Það vakti athygli þegar Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, var með aðra höndina í fatla þegar hann setti þingfund fyrr í dag.
Að sögn Bjargar Evu Erlendsdóttir, framkvæmdastjóra Vinstri grænna, þurfti Steingrímur að gangast undir aðgerð á öxl vegna álagsmeiðsla. Var um heilmikla aðgerð að ræða að sögn framkvæmdastjórans.
„Hann er svo mikill íþróttamaður hann Steingrímur og fór bara ekki vel með sig. Hann var í allskonar og á endanum var öxlin á honum orðin slæm,“ segir Björg.
Hún segir að það væru mögulega ekki margir komnir til baka í vinnu eftir svona aðgerð. „En, hann Steingrímur er garpur,“ segir Björg.
Forseti Alþingis í fatla eftir aðgerð
Birgir Olgeirsson skrifar
