Íslenska nýlendan á Kanarí Stefán Þór Hjartarson skrifar 26. maí 2018 06:00 Það var hálfgerð tilviljun að Magnea var á leiðinni til Kanarí þegar Marta bar undir hana hugmyndina að myndinni. Vísir/anton Marta Sigríður Pétursdóttir heimsótti Kanaríeyjar fyrir einum tíu árum í fyrsta skiptið, en vinkona hennar var á þeim tíma að vinna þar sem fararstjóri. Það eina sem hún vissi um þessar eyjar þá var eitthvað sem hún hafði heyrt frá skólafélögum sínum sem fóru þangað á sumrin þegar hún var að alast upp. Hún hafði ákveðna fordóma fyrir eyjunum – hún hélt að þarna væri lítið annað en sólbrenndir eldri borgarar. Svo reyndist heldur betur ekki – gríðarfallegt landslagið heillaði og litríkt og líflegt næturlífið líka. „Svo var ég að vinna með konu sem fór þangað í frí og hún kom til baka með alls konar sögur af söngstundunum hjá Harry og allir að hittast á Klörubar og fleiru. Þá einhvern veginn fékk ég þessa flugu í höfuðið að þetta væri tilvalið efni til að gera um það heimildarmynd,“ segir Marta en á eyjunum eru um eitt þúsund Íslendingar búsettir, sumir allt árið en aðrir hluta af því. Hún segir að þarna sé því stemming eins og í þorpi úti á landi. Marta hafði þó aldrei gert heimildarmynd áður þannig að hún leitaði til Magneu Bjarkar Valdimarsdóttur, vinkonu sinnar, sem hefur reynslu úr heimildarmyndagerð, gerði meðal annars heimildarmynd um Hverfisgötuna. Magneu fannst hugmyndin ekki bara algjörlega frábær heldur var hún fyrir einskæra tilviljun nýbúin að panta sér far til Kanaríeyja.Klara og Feldís eru Kanarí-goðsagnir.„Ég sagði bara: „Þú tekur myndavélina með og ég kem og hitti þig – við skulum sjá hvort þetta sé ekki eitthvað“. Þannig upphófst þetta verkefni. Við komum okkur strax í kynni við Klöru – hina frægu Klöru á Klörubar. Svo fórum við á stúfana og á þá staði þar sem Íslendingarnir ala manninn og kynntumst fólkinu. Þetta urðu þrjár ferðir þar sem við vorum að taka upp og taka viðtöl. Síðasta ferðin var farin núna í janúar.“ Myndin var frumsýnd á Skjaldborgarhátíðinni núna fyrir viku og segir Marta að hún hafi hlotið góðar viðtökur. Í myndinni má finna skala tilfinninga því að þarna er auðvitað sól og sumar og fólk að njóta lífsins, en líka öryrkjar og eldri borgarar sem hafa ekki náð að lifa á ellilífeyrinum og örorkubótunum. Einnig er litið inn á Framsóknarfund. „Við fjármögnuðum verkefnið á Karolina Fund fyrir ári og fengum enga aðra styrki. Myndin verður sýnd núna á sunnudaginn og það kostar þúsund krónur inn en það fer allt í það að borga niður kostnað við eftirvinnslu myndarinnar.“Íslendingahópur í morgunleikfimi.Marta segir að það sé töluverður áhugi á myndinni, fólk hafi verið að hringja í Bíó Paradís þar sem myndin verður sýnd því að það virðist allir hafa einhverja tengingu við Kanarí. „Það er gaman að segja frá því að á Skjaldborg var sýnd mynd sem heitir Litla Moskva og fjallar um Neskaupstað og ítök sósíalista þar. Þar kemur fyrir karakterinn Gvendur Stalín og það er gaman að því að það hangir mynd af þessum manni á Nonnabar á Kanarí.“ Kanarí verður sýnd í Bíói Paradís klukkan hálf sex á sunnudaginn og kostar þúsund krónur inn. Birtist í Fréttablaðinu Bíó og sjónvarp Mest lesið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Menning Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Fleiri fréttir Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Sjá meira
Marta Sigríður Pétursdóttir heimsótti Kanaríeyjar fyrir einum tíu árum í fyrsta skiptið, en vinkona hennar var á þeim tíma að vinna þar sem fararstjóri. Það eina sem hún vissi um þessar eyjar þá var eitthvað sem hún hafði heyrt frá skólafélögum sínum sem fóru þangað á sumrin þegar hún var að alast upp. Hún hafði ákveðna fordóma fyrir eyjunum – hún hélt að þarna væri lítið annað en sólbrenndir eldri borgarar. Svo reyndist heldur betur ekki – gríðarfallegt landslagið heillaði og litríkt og líflegt næturlífið líka. „Svo var ég að vinna með konu sem fór þangað í frí og hún kom til baka með alls konar sögur af söngstundunum hjá Harry og allir að hittast á Klörubar og fleiru. Þá einhvern veginn fékk ég þessa flugu í höfuðið að þetta væri tilvalið efni til að gera um það heimildarmynd,“ segir Marta en á eyjunum eru um eitt þúsund Íslendingar búsettir, sumir allt árið en aðrir hluta af því. Hún segir að þarna sé því stemming eins og í þorpi úti á landi. Marta hafði þó aldrei gert heimildarmynd áður þannig að hún leitaði til Magneu Bjarkar Valdimarsdóttur, vinkonu sinnar, sem hefur reynslu úr heimildarmyndagerð, gerði meðal annars heimildarmynd um Hverfisgötuna. Magneu fannst hugmyndin ekki bara algjörlega frábær heldur var hún fyrir einskæra tilviljun nýbúin að panta sér far til Kanaríeyja.Klara og Feldís eru Kanarí-goðsagnir.„Ég sagði bara: „Þú tekur myndavélina með og ég kem og hitti þig – við skulum sjá hvort þetta sé ekki eitthvað“. Þannig upphófst þetta verkefni. Við komum okkur strax í kynni við Klöru – hina frægu Klöru á Klörubar. Svo fórum við á stúfana og á þá staði þar sem Íslendingarnir ala manninn og kynntumst fólkinu. Þetta urðu þrjár ferðir þar sem við vorum að taka upp og taka viðtöl. Síðasta ferðin var farin núna í janúar.“ Myndin var frumsýnd á Skjaldborgarhátíðinni núna fyrir viku og segir Marta að hún hafi hlotið góðar viðtökur. Í myndinni má finna skala tilfinninga því að þarna er auðvitað sól og sumar og fólk að njóta lífsins, en líka öryrkjar og eldri borgarar sem hafa ekki náð að lifa á ellilífeyrinum og örorkubótunum. Einnig er litið inn á Framsóknarfund. „Við fjármögnuðum verkefnið á Karolina Fund fyrir ári og fengum enga aðra styrki. Myndin verður sýnd núna á sunnudaginn og það kostar þúsund krónur inn en það fer allt í það að borga niður kostnað við eftirvinnslu myndarinnar.“Íslendingahópur í morgunleikfimi.Marta segir að það sé töluverður áhugi á myndinni, fólk hafi verið að hringja í Bíó Paradís þar sem myndin verður sýnd því að það virðist allir hafa einhverja tengingu við Kanarí. „Það er gaman að segja frá því að á Skjaldborg var sýnd mynd sem heitir Litla Moskva og fjallar um Neskaupstað og ítök sósíalista þar. Þar kemur fyrir karakterinn Gvendur Stalín og það er gaman að því að það hangir mynd af þessum manni á Nonnabar á Kanarí.“ Kanarí verður sýnd í Bíói Paradís klukkan hálf sex á sunnudaginn og kostar þúsund krónur inn.
Birtist í Fréttablaðinu Bíó og sjónvarp Mest lesið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Menning Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Fleiri fréttir Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Sjá meira