Klósettkrísa í Grímsey Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 29. maí 2018 13:09 Íbúar í Grímsey vilja úrbætur á salernismálum. visir.is/pjetur sigurðsson Íbúar í Grímsey eiga von á fjörutíu skemmtiferðaskipum í sumar en eins og staðan hefur verið er aðeins ein salernisaðstaða í boði fyrir ferðalanga. Jóhannes Gísli Henningsson, formaður hverfisráðs Grímseyjar, segist vera vongóður um að Akureyrarbær geri úrbætur á salernismálum fyrir sumarið. Vikudagur sagði fyrst frá þessu. Í fundargerð hverfisráðs Grímseyjar er farið þess á leit við Akureyrarbæ að gerðar verði úrbætur á salernismálum: „Nú í ár koma hátt í 40 skemmtiferðaskip til Grímseyjar auk allra ferðamanna sem koma með ferju eða flugi. Það er brýn nauðsyn að bæta hérna salernismál. Fyrir er eitt klósett í Galleríinu. Galleríið er pínulítið og getur ekki tekið á móti mörgum í einu og er þetta mikið álag á húsnæðið. Einnig eru tvö klósett og finnst okkur ekki hægt að bjóða eigandanum upp á það að beina þeim ferðamönnum þangað sem ekki eru viðskiptavinir staðarins,“ segir í fundargerð. Í samtali við Vísi segir Jóhannes Gísli að þetta standi allt vonandi til bóta. Aukinn ferðamannastraumur sé nýr veruleiki fyrir íbúa í Grímsey. „Síðastliðin tvö ár hefur ferðamönnum fjölgað og hefur þetta aldrei verið eins mikið og núna.“Úrbætur í tæka tíðJóhannes segir samstarfið við Akureyrarbæ heilt yfir hafa verið gott en það sé engu að síður brýnt að setja salernismálin í forgang. „Við vildum vekja athygli á þessu við þau [bæjarstjórn Akureyrar], svo þessi mál verði komin í lag með sumrinu og svo það sé ekki farið of seint af stað.“ Umræða um skort á salernisaðstöðu á fjölförnum ferðamannastöðum komst í hámæli síðasta sumar þegar skilti, sem banna fólki að ganga örna sinna, voru sett upp víða um landið. Sameining Akureyrarkaupstaðar og Grímseyjarhrepps var samþykkt á vormánuðum 2009. Hvernig standa málin eftir sameiningu?„Það er ekki undan neinu að kvarta, það er verið að laga ýmsa hluti. Það er margt sem mætti betur fara en það er líka búið að gera margt. Þetta er vonandi í ferli og leysist vonandi nú í byrjun sumar,“ segir Jóhannes Gísli. Ferðamennska á Íslandi Grímsey Tengdar fréttir Þeir pirruðu geta bara farið til Bolungarvíkur Ísfirðingar eru ekki sammála um ágæti stóraukins fjölda ferðamanna með tíðari komum skemmtiferðaskipa. Skipafjöldinn tvöfaldaðist á þremur árum. Sumir segjast til sýnis eins og í Disneylandi. 29. janúar 2018 06:00 Adolf Ingi á ferð með hóp túrista í spreng Adolf Ingi Erlingsson segir klósettleysi á Norðurlandi óásættanlegt. 27. febrúar 2018 22:26 Ferðamenn kúkuðu á Hafnarstéttina: „Hún sagði að þetta væri í lagi af því að fuglarnir borða þetta“ Hafnarstéttin á Húsavík er ekki úr alfaraleið og fjöldi salerna í kring. 23. júlí 2015 20:40 Mest lesið Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fleiri fréttir Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Sjá meira
Íbúar í Grímsey eiga von á fjörutíu skemmtiferðaskipum í sumar en eins og staðan hefur verið er aðeins ein salernisaðstaða í boði fyrir ferðalanga. Jóhannes Gísli Henningsson, formaður hverfisráðs Grímseyjar, segist vera vongóður um að Akureyrarbær geri úrbætur á salernismálum fyrir sumarið. Vikudagur sagði fyrst frá þessu. Í fundargerð hverfisráðs Grímseyjar er farið þess á leit við Akureyrarbæ að gerðar verði úrbætur á salernismálum: „Nú í ár koma hátt í 40 skemmtiferðaskip til Grímseyjar auk allra ferðamanna sem koma með ferju eða flugi. Það er brýn nauðsyn að bæta hérna salernismál. Fyrir er eitt klósett í Galleríinu. Galleríið er pínulítið og getur ekki tekið á móti mörgum í einu og er þetta mikið álag á húsnæðið. Einnig eru tvö klósett og finnst okkur ekki hægt að bjóða eigandanum upp á það að beina þeim ferðamönnum þangað sem ekki eru viðskiptavinir staðarins,“ segir í fundargerð. Í samtali við Vísi segir Jóhannes Gísli að þetta standi allt vonandi til bóta. Aukinn ferðamannastraumur sé nýr veruleiki fyrir íbúa í Grímsey. „Síðastliðin tvö ár hefur ferðamönnum fjölgað og hefur þetta aldrei verið eins mikið og núna.“Úrbætur í tæka tíðJóhannes segir samstarfið við Akureyrarbæ heilt yfir hafa verið gott en það sé engu að síður brýnt að setja salernismálin í forgang. „Við vildum vekja athygli á þessu við þau [bæjarstjórn Akureyrar], svo þessi mál verði komin í lag með sumrinu og svo það sé ekki farið of seint af stað.“ Umræða um skort á salernisaðstöðu á fjölförnum ferðamannastöðum komst í hámæli síðasta sumar þegar skilti, sem banna fólki að ganga örna sinna, voru sett upp víða um landið. Sameining Akureyrarkaupstaðar og Grímseyjarhrepps var samþykkt á vormánuðum 2009. Hvernig standa málin eftir sameiningu?„Það er ekki undan neinu að kvarta, það er verið að laga ýmsa hluti. Það er margt sem mætti betur fara en það er líka búið að gera margt. Þetta er vonandi í ferli og leysist vonandi nú í byrjun sumar,“ segir Jóhannes Gísli.
Ferðamennska á Íslandi Grímsey Tengdar fréttir Þeir pirruðu geta bara farið til Bolungarvíkur Ísfirðingar eru ekki sammála um ágæti stóraukins fjölda ferðamanna með tíðari komum skemmtiferðaskipa. Skipafjöldinn tvöfaldaðist á þremur árum. Sumir segjast til sýnis eins og í Disneylandi. 29. janúar 2018 06:00 Adolf Ingi á ferð með hóp túrista í spreng Adolf Ingi Erlingsson segir klósettleysi á Norðurlandi óásættanlegt. 27. febrúar 2018 22:26 Ferðamenn kúkuðu á Hafnarstéttina: „Hún sagði að þetta væri í lagi af því að fuglarnir borða þetta“ Hafnarstéttin á Húsavík er ekki úr alfaraleið og fjöldi salerna í kring. 23. júlí 2015 20:40 Mest lesið Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fleiri fréttir Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Sjá meira
Þeir pirruðu geta bara farið til Bolungarvíkur Ísfirðingar eru ekki sammála um ágæti stóraukins fjölda ferðamanna með tíðari komum skemmtiferðaskipa. Skipafjöldinn tvöfaldaðist á þremur árum. Sumir segjast til sýnis eins og í Disneylandi. 29. janúar 2018 06:00
Adolf Ingi á ferð með hóp túrista í spreng Adolf Ingi Erlingsson segir klósettleysi á Norðurlandi óásættanlegt. 27. febrúar 2018 22:26
Ferðamenn kúkuðu á Hafnarstéttina: „Hún sagði að þetta væri í lagi af því að fuglarnir borða þetta“ Hafnarstéttin á Húsavík er ekki úr alfaraleið og fjöldi salerna í kring. 23. júlí 2015 20:40