við OECD (Efnahags- og framfarastofnuninni) og Eurostat (Hagstofu ESB). Hann telur réttmætara að horfa til „raunverulegra dæma“ líkt og hagdeild VR hefur tekið saman og vitnar í rannsókn á vegum hagdeildar VR þar sem strætóbílstjórar í Svíþjóð og á Íslandi eru bornir saman. Staðan er víst „svört og hvít“ – slíkur er kjaramunur þessara einstaklinga.“ Opinberar hagtölur, þar með talið meðaltöl og dreifing tekna, séu skástu heildrænu samanburðarmælikvarðarnir á skiptingu gæða sem í boði séu. Þær sýni að sjálfsögðu ekki þau einstöku dæmi sem falli undir útreikninginn og ekki alla söguna ein og sér. Árni Oddur Þórðarson forstjóri Marels, er launahæsti forstjórinn í Kauphöllinni með tæplega átta milljónir króna á mánuði samkvæmt úttekt Kjarnans frá því í mars.Vísir/ValliKjör íslenskra forstjóra lægri en þeirra sænsku „Því var ekki úr vegi að kanna hvort þessi nýja staðreyndarnálgun myndi varpa nýju ljósi á aðra sambærilega hópa milli landa. Forstjórar hafa verið í kastljósinu að undanförnu vegna gífurlegra launahækkana. Því mætti kanna hvernig samanburður á launakjörum þeirra og forstjóra í Svíþjóð kæmi út. Til að tryggja nógu sterkt raundæmi voru forstjórar í kauphöllum landanna teknir fyrir. Þeir íslensku eru með um 4,7 milljónir króna að meðaltali á mánuði í heildarlaun á meðan miðgildi grunnlauna kauphallarforstjóra í Svíþjóð var um 7 milljónir íslenskra króna á mánuði. Við það bætast kaupaukagreiðslur Svíanna og annað sem getur auðveldlega tvöfaldað grunnlaunin og gefið þeim heildarlaun upp á rúmlega 14 milljónir króna á mánuði. Íslenskir kauphallarforstjórar eru því með töluvert lægri laun en þeir sænsku. Hér er staðan kannski ekki „svört og hvít“ – en klárlega aftur Svíum í hag.“ Ásta segir ofangreint mögulega óheppilegt dæmi þar sem kjör íslenskra forstjóra komi illa út í þessum samanburði milli landa. „Færu forstjórar landsins að taka upp aðferðafræði að þessari fyrirmynd í sínum samningaviðræðum er hætt við að mörgum þætti nóg um.“ Kjaramál Mest lesið Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Viðskipti innlent Búi sig undir að berja í borðið Viðskipti innlent Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Viðskipti innlent Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Bindur vonir við „plan B“ Viðskipti innlent SFS vilja margfalda fiskeldi og fagna erlendri fjárfestingu Viðskipti innlent Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sjá meira
Ásta Sigríður Fjeldsted, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands, segir það koma á óvart að ekki glennist fleiri augu af undrun þegar formaður VR staðfesti að hann hafni tölfræði og staðreyndum frá alþjóðlegum stofnunum. Vísar Ásta til þess þegar formaðurinn Ragnar Þór Ingólfsson gaf lítið fyrir tölur Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) og Hagstofu Evrópusambandsins (Eurostat) í umræðuþætti á Hringbraut á dögunum.Ragnar Þór Ingólfsson gefur lítið fyrir tölur OECD og Eurostat.VÍSIR/STEFÁNTölurnar „meingallaðar“ Í þættinum voru laun á Íslandi til umræðu. Benti Konráð Guðjónsson, hagfræðingur Viðskiptaráðs, á að í samanburði við Norðurlöndin væri jöfnuður meiri. Lægsta tekjufimmundin hefði hlutfallslega hærri ráðstöfunartekjur hér á landi en annars staðar. Ragnar Þór gaf lítið fyrir þessar upplýsingar Konráðs og sagði það margsinnis hafa sýnt sig að tölur frá OECD og Eurostat gætu verið meingallaðar. Þær lýsi ekki raunveruleikanum og önnur leið til að komast að hinu rétta sé að bera saman stöðu fólks í sambærilegum stöðum á Norðurlöndunum. Konráð blöskraði að formaður VR vildi horfa framhjá tölum OECD og Eurostat en byggja á eigin samanburði VR. Undir þetta tekur Ásta Sigríður í pistli sínum á heimasíðu Viðskiptaráðs. Nefnir hún Donald Trump til samanburðar.Brot úr þættinum má sjá hér að neðan.„Þegar forseti Bandaríkjanna slær um sig með heimatilbúnum „staðreyndum“ og falsfréttum til að sannfæra samlanda og heimsbyggðina um ágæti stefnu sinnar eða, sem er kannski algengara, sitt eigið ágæti, þá stendur ekki á kjánahrolli. Í upplýstu samfélagi eins og á Íslandi þar sem frelsi fjölmiðla er almennt talið gott og fréttaflutningur trúverðugur er ólíklegt að við gleypum við slíkum falsfréttum,“ segir Ásta Sigríður. „Það kemur því á óvart að ekki glennist augu fleiri af undrun þegar forystumaður í verkalýðshreyfingu landsins staðfestir í sjónvarpsútsendingu að hann hafni tölfræði og staðreyndum sem koma frá alþjóðlegum stofnunum á borð við OECD (Efnahags- og framfarastofnuninni) og Eurostat (Hagstofu ESB). Hann telur réttmætara að horfa til „raunverulegra dæma“ líkt og hagdeild VR hefur tekið saman og vitnar í rannsókn á vegum hagdeildar VR þar sem strætóbílstjórar í Svíþjóð og á Íslandi eru bornir saman. Staðan er víst „svört og hvít“ – slíkur er kjaramunur þessara einstaklinga.“ Opinberar hagtölur, þar með talið meðaltöl og dreifing tekna, séu skástu heildrænu samanburðarmælikvarðarnir á skiptingu gæða sem í boði séu. Þær sýni að sjálfsögðu ekki þau einstöku dæmi sem falli undir útreikninginn og ekki alla söguna ein og sér. Árni Oddur Þórðarson forstjóri Marels, er launahæsti forstjórinn í Kauphöllinni með tæplega átta milljónir króna á mánuði samkvæmt úttekt Kjarnans frá því í mars.Vísir/ValliKjör íslenskra forstjóra lægri en þeirra sænsku „Því var ekki úr vegi að kanna hvort þessi nýja staðreyndarnálgun myndi varpa nýju ljósi á aðra sambærilega hópa milli landa. Forstjórar hafa verið í kastljósinu að undanförnu vegna gífurlegra launahækkana. Því mætti kanna hvernig samanburður á launakjörum þeirra og forstjóra í Svíþjóð kæmi út. Til að tryggja nógu sterkt raundæmi voru forstjórar í kauphöllum landanna teknir fyrir. Þeir íslensku eru með um 4,7 milljónir króna að meðaltali á mánuði í heildarlaun á meðan miðgildi grunnlauna kauphallarforstjóra í Svíþjóð var um 7 milljónir íslenskra króna á mánuði. Við það bætast kaupaukagreiðslur Svíanna og annað sem getur auðveldlega tvöfaldað grunnlaunin og gefið þeim heildarlaun upp á rúmlega 14 milljónir króna á mánuði. Íslenskir kauphallarforstjórar eru því með töluvert lægri laun en þeir sænsku. Hér er staðan kannski ekki „svört og hvít“ – en klárlega aftur Svíum í hag.“ Ásta segir ofangreint mögulega óheppilegt dæmi þar sem kjör íslenskra forstjóra komi illa út í þessum samanburði milli landa. „Færu forstjórar landsins að taka upp aðferðafræði að þessari fyrirmynd í sínum samningaviðræðum er hætt við að mörgum þætti nóg um.“
Kjaramál Mest lesið Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Viðskipti innlent Búi sig undir að berja í borðið Viðskipti innlent Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Viðskipti innlent Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Bindur vonir við „plan B“ Viðskipti innlent SFS vilja margfalda fiskeldi og fagna erlendri fjárfestingu Viðskipti innlent Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sjá meira
Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent
Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent