Bílaleigur kvíða nýjum reglum um hraðasektir Jóhann Óli Eiðsson skrifar 10. maí 2018 07:15 Verði tillögurnar að lögum mun eigandi bifreiðar þurfa að borga sektina ef ekki stofnast punktar í ökuferilsskrá vegna hennar. Vísir/Pjetur Samtök aðila í ferðaþjónustu (SAF) og Samtök atvinnulífsins (SA) gera alvarlegar athugasemdir við fyrirhugaða breytingu á umferðarlögum sem gerir ráð fyrir hlutlægri ábyrgð vegna hraðaksturs sem myndaður er af hraðamyndavélum. Breytingin gæti haft umtalsverðan kostnað í för með sér fyrir bílaleigur landsins. Drög að frumvarpi til nýrra umferðarlaga voru kynnt í samráðsgátt ríkisstjórnarinnar í lok febrúar. Meðal nýmæla sem lögð eru til er að sekta skráðan eiganda ökutækis ef bíl hans er ekið yfir hámarkshraða eða gegn rauðu ljósi og slíkt brot er fest á filmu af löggæslumyndavél. Það verður skilyrði fyrir beitingu ákvæðisins að hraðinn sé ekki slíkur að punktar stofnist í ökuferilsskrá ökumannsins. Umrætt ákvæði var einnig í frumvarpi til umferðarlaga 2010 en það náði ekki fram að ganga. Hinn 9. nóvember í fyrra var sagt frá því í Fréttablaðinu að fjórðungur sekta vegna hraðaksturs við hraðamyndavélar innheimtist ekki. Langstærstan hluta þeirra má rekja til aksturs erlendra ferðamanna en aðeins tæpur helmingur þeirra greiðir sektir vegna brota sinna. Varlega áætluð upphæð vegna slíkra brota árið 2016 nemur um 160 milljónum króna. Þó er mögulegt að sú upphæð sé talsvert hærri.Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri SAF„SAF hafa ítrekað gert athugasemd við drögin hvað varðar að eigendur bifreiða séu gerðir ábyrgir fyrir hraðasektum sem ekki varða punktum. Við höfum bent á að slíkt heimildarákvæði eigi sér enga hliðstæðu í íslensku réttarfari,“ segir Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri SAF. Samtök atvinnulífsins, sem SAF á aðild að, gerðu athugasemdir við fyrirhugaða breytingu í umsögn um drögin í samráðsgáttinni. Er meðal annars bent á að það sé gífurlega algengt hér á landi að ökumaður bifreiðar sé ekki skráður eigandi hennar. Í þessu samhengi er bent meðal annars á tilvik sem varða hin ýmsu fyrirtæki sem rækja starfsemi hér á landi og ökumenn bílaleigubíla. „Kostir [hlutlægrar ábyrgðar] eru einkum þeir að með henni verður eftirlit og úrlausn brota gegn ákvæðum um aksturshraða gert skilvirkara í framkvæmd. […] Með þessu fyrirkomulagi er eiganda eða umráðamanni ökutækis gert skylt að hafa virka umsjón og eftirlit með ökutæki sínu, til dæmis gagnvart nánum aðstandendum, svo sem maka eða börnum, og gera þær ráðstafanir sem nauðsynlegar eru svo að það sé ekki notað með þeim hætti sem fer í bága við framangreindar reglur umferðarlaga,“ segir í athugasemdum í frumvarpsdrögunum. „Það er ljóst að bílaleigur geta ekki innheimt greiðslur ökumanna af greiðslukortum án samþykkis korthafa. Einnig er vandséð hvort og hvernig eigendum ökutækja sé með fullnægjandi hætti heimilt að grípa til og gera þær ráðstafanir sem nauðsynlegar eru svo að það sé ekki notað með þeim hætti sem fer í bága við framangreindar reglur umferðarlaga. Er því að mati samtakanna um að ræða verulega íþyngjandi skyldur sem lagðar eru á herðar eigendum,“ segir Helga. Birtist í Fréttablaðinu Samgöngur Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Fleiri fréttir Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Sjá meira
Samtök aðila í ferðaþjónustu (SAF) og Samtök atvinnulífsins (SA) gera alvarlegar athugasemdir við fyrirhugaða breytingu á umferðarlögum sem gerir ráð fyrir hlutlægri ábyrgð vegna hraðaksturs sem myndaður er af hraðamyndavélum. Breytingin gæti haft umtalsverðan kostnað í för með sér fyrir bílaleigur landsins. Drög að frumvarpi til nýrra umferðarlaga voru kynnt í samráðsgátt ríkisstjórnarinnar í lok febrúar. Meðal nýmæla sem lögð eru til er að sekta skráðan eiganda ökutækis ef bíl hans er ekið yfir hámarkshraða eða gegn rauðu ljósi og slíkt brot er fest á filmu af löggæslumyndavél. Það verður skilyrði fyrir beitingu ákvæðisins að hraðinn sé ekki slíkur að punktar stofnist í ökuferilsskrá ökumannsins. Umrætt ákvæði var einnig í frumvarpi til umferðarlaga 2010 en það náði ekki fram að ganga. Hinn 9. nóvember í fyrra var sagt frá því í Fréttablaðinu að fjórðungur sekta vegna hraðaksturs við hraðamyndavélar innheimtist ekki. Langstærstan hluta þeirra má rekja til aksturs erlendra ferðamanna en aðeins tæpur helmingur þeirra greiðir sektir vegna brota sinna. Varlega áætluð upphæð vegna slíkra brota árið 2016 nemur um 160 milljónum króna. Þó er mögulegt að sú upphæð sé talsvert hærri.Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri SAF„SAF hafa ítrekað gert athugasemd við drögin hvað varðar að eigendur bifreiða séu gerðir ábyrgir fyrir hraðasektum sem ekki varða punktum. Við höfum bent á að slíkt heimildarákvæði eigi sér enga hliðstæðu í íslensku réttarfari,“ segir Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri SAF. Samtök atvinnulífsins, sem SAF á aðild að, gerðu athugasemdir við fyrirhugaða breytingu í umsögn um drögin í samráðsgáttinni. Er meðal annars bent á að það sé gífurlega algengt hér á landi að ökumaður bifreiðar sé ekki skráður eigandi hennar. Í þessu samhengi er bent meðal annars á tilvik sem varða hin ýmsu fyrirtæki sem rækja starfsemi hér á landi og ökumenn bílaleigubíla. „Kostir [hlutlægrar ábyrgðar] eru einkum þeir að með henni verður eftirlit og úrlausn brota gegn ákvæðum um aksturshraða gert skilvirkara í framkvæmd. […] Með þessu fyrirkomulagi er eiganda eða umráðamanni ökutækis gert skylt að hafa virka umsjón og eftirlit með ökutæki sínu, til dæmis gagnvart nánum aðstandendum, svo sem maka eða börnum, og gera þær ráðstafanir sem nauðsynlegar eru svo að það sé ekki notað með þeim hætti sem fer í bága við framangreindar reglur umferðarlaga,“ segir í athugasemdum í frumvarpsdrögunum. „Það er ljóst að bílaleigur geta ekki innheimt greiðslur ökumanna af greiðslukortum án samþykkis korthafa. Einnig er vandséð hvort og hvernig eigendum ökutækja sé með fullnægjandi hætti heimilt að grípa til og gera þær ráðstafanir sem nauðsynlegar eru svo að það sé ekki notað með þeim hætti sem fer í bága við framangreindar reglur umferðarlaga. Er því að mati samtakanna um að ræða verulega íþyngjandi skyldur sem lagðar eru á herðar eigendum,“ segir Helga.
Birtist í Fréttablaðinu Samgöngur Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Fleiri fréttir Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Sjá meira