Oddvitaáskorunin: Draumur að vera trillukarl á Ströndum Samúel Karl Ólason skrifar 11. maí 2018 13:00 Þórólfur Júlían Dagson að blása í blöðrur. Vísir stendur fyrir Oddvitaáskoruninni 2018 þar sem skorað er á oddvita allra flokka í kjördæmum um land allt að taka þátt. Áskorunin felur í sér stutta kynningu og að svara nokkrum léttum spurningum. Þórólfur Júlían Dagson leiðir lista Pírata í Reykjanesbæ í sveitarstjórnarkosningunum. Þórólfur útskrifast frá Fisktækiskóla Suðurnesja í Grindavík sem Fisktæknir og hefur unnið við sjómennsku um árabil áður en hann hóf störf hjá Icelandair nýverið. Hann hefur verið talsmaður andstæðinga stóriðju í Helguvík sem barist hafa gegn því að hér rísi iðnaður sem veldur skaða á heilsu fólks. Einnig tók Þórólfur þátt í því að stofna íbúðafélag Suðurnesja með það markmið að koma á eðlilegum húsnæðismarkaði með ýmsum úrræðum fyrir bæjarbúa að koma sér þaki yfir höfuðið og var annar vara þingmaður Pírata í Suðurkjördæmi 2016. Þessi ásamt ýmsum öðrum málefnum Pírata brenna á Þórólfi og komu honum í oddvitasæti Pírata á Suðurnesjum fyrir sveitarstjórnarkosningar 2018 og hefur sinnt þeirri áskorun samviskusamlega. Þórólfur hefur setið í stjórn Pírata á Suðurnesjum frá 2016.Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi? Reykjanesið, Það er svo margt út á Reykjanesinu sem hægt er að skoða, Sandvík, brúin á milli heimsálfanna Gunnuhver og svo er góð upplifun að ganga upp á Valahnjúk, það er fallegt útsýnið að Eldey og á góðum veðurdegi getur maður séð háhyrninga og súlur stinga sér eftir síld þegar hún gengur inn röstina, fyrsti viti Íslands var byggður á Valahnjúki og var það verkefni Arnbjörns Ólafssonar að verða fyrsti vitavörður á íslandi (en Garðskagi og Garðskagaviti, Óskasteinarnir).Hvar á Íslandi myndir þú helst vilja búa? (Fyrir utan eigið sveitarfélag) Norðurfirði á ströndum, það væri draumurinn að vera trillu karl og róa frá Norðurfirði undir Hornbjargið og út á Hornbanka, svo gæti maður skellt sér í sund hvenær sem er í Krossneslaug.Hver er uppáhaldsmaturinn þinn? Franskar og Bernessósan á Hamborgarabúllu Tómasar. Hamborgarinn er bara meðlæti :DHvaða mat ert þú bestu/ur að elda? HumarsúpanUppáhalds „guilty pleasure“ lag? Bomfunk MC's - Track StarHvað er það vandræðalegasta sem komið hefur fyrir þig, sem segja má frá? Ekkert sem ég man því miður eftir.Draumaferðalagið? Sigla út frá Sandgerði snemma að kvöldi og stoppa við Eldey, leggja mig í svona 4 tíma og vakna svo með háhyrninga og súlur í æti allt í kringum mig, renna svo færunum niður og lenda í trölla ufsa. Fátt sem toppar það.Trúir þú á líf eftir dauðann? Nei, það sem þú skilur eftir þig eru minningar annara um þig.Besti hrekkurinn sem þú hefur gert eða lent í? Þegar dóttir mín faldi bíl lyklana mína þegar hún var þriggja ára gömul. Það tók heila viku að finna þá.Hundar eða kettir? Kettir.Uppáhalds „guilty pleasure“ bíómynd? American History X.Hvaða leikari ætti að leika þig í bíómynd? Chris Hemsworth.Í hvaða Game of Thrones ætt værir þú og af hverju? Targaryen.Hefur þú verið tekin/n af lögreglunni? Já.Uppáhalds tónlistarmaður? Hans Zimmer.Uppáhalds bókin? Dean Koontz - The Bad Place.Uppáhalds föstudagsdrykkur? Red-Bull.Uppáhalds þynnkumatur? Drekk ekki áfengi.Þegar þú ferð í fríið, sólarströnd eða menning? Sólarströnd.Hefur þú pissað í sundlaug? Já.Hvaða lag kemur þér í gírinn? Disturbed - Land Of Confusion.Er eitthvað smávægilegt sem farið hefur í taugarnar á þér í þínu sveitarfélagi sem þú vilt laga? Gatnamótin þegar maður kemur niður af grænásbrekku og niður að Njarðvíkurbraut, klárlega komin tími á Hringtorg þar.Á að banna flugelda? Nei, en það á að vera strangara eftirlit með innihaldi þeirra.Hvaða landsliðsmaður í knattspyrnu værir þú og af hverju? Klárlega Gylfi Þór Sigurðsson. Því við höfum báðir áhuga á útgerð og sjómennsku.Oddvitaáskorunin er hluti af kosningaumfjöllun Vísis. Öllum oddvitum á landinu býðst að taka þátt. Áhugasamir oddvitar geta verið í sambandi við samuel@stod2.is. Tekið verður við efni fram að kosningum. Kosningar 2018 Oddvitaáskorunin Mest lesið Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Lífið Vinur Patriks kom upp um hann Lífið Setja markið á 29. sætið Lífið Gurrý selur slotið Lífið Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Lífið Ekkert gefið eftir í elegansinum Tíska og hönnun Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Lífið Einar og Milla eiga von á barni Lífið Fleiri fréttir Vinur Patriks kom upp um hann Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Gurrý selur slotið Blöskrar tíminn sem þingmenn verja í tappatuð og gallabuxur Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Setja markið á 29. sætið Einar og Milla eiga von á barni Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lærði mikið af öllu hatrinu Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Sjá meira
Vísir stendur fyrir Oddvitaáskoruninni 2018 þar sem skorað er á oddvita allra flokka í kjördæmum um land allt að taka þátt. Áskorunin felur í sér stutta kynningu og að svara nokkrum léttum spurningum. Þórólfur Júlían Dagson leiðir lista Pírata í Reykjanesbæ í sveitarstjórnarkosningunum. Þórólfur útskrifast frá Fisktækiskóla Suðurnesja í Grindavík sem Fisktæknir og hefur unnið við sjómennsku um árabil áður en hann hóf störf hjá Icelandair nýverið. Hann hefur verið talsmaður andstæðinga stóriðju í Helguvík sem barist hafa gegn því að hér rísi iðnaður sem veldur skaða á heilsu fólks. Einnig tók Þórólfur þátt í því að stofna íbúðafélag Suðurnesja með það markmið að koma á eðlilegum húsnæðismarkaði með ýmsum úrræðum fyrir bæjarbúa að koma sér þaki yfir höfuðið og var annar vara þingmaður Pírata í Suðurkjördæmi 2016. Þessi ásamt ýmsum öðrum málefnum Pírata brenna á Þórólfi og komu honum í oddvitasæti Pírata á Suðurnesjum fyrir sveitarstjórnarkosningar 2018 og hefur sinnt þeirri áskorun samviskusamlega. Þórólfur hefur setið í stjórn Pírata á Suðurnesjum frá 2016.Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi? Reykjanesið, Það er svo margt út á Reykjanesinu sem hægt er að skoða, Sandvík, brúin á milli heimsálfanna Gunnuhver og svo er góð upplifun að ganga upp á Valahnjúk, það er fallegt útsýnið að Eldey og á góðum veðurdegi getur maður séð háhyrninga og súlur stinga sér eftir síld þegar hún gengur inn röstina, fyrsti viti Íslands var byggður á Valahnjúki og var það verkefni Arnbjörns Ólafssonar að verða fyrsti vitavörður á íslandi (en Garðskagi og Garðskagaviti, Óskasteinarnir).Hvar á Íslandi myndir þú helst vilja búa? (Fyrir utan eigið sveitarfélag) Norðurfirði á ströndum, það væri draumurinn að vera trillu karl og róa frá Norðurfirði undir Hornbjargið og út á Hornbanka, svo gæti maður skellt sér í sund hvenær sem er í Krossneslaug.Hver er uppáhaldsmaturinn þinn? Franskar og Bernessósan á Hamborgarabúllu Tómasar. Hamborgarinn er bara meðlæti :DHvaða mat ert þú bestu/ur að elda? HumarsúpanUppáhalds „guilty pleasure“ lag? Bomfunk MC's - Track StarHvað er það vandræðalegasta sem komið hefur fyrir þig, sem segja má frá? Ekkert sem ég man því miður eftir.Draumaferðalagið? Sigla út frá Sandgerði snemma að kvöldi og stoppa við Eldey, leggja mig í svona 4 tíma og vakna svo með háhyrninga og súlur í æti allt í kringum mig, renna svo færunum niður og lenda í trölla ufsa. Fátt sem toppar það.Trúir þú á líf eftir dauðann? Nei, það sem þú skilur eftir þig eru minningar annara um þig.Besti hrekkurinn sem þú hefur gert eða lent í? Þegar dóttir mín faldi bíl lyklana mína þegar hún var þriggja ára gömul. Það tók heila viku að finna þá.Hundar eða kettir? Kettir.Uppáhalds „guilty pleasure“ bíómynd? American History X.Hvaða leikari ætti að leika þig í bíómynd? Chris Hemsworth.Í hvaða Game of Thrones ætt værir þú og af hverju? Targaryen.Hefur þú verið tekin/n af lögreglunni? Já.Uppáhalds tónlistarmaður? Hans Zimmer.Uppáhalds bókin? Dean Koontz - The Bad Place.Uppáhalds föstudagsdrykkur? Red-Bull.Uppáhalds þynnkumatur? Drekk ekki áfengi.Þegar þú ferð í fríið, sólarströnd eða menning? Sólarströnd.Hefur þú pissað í sundlaug? Já.Hvaða lag kemur þér í gírinn? Disturbed - Land Of Confusion.Er eitthvað smávægilegt sem farið hefur í taugarnar á þér í þínu sveitarfélagi sem þú vilt laga? Gatnamótin þegar maður kemur niður af grænásbrekku og niður að Njarðvíkurbraut, klárlega komin tími á Hringtorg þar.Á að banna flugelda? Nei, en það á að vera strangara eftirlit með innihaldi þeirra.Hvaða landsliðsmaður í knattspyrnu værir þú og af hverju? Klárlega Gylfi Þór Sigurðsson. Því við höfum báðir áhuga á útgerð og sjómennsku.Oddvitaáskorunin er hluti af kosningaumfjöllun Vísis. Öllum oddvitum á landinu býðst að taka þátt. Áhugasamir oddvitar geta verið í sambandi við samuel@stod2.is. Tekið verður við efni fram að kosningum.
Kosningar 2018 Oddvitaáskorunin Mest lesið Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Lífið Vinur Patriks kom upp um hann Lífið Setja markið á 29. sætið Lífið Gurrý selur slotið Lífið Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Lífið Ekkert gefið eftir í elegansinum Tíska og hönnun Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Lífið Einar og Milla eiga von á barni Lífið Fleiri fréttir Vinur Patriks kom upp um hann Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Gurrý selur slotið Blöskrar tíminn sem þingmenn verja í tappatuð og gallabuxur Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Setja markið á 29. sætið Einar og Milla eiga von á barni Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lærði mikið af öllu hatrinu Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Sjá meira