Almenningur leggur mál um bann við umskurði drengja fyrir danska þingið Heimir Már Pétursson skrifar 25. maí 2018 19:56 Danska þingið tók tillögu almennings að þingmáli um bann við umskurði drengja til umræðu í dag. Formaður Intact Denmark segir danska stjórnmálamenn hingað til ekki hafa haft sama hugrekki og íslenskir stjórnmálamenn til að setja málið á dagskrá. Í Danmörku getur almenningur sent mál til þinglegrar meðferðar á danska þinginu ef fimmtíu þúsund manns greiða málinu atkvæði sitt. Tvö mál hafa nú þegar ratað til þingsins með þessum hætti en ekki reyndist meirihluti fyrir þeim á þinginu. Nú hafa samtökin Intact Denmark sent tillögu um bann við umskurði ólögráða drengja til þingsins sem tók málið til fyrstu umræðu í dag. Lena Nyhus formaður Intact Denmark segir samtökin hafa fundið sig nauðbeygð til að leggja fram þingmál fyrir hönd almennings vegna þess að mikill meirihluti Dana vilji banna allar ónauðsynlegar læknisaðgerðir á kynfærum ólögráða barna. En formaðurinn var hér á landi á dögunum og átti fundi með þingmönnum og ráðherrum.Lena Nyhus formaður Intact Denmark segir samtökin hafa fundið sig nauðbeygð til að leggja fram þingmál fyrir hönd almennings vegna þess að mikill meirihluti Dana vilji banna allar ónauðsynlegar læknisaðgerðir á kynfærum ólögráða barna.„Við höfum ekki haft þingmenn með sama hugrekki og hérna á Íslandi. Ef þingmenn hefðu sjálfir lagt fram lagafrumvarp hefðum við aldrei farið út í borgaralegt frumkvæði en það gerðist ekki svo við urðum að gera það,“ segir Lena. Bæði Intact Denmark og danska dómsmálaráðuneytið hafi gengið úr skugga um að bann við umskurði ólögráða barna standist stjórnarskrá og mannréttindasáttmála Evrópu áður en málið var lagt fram. „Svo þetta verður nýtt í sögu Danmerkur, sögu Evrópu og jafnvel sögu heimsins, nema að Íslendingar verði fyrri til,“ segir Lena. Málið sé þó flóknara í Danmörku en hér þar sem Danir hafi til að mynda tekið beinan þátt í hernaði í nokkrum ríkjum múslima. Hryðjuverk hafi verið framin í Danmörku og þeim afstýrt í nokkrum tilfellum og því sé þetta einnig spurning um öryggi bæði dönsku þjóðarinnar og félaga í Intact Denmark. „Þótt þetta geti verið mjög erfitt mál þá vinnum við að réttindum barna og við getum ekki snúið baki við því,” segir Lena Nyhus. Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Innlent Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Innlent Fleiri fréttir Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Sjá meira
Danska þingið tók tillögu almennings að þingmáli um bann við umskurði drengja til umræðu í dag. Formaður Intact Denmark segir danska stjórnmálamenn hingað til ekki hafa haft sama hugrekki og íslenskir stjórnmálamenn til að setja málið á dagskrá. Í Danmörku getur almenningur sent mál til þinglegrar meðferðar á danska þinginu ef fimmtíu þúsund manns greiða málinu atkvæði sitt. Tvö mál hafa nú þegar ratað til þingsins með þessum hætti en ekki reyndist meirihluti fyrir þeim á þinginu. Nú hafa samtökin Intact Denmark sent tillögu um bann við umskurði ólögráða drengja til þingsins sem tók málið til fyrstu umræðu í dag. Lena Nyhus formaður Intact Denmark segir samtökin hafa fundið sig nauðbeygð til að leggja fram þingmál fyrir hönd almennings vegna þess að mikill meirihluti Dana vilji banna allar ónauðsynlegar læknisaðgerðir á kynfærum ólögráða barna. En formaðurinn var hér á landi á dögunum og átti fundi með þingmönnum og ráðherrum.Lena Nyhus formaður Intact Denmark segir samtökin hafa fundið sig nauðbeygð til að leggja fram þingmál fyrir hönd almennings vegna þess að mikill meirihluti Dana vilji banna allar ónauðsynlegar læknisaðgerðir á kynfærum ólögráða barna.„Við höfum ekki haft þingmenn með sama hugrekki og hérna á Íslandi. Ef þingmenn hefðu sjálfir lagt fram lagafrumvarp hefðum við aldrei farið út í borgaralegt frumkvæði en það gerðist ekki svo við urðum að gera það,“ segir Lena. Bæði Intact Denmark og danska dómsmálaráðuneytið hafi gengið úr skugga um að bann við umskurði ólögráða barna standist stjórnarskrá og mannréttindasáttmála Evrópu áður en málið var lagt fram. „Svo þetta verður nýtt í sögu Danmerkur, sögu Evrópu og jafnvel sögu heimsins, nema að Íslendingar verði fyrri til,“ segir Lena. Málið sé þó flóknara í Danmörku en hér þar sem Danir hafi til að mynda tekið beinan þátt í hernaði í nokkrum ríkjum múslima. Hryðjuverk hafi verið framin í Danmörku og þeim afstýrt í nokkrum tilfellum og því sé þetta einnig spurning um öryggi bæði dönsku þjóðarinnar og félaga í Intact Denmark. „Þótt þetta geti verið mjög erfitt mál þá vinnum við að réttindum barna og við getum ekki snúið baki við því,” segir Lena Nyhus.
Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Innlent Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Innlent Fleiri fréttir Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Sjá meira