Mannskaðinn á Púertó Ríkó margfalt meiri en opinberar tölur segja Kjartan Kjartansson skrifar 29. maí 2018 19:12 Fellibylurinn María lék Púertó Ríkó grátt í september í fyrra og setur enn mark sitt á daglegt líf íbúa þar. Vísir/EPA Að minnsta kosti 4.645 manns létu lífið vegna fellibylsins Maríu sem gekk yfir Púertó Ríkó í fyrra samkvæmt nýrri rannsókn heilbrigðisvísindamanna. Opinberar tölur um mannskaðann segja hins vegar að aðeins 64 hafi farist af völdum fellibylsins. Rannsóknin beindi sjónum að röskunum á heilbrigðisþjónustu og grunnþjónustu við aldraða og langveika á eyjunni eftir að María olli eyðileggingu þar í september. Rafmagn er ekki enn komið á sums staðar á eyjunni vegna skemmdanna sem urðu á raforkukerfinu. Washington Post segir að sumir bæir hafi verið algerlega einangraðir í nokkrar vikur eftir fellibylinn.Heilbrigðisþjónusta á eyjunni var í lamasessi eftir Maríu. Olíuvaraaflstöðvar sáu þeim fyrir rafmagni en á sama tíma varð vart við olíuskort í landinu. Flytja þurfti alvarlega veika sjúklinga til meginlands Bandaríkjanna þar sem ekki var hægt að veita þeim þá meðferð sem þurftu á að halda á eyjunni. „Niðurstöður okkar benda til þess að opinber tala látinna um 64 sé verulegt vanmat af raunverulegri byrði dauðsfalla eftir fellibylinn Maríu,“ segja höfundar rannsóknarinnar. Opinberu tölurnar hafa enda sætt harðri gagnrýndi sérfræðinga og eyjaskeggja. Rannsakendurnir gagnrýna stjórnvöld á Púertó Ríkó fyrir hvernig þau töldu þá sem létust og tregðu til að deila upplýsingum. Það skaði áætlanagerð fyrir náttúruhamfarir í framtíðinni. Tjónið af völdum Maríu er talið nema um níutíu milljörðum dollara. Það er það þriðja mesta á bandarísku landsvæði frá árinu 1900. Sjúkrahús þurfti að keyra á olíuvaraaflstöðvum Íbúar Púertó Ríkó glíma enn við vatnsskort, óáreiðanlegt rafmagn og skort á grunnþjónustu þó að átta mánuðir séu liðnir frá hamförunum. Ríkisstjórn Donalds Trump forseta hefur verið gagnrýnd fyrir að taka neyðarástandið á Púertó Ríkó eftir fellibylinn ekki eins föstum tökum og eftir stóra fellibyli sem gengu yfir Texas og Flórída. Púertó Ríkó er bandarískt yfirráðasvæði. Trump gerði lítið til að breyta þeirri ásýnd þegar hann tísti um að íbúar eyjarinnar vildu fá allt upp í hendurnar og tengdi neyðaraðstoð við erfiða fjárhagsstöðu yfirvalda þar. Tengdar fréttir Hátt í hálf milljón enn án rafmagns á Púertó Ríkó eftir fellibylinn í haust Fjórir mánuðir eru liðnir frá því að versti stormur sem gengið hafði yfir Púertó Ríkó í 85 ár olli usla þar. 25. janúar 2018 18:33 Segir íbúa Puerto Rico vilja fá allt upp í hendurnar Donald Trump kennir demókrötum um ummæli borgarstjóra San Juan varðandi hægvirkt hjálparstarf. 30. september 2017 12:11 Bandaríkjastjórn hættir neyðaraðstoð við Púertó Ríkó Enn er stór hluti íbúa eyjarinnar án rafmagns og í dreifbýli er aðgangur að hreinu vatni og mat enn takmarkaður. 31. janúar 2018 10:25 Tjón vegna náttúruhamfara í Bandaríkjunum hefur aldrei verið meira Í heildina nam tjón af völdum náttúruhamfara í Bandaríkjunum rúmum 300 milljörðum dollara í fyrra. 8. janúar 2018 16:36 Þingmaður grét þegar hann ræddi Puerto Rico „Bandaríkin eru öflugasta og auðugasta þjóð heimsins og þetta eru ekki viðbrögð sem sýna mátt okkar og auð.“ 1. október 2017 07:53 Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Skyndilegur brottrekstur kornið sem fyllti mælinn Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Fleiri fréttir Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Sjá meira
Að minnsta kosti 4.645 manns létu lífið vegna fellibylsins Maríu sem gekk yfir Púertó Ríkó í fyrra samkvæmt nýrri rannsókn heilbrigðisvísindamanna. Opinberar tölur um mannskaðann segja hins vegar að aðeins 64 hafi farist af völdum fellibylsins. Rannsóknin beindi sjónum að röskunum á heilbrigðisþjónustu og grunnþjónustu við aldraða og langveika á eyjunni eftir að María olli eyðileggingu þar í september. Rafmagn er ekki enn komið á sums staðar á eyjunni vegna skemmdanna sem urðu á raforkukerfinu. Washington Post segir að sumir bæir hafi verið algerlega einangraðir í nokkrar vikur eftir fellibylinn.Heilbrigðisþjónusta á eyjunni var í lamasessi eftir Maríu. Olíuvaraaflstöðvar sáu þeim fyrir rafmagni en á sama tíma varð vart við olíuskort í landinu. Flytja þurfti alvarlega veika sjúklinga til meginlands Bandaríkjanna þar sem ekki var hægt að veita þeim þá meðferð sem þurftu á að halda á eyjunni. „Niðurstöður okkar benda til þess að opinber tala látinna um 64 sé verulegt vanmat af raunverulegri byrði dauðsfalla eftir fellibylinn Maríu,“ segja höfundar rannsóknarinnar. Opinberu tölurnar hafa enda sætt harðri gagnrýndi sérfræðinga og eyjaskeggja. Rannsakendurnir gagnrýna stjórnvöld á Púertó Ríkó fyrir hvernig þau töldu þá sem létust og tregðu til að deila upplýsingum. Það skaði áætlanagerð fyrir náttúruhamfarir í framtíðinni. Tjónið af völdum Maríu er talið nema um níutíu milljörðum dollara. Það er það þriðja mesta á bandarísku landsvæði frá árinu 1900. Sjúkrahús þurfti að keyra á olíuvaraaflstöðvum Íbúar Púertó Ríkó glíma enn við vatnsskort, óáreiðanlegt rafmagn og skort á grunnþjónustu þó að átta mánuðir séu liðnir frá hamförunum. Ríkisstjórn Donalds Trump forseta hefur verið gagnrýnd fyrir að taka neyðarástandið á Púertó Ríkó eftir fellibylinn ekki eins föstum tökum og eftir stóra fellibyli sem gengu yfir Texas og Flórída. Púertó Ríkó er bandarískt yfirráðasvæði. Trump gerði lítið til að breyta þeirri ásýnd þegar hann tísti um að íbúar eyjarinnar vildu fá allt upp í hendurnar og tengdi neyðaraðstoð við erfiða fjárhagsstöðu yfirvalda þar.
Tengdar fréttir Hátt í hálf milljón enn án rafmagns á Púertó Ríkó eftir fellibylinn í haust Fjórir mánuðir eru liðnir frá því að versti stormur sem gengið hafði yfir Púertó Ríkó í 85 ár olli usla þar. 25. janúar 2018 18:33 Segir íbúa Puerto Rico vilja fá allt upp í hendurnar Donald Trump kennir demókrötum um ummæli borgarstjóra San Juan varðandi hægvirkt hjálparstarf. 30. september 2017 12:11 Bandaríkjastjórn hættir neyðaraðstoð við Púertó Ríkó Enn er stór hluti íbúa eyjarinnar án rafmagns og í dreifbýli er aðgangur að hreinu vatni og mat enn takmarkaður. 31. janúar 2018 10:25 Tjón vegna náttúruhamfara í Bandaríkjunum hefur aldrei verið meira Í heildina nam tjón af völdum náttúruhamfara í Bandaríkjunum rúmum 300 milljörðum dollara í fyrra. 8. janúar 2018 16:36 Þingmaður grét þegar hann ræddi Puerto Rico „Bandaríkin eru öflugasta og auðugasta þjóð heimsins og þetta eru ekki viðbrögð sem sýna mátt okkar og auð.“ 1. október 2017 07:53 Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Skyndilegur brottrekstur kornið sem fyllti mælinn Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Fleiri fréttir Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Sjá meira
Hátt í hálf milljón enn án rafmagns á Púertó Ríkó eftir fellibylinn í haust Fjórir mánuðir eru liðnir frá því að versti stormur sem gengið hafði yfir Púertó Ríkó í 85 ár olli usla þar. 25. janúar 2018 18:33
Segir íbúa Puerto Rico vilja fá allt upp í hendurnar Donald Trump kennir demókrötum um ummæli borgarstjóra San Juan varðandi hægvirkt hjálparstarf. 30. september 2017 12:11
Bandaríkjastjórn hættir neyðaraðstoð við Púertó Ríkó Enn er stór hluti íbúa eyjarinnar án rafmagns og í dreifbýli er aðgangur að hreinu vatni og mat enn takmarkaður. 31. janúar 2018 10:25
Tjón vegna náttúruhamfara í Bandaríkjunum hefur aldrei verið meira Í heildina nam tjón af völdum náttúruhamfara í Bandaríkjunum rúmum 300 milljörðum dollara í fyrra. 8. janúar 2018 16:36
Þingmaður grét þegar hann ræddi Puerto Rico „Bandaríkin eru öflugasta og auðugasta þjóð heimsins og þetta eru ekki viðbrögð sem sýna mátt okkar og auð.“ 1. október 2017 07:53