Ráðherra óviss um nauðsyn breytinga á meiðyrðalöggjöf Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 10. maí 2018 11:00 Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra segist ekki viss um að allir séu sammála um nauðsyn þess að breyta löggjöf um meiðyrði þrátt fyrir fjölda dóma gegn Íslandi frá Mannréttindadómstólnum í Strassborg. Vísir/Ernir Dómsmál Þingsályktunartillögu um endurskoðun löggjafar um ærumeiðingar var vísað til ríkisstjórnarinnar með atkvæðagreiðslu á Alþingi fyrr í vikunni. Markmið endurskoðunarinnar er að ná betur utan um tjáningarfrelsisákvæði Mannréttindasáttmála Evrópu eins og það hefur verið túlkað af Mannréttindadómstólnum. Á árunum 2012 til 2017 hefur íslenska ríkið verið dæmt sex sinnum af Mannréttindadómstólnum fyrir brot gegn tjáningarfrelsi fjölmiðlamanna sem hlotið höfðu dóma fyrir meiðyrði fyrir íslenskum dómstólum. Í öllum tilvikum reyndi á ákvæði hegningarlaga um aðdróttanir í garð nafngreindrar persónu. Í dómunum var í raun ekki sett út á lagaákvæðið sjálft heldur beitingu þess fyrir íslenskum dómstólum. Ekki verður hins vegar séð að dómarnir hafi haft áhrif á dómaframkvæmd hér á landi sem veldur því að tjáningarfrelsi blaðamanna er reglulegt umræðuefni í samfélaginu, ekki síst meðal blaðamanna og stjórnmálamanna sem vilja bæta úr. Þingmál hljóta brautargengi á Alþingi, vinnuhópar og nefndir eru skipaðar, frumvörp verða til. Lögunum hefur þó enn ekki verið breytt og dómaframkvæmd íslenskra dómstóla er sú sama. „Ég er ekki alveg viss um að það séu allir sammála um hvort það sé einhver þörf á að breyta þessu,“ segir Sigríður Andersen dómsmálaráðherra aðspurð um endurskoðun löggjafarinnar, sem er á hennar málefnasviði. Hún segist munu bíða niðurstöðu nefndar forsætisráðherra og sjá hvað hún leggur til. „Ef niðurstaðan er sú að menn telji að það þurfi að breyta einhverju þá gerum við það auðvitað,“ segir Sigríður en hyggst þó bíða álits refsiréttarnefndar áður en til þess kæmi enda kunni ólík sjónarmið að vera uppi um nauðsyn breytinga. „Menn hafa stundum verið að misskilja dóma Mannréttindadómstólsins í þessu þannig að það þarf að skoða þetta vel,“ segir ráðherra. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Sjá meira
Dómsmál Þingsályktunartillögu um endurskoðun löggjafar um ærumeiðingar var vísað til ríkisstjórnarinnar með atkvæðagreiðslu á Alþingi fyrr í vikunni. Markmið endurskoðunarinnar er að ná betur utan um tjáningarfrelsisákvæði Mannréttindasáttmála Evrópu eins og það hefur verið túlkað af Mannréttindadómstólnum. Á árunum 2012 til 2017 hefur íslenska ríkið verið dæmt sex sinnum af Mannréttindadómstólnum fyrir brot gegn tjáningarfrelsi fjölmiðlamanna sem hlotið höfðu dóma fyrir meiðyrði fyrir íslenskum dómstólum. Í öllum tilvikum reyndi á ákvæði hegningarlaga um aðdróttanir í garð nafngreindrar persónu. Í dómunum var í raun ekki sett út á lagaákvæðið sjálft heldur beitingu þess fyrir íslenskum dómstólum. Ekki verður hins vegar séð að dómarnir hafi haft áhrif á dómaframkvæmd hér á landi sem veldur því að tjáningarfrelsi blaðamanna er reglulegt umræðuefni í samfélaginu, ekki síst meðal blaðamanna og stjórnmálamanna sem vilja bæta úr. Þingmál hljóta brautargengi á Alþingi, vinnuhópar og nefndir eru skipaðar, frumvörp verða til. Lögunum hefur þó enn ekki verið breytt og dómaframkvæmd íslenskra dómstóla er sú sama. „Ég er ekki alveg viss um að það séu allir sammála um hvort það sé einhver þörf á að breyta þessu,“ segir Sigríður Andersen dómsmálaráðherra aðspurð um endurskoðun löggjafarinnar, sem er á hennar málefnasviði. Hún segist munu bíða niðurstöðu nefndar forsætisráðherra og sjá hvað hún leggur til. „Ef niðurstaðan er sú að menn telji að það þurfi að breyta einhverju þá gerum við það auðvitað,“ segir Sigríður en hyggst þó bíða álits refsiréttarnefndar áður en til þess kæmi enda kunni ólík sjónarmið að vera uppi um nauðsyn breytinga. „Menn hafa stundum verið að misskilja dóma Mannréttindadómstólsins í þessu þannig að það þarf að skoða þetta vel,“ segir ráðherra.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Sjá meira