Ætla að standa í hárinu á Kína Samúel Karl Ólason skrifar 29. maí 2018 23:47 James Mattis, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna. Vísir/AP Bandaríkin munu standa í hárinu á Kínverjum varðandi hervæðingu þeirra í Suður-Kínahafi. Þetta segir James Mattis, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, og heldur hann því fram að yfirvöld í Peking hafi ekki staðið við loforð sitt um að koma vopnum ekki fyrir á Spratly-eyjum. Mattis segir að herskip ríkisins muni halda siglingum sínum um Suður-Kínahaf áfram og að svo virðist sem að einungis eitt ríki setji sig á móti þeim siglingum. Kína. Á blaðamannafundi í Singapúr í gærkvöldi sagði Mattis að Bandaríkin myndu starfa með þjóðum Kyrrahafsins en þeir myndu þó ekki sætta sig við brot á alþjóðalögum. Kínverjar hafa gert tilkall til nánast alls Suður-Kínahafs og hafa þeir byggt upp heilu eyjurnar á hafsvæðinu þar sem talið er að finna megi umtalsverðar olíu- og gasauðlindir. Herstöðvar og flugvellir hafa verið byggðir á þessum eyjum og hefur vopnum verið komið fyrir á þeim. Alþjóðagerðadómurinn í Haag sagði árið 2016 að tilkall Kína á Suður-Kyrrahafi væri ólöglegt en Kínverjar viðurkenna ekki þá niðurstöðu. Nú um helgina sendu Kínverjar herskip og orrustuþotur gegn tveimur herskipum Bandaríkjanna sem siglt var um svæðið. Taívan, Filippseyjar, Víetnam, Malasía og Brúnei gera einnig tilkall til hluta hafsins en þau byggja þó á 200 mílna reglum Sameinuðu þjóðanna um efnahagslögsögu ríkja. Mattis sagði aðrar þjóðir á svæðinu hafa áhyggjur af hervæðingu Kínverja og þær vilji að frjálsar siglingar um hafið verði tryggðar. Nú nýlega dróu Bandaríkin til baka boð til herafla Kína um að taka þátt í fjölþjóða heræfingum í Kyrrahafinu. Sögðu þeir það hafa verið gert vegna vísbendinga um að Kínverjar hefðu komið fyrir eldflaugum sem hannaðar séu til að granda jafnt skipum sem og flugvélum fyrir í Suður-Kyrrahafi. Bandaríkin krefjast þess að vopn þessi, og önnur vopn, verði fjarlægð af svæðinu. Kínverjar segjast í fullum rétti þegar kemur að hervæðingu Suður-Kínahafs. Svæðið sé hluti af þeirra ríki. Brúnei Filippseyjar Kína Malasía Suður-Kínahaf Tengdar fréttir Snúa sér að Kína og Rússlandi Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna opinberaði í dag nýja varnarstefnu ríkisins, sem kallast National Defense Strategy, og beinist hún að mestu að því að sporna gegn áhrifum Kína og Rússlands. 19. janúar 2018 17:00 Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Fleiri fréttir Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Sjá meira
Bandaríkin munu standa í hárinu á Kínverjum varðandi hervæðingu þeirra í Suður-Kínahafi. Þetta segir James Mattis, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, og heldur hann því fram að yfirvöld í Peking hafi ekki staðið við loforð sitt um að koma vopnum ekki fyrir á Spratly-eyjum. Mattis segir að herskip ríkisins muni halda siglingum sínum um Suður-Kínahaf áfram og að svo virðist sem að einungis eitt ríki setji sig á móti þeim siglingum. Kína. Á blaðamannafundi í Singapúr í gærkvöldi sagði Mattis að Bandaríkin myndu starfa með þjóðum Kyrrahafsins en þeir myndu þó ekki sætta sig við brot á alþjóðalögum. Kínverjar hafa gert tilkall til nánast alls Suður-Kínahafs og hafa þeir byggt upp heilu eyjurnar á hafsvæðinu þar sem talið er að finna megi umtalsverðar olíu- og gasauðlindir. Herstöðvar og flugvellir hafa verið byggðir á þessum eyjum og hefur vopnum verið komið fyrir á þeim. Alþjóðagerðadómurinn í Haag sagði árið 2016 að tilkall Kína á Suður-Kyrrahafi væri ólöglegt en Kínverjar viðurkenna ekki þá niðurstöðu. Nú um helgina sendu Kínverjar herskip og orrustuþotur gegn tveimur herskipum Bandaríkjanna sem siglt var um svæðið. Taívan, Filippseyjar, Víetnam, Malasía og Brúnei gera einnig tilkall til hluta hafsins en þau byggja þó á 200 mílna reglum Sameinuðu þjóðanna um efnahagslögsögu ríkja. Mattis sagði aðrar þjóðir á svæðinu hafa áhyggjur af hervæðingu Kínverja og þær vilji að frjálsar siglingar um hafið verði tryggðar. Nú nýlega dróu Bandaríkin til baka boð til herafla Kína um að taka þátt í fjölþjóða heræfingum í Kyrrahafinu. Sögðu þeir það hafa verið gert vegna vísbendinga um að Kínverjar hefðu komið fyrir eldflaugum sem hannaðar séu til að granda jafnt skipum sem og flugvélum fyrir í Suður-Kyrrahafi. Bandaríkin krefjast þess að vopn þessi, og önnur vopn, verði fjarlægð af svæðinu. Kínverjar segjast í fullum rétti þegar kemur að hervæðingu Suður-Kínahafs. Svæðið sé hluti af þeirra ríki.
Brúnei Filippseyjar Kína Malasía Suður-Kínahaf Tengdar fréttir Snúa sér að Kína og Rússlandi Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna opinberaði í dag nýja varnarstefnu ríkisins, sem kallast National Defense Strategy, og beinist hún að mestu að því að sporna gegn áhrifum Kína og Rússlands. 19. janúar 2018 17:00 Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Fleiri fréttir Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Sjá meira
Snúa sér að Kína og Rússlandi Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna opinberaði í dag nýja varnarstefnu ríkisins, sem kallast National Defense Strategy, og beinist hún að mestu að því að sporna gegn áhrifum Kína og Rússlands. 19. janúar 2018 17:00
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent