Ný persónuverndarreglugerð vonandi innleidd fyrir þinglok Sighvatur skrifar 26. maí 2018 08:30 Reglugerðinni er ætlað að styrkja réttindi einstaklinga í stafrænum heimi. Vísir/ernir Ríkisstjórnin leggur mikla áherslu á að nýtt frumvarp til laga um persónuvernd verði samþykkt á yfirstandandi þingi. Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra segist nokkuð bjartsýn á að það geti gengið eftir. „Frumvarpið fer inn í þingflokka stjórnarflokkanna á mánudag og ég vonast til að geta mælt fyrir málinu síðar í næstu viku. Ef þingmenn eru sammála um það að málið sé gott sé ég ekkert því til fyrirstöðu að Alþingi takist að afgreiða það á þessu þingi.“ Sigríður viðurkennir að tímaþröngin sem málið er komið í sé óheppileg en bendir á að frumvarpið hafi verið í samráðsferli í nokkurn tíma og umsagnir liggi fyrir. Þar að auki sé svigrúm stjórnvalda til breytinga lítið þar sem um reglugerð en ekki tilskipun sé að ræða. Hún hafi haldið þinginu upplýstu um stöðu mála og átt fund með allsherjar- og menntamálanefnd. Með gildistöku frumvarpsins verður ný persónuverndarreglugerð ESB innleidd í íslenskan rétt en hún tók formlega gildi í ríkjum ESB í gær, á evrópska persónuverndardeginum. Íslensk stjórnvöld hafa unnið að undirbúningi innleiðingar reglugerðarinnar frá því vorið 2016. Áður en reglugerðin og hin nýju persónuverndarlög geta tekið gildi þarf sameiginlega EES-nefndin að samþykkja ákvörðun um upptöku reglugerðarinnar í EES-samninginn. Sú ákvörðun liggur enn ekki fyrir en þar að auki þarf Alþingi að staðfesta þá ákvörðun. Þingsályktunartillaga þess efnis var lögð fram á Alþingi á fimmtudaginn. Persónuverndarreglugerðin mun hafa umtalsverð áhrif.Vísir/gettyMálið er því nokkuð snúið enda ljóst að sameiginlega EES-nefndin mun ekki klára afgreiðslu þess fyrr en í fyrsta lagi í byrjun júlí. Eins og fram hefur komið felur reglugerðin í sér viðamiklar breytingar á sviði persónuverndar. Þannig er reglugerðinni meðal annars ætlað að styrkja grundvallarréttindi einstaklinga í stafrænum heimi og einfalda regluverk fyrir fyrirtæki á hinum innri stafræna markaði. Þá er kveðið á um aukið hlutverk eftirlitsstofnana, nýjar öryggisvottanir og sektarheimildir. Ljóst er að þingmenn þurfa að hafa hraðar hendur eigi að takast að afgreiða málin fyrir þinglok en samkvæmt starfsáætlun á Alþingi að ljúka störfum 7. júní. Jón Steindór Valdimarsson, fulltrúi Viðreisnar í allsherjar- og menntamálanefnd, segir að sér vitandi hafi ekkert samráð átt sér stað við nefndina um hvernig haga eigi afgreiðslu málsins. „Efni löggjafarinnar er mjög mikilvægt og mikilvægt að þetta klárist til að eyða réttaróvissu sem getur komið upp ef þetta klárast ekki. Á hinn bóginn verður að segjast að vinnubrögðin og tíminn sem gefinn er til umfjöllunar eru fyrir neðan allar hellur.“ Birtist í Fréttablaðinu Tækni Tengdar fréttir Segir mikilvægt að fagna nýrri persónuverndarlöggjöf Seinna í þessum mánuði verða innleidd ný persónuverndarlög hér á landi og starfar fjöldi fólks við undibrúning þeirra. 16. maí 2018 18:34 Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Fleiri fréttir Bylgjan og Fm957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Sjá meira
Ríkisstjórnin leggur mikla áherslu á að nýtt frumvarp til laga um persónuvernd verði samþykkt á yfirstandandi þingi. Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra segist nokkuð bjartsýn á að það geti gengið eftir. „Frumvarpið fer inn í þingflokka stjórnarflokkanna á mánudag og ég vonast til að geta mælt fyrir málinu síðar í næstu viku. Ef þingmenn eru sammála um það að málið sé gott sé ég ekkert því til fyrirstöðu að Alþingi takist að afgreiða það á þessu þingi.“ Sigríður viðurkennir að tímaþröngin sem málið er komið í sé óheppileg en bendir á að frumvarpið hafi verið í samráðsferli í nokkurn tíma og umsagnir liggi fyrir. Þar að auki sé svigrúm stjórnvalda til breytinga lítið þar sem um reglugerð en ekki tilskipun sé að ræða. Hún hafi haldið þinginu upplýstu um stöðu mála og átt fund með allsherjar- og menntamálanefnd. Með gildistöku frumvarpsins verður ný persónuverndarreglugerð ESB innleidd í íslenskan rétt en hún tók formlega gildi í ríkjum ESB í gær, á evrópska persónuverndardeginum. Íslensk stjórnvöld hafa unnið að undirbúningi innleiðingar reglugerðarinnar frá því vorið 2016. Áður en reglugerðin og hin nýju persónuverndarlög geta tekið gildi þarf sameiginlega EES-nefndin að samþykkja ákvörðun um upptöku reglugerðarinnar í EES-samninginn. Sú ákvörðun liggur enn ekki fyrir en þar að auki þarf Alþingi að staðfesta þá ákvörðun. Þingsályktunartillaga þess efnis var lögð fram á Alþingi á fimmtudaginn. Persónuverndarreglugerðin mun hafa umtalsverð áhrif.Vísir/gettyMálið er því nokkuð snúið enda ljóst að sameiginlega EES-nefndin mun ekki klára afgreiðslu þess fyrr en í fyrsta lagi í byrjun júlí. Eins og fram hefur komið felur reglugerðin í sér viðamiklar breytingar á sviði persónuverndar. Þannig er reglugerðinni meðal annars ætlað að styrkja grundvallarréttindi einstaklinga í stafrænum heimi og einfalda regluverk fyrir fyrirtæki á hinum innri stafræna markaði. Þá er kveðið á um aukið hlutverk eftirlitsstofnana, nýjar öryggisvottanir og sektarheimildir. Ljóst er að þingmenn þurfa að hafa hraðar hendur eigi að takast að afgreiða málin fyrir þinglok en samkvæmt starfsáætlun á Alþingi að ljúka störfum 7. júní. Jón Steindór Valdimarsson, fulltrúi Viðreisnar í allsherjar- og menntamálanefnd, segir að sér vitandi hafi ekkert samráð átt sér stað við nefndina um hvernig haga eigi afgreiðslu málsins. „Efni löggjafarinnar er mjög mikilvægt og mikilvægt að þetta klárist til að eyða réttaróvissu sem getur komið upp ef þetta klárast ekki. Á hinn bóginn verður að segjast að vinnubrögðin og tíminn sem gefinn er til umfjöllunar eru fyrir neðan allar hellur.“
Birtist í Fréttablaðinu Tækni Tengdar fréttir Segir mikilvægt að fagna nýrri persónuverndarlöggjöf Seinna í þessum mánuði verða innleidd ný persónuverndarlög hér á landi og starfar fjöldi fólks við undibrúning þeirra. 16. maí 2018 18:34 Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Fleiri fréttir Bylgjan og Fm957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Sjá meira
Segir mikilvægt að fagna nýrri persónuverndarlöggjöf Seinna í þessum mánuði verða innleidd ný persónuverndarlög hér á landi og starfar fjöldi fólks við undibrúning þeirra. 16. maí 2018 18:34