Fannar og Donni til Eyja Tómas Þór Þórðarson skrifar 23. maí 2018 10:30 Fannar Þór Friðgeirsson er á heimleið og er búinn að semja við ÍBV. VÍSIR/GETTY Íslandsmeistarar ÍBV eru strax farnir að styrkja sig fyrir átökin í Olís-deild karla í handbolta næsta vetur og voru í raun búnir að því áður en að tímabilið kláraðist. Eyjamenn eru búnir að ganga frá samningum við leikstjórnandann Fannar Þór Friðgeirsson og stórskyttuna Kristján Örn Kristjánsson, betur þekktan sem Donna, samkvæmt heimildum Vísis. Fannar, sem er uppalinn hjá Val, er að koma heim úr atvinnumennsku. Hann hefur spilað með Hamm-Westfalen í þýsku 2. deildinni undanfarin ár en var áður á mála hjá Hage, Grosswallstadt, Wetzlar og Emsdetten. Fannar, sem er þrítugur og á ellefu landsleiki að baki, verður mikill liðsstyrkur fyrir Eyjamenn en óvíst er hvort núverandi leikstjórnandi liðsins, Róbert Aron Hostert, verði áfram í herbúðum Eyjamanna. Hann er eftirsóttur á fasta landinu.Kristján Örn, eða Donni, fer frá Fjölni til ÍBV.vísir/antonKristján Örn, eða Donni, er tvítug örvhent skytta sem er uppalinn hjá Fjölni en hann spilaði í fyrsta sinn í efstu deild með Fjölnismönnum í Olís-deildinni í vetur en liðið féll eftir hetjulega baráttu. Þessi magnaða skytta var ein af stjörnum deildarinnar en Kristján Örn skoraði sjö mörk að meðaltali í leik með 53,5 prósent skotnýtingu og gaf 3,4 stoðsendingar að meðaltali í leik auk þess sem hann var með 3,5 löglegar stöðvanir. Kristján Örn var í fjórða sæti á lista HB Statz yfir bestu leikmenn deildarinnar með 7,83 í heildareinkunn en það er sama einkunn og undrabarnið Haukur Þrastarson í Selfossi var með fyrir frammistöðu sína í deildarkeppninni. Donni mun leysa af Agnar Smára Jónsson í hægri skyttunni hjá ÍBV en Agnar Smári er á leiðinni til uppeldisfélagsins Vals. Hann kvaddi ÍBV með tveimur Íslandsmeistaratitlum (2014 og 2018) og tveimur bikarmeistaratitlum (2015 og 2018). Erlingur Richardsson tekur nú við þjálfun Eyjaliðsins af Arnari Péturssyni sem lét af störfum eftir tímabilið. Olís-deild karla Mest lesið Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Handbolti Keppandi á Steraleikunum bætti 16 ára gamalt heimsmet Sport „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ Handbolti „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ Handbolti „Þjáning í marga daga“ Handbolti Ósáttur með fáar mínútur í úrslitunum og íhugar framtíðina Fótbolti Stefnir úr hermiakstri í Formúlu 3 Sport Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Körfubolti Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Handbolti Fleiri fréttir „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Sjá meira
Íslandsmeistarar ÍBV eru strax farnir að styrkja sig fyrir átökin í Olís-deild karla í handbolta næsta vetur og voru í raun búnir að því áður en að tímabilið kláraðist. Eyjamenn eru búnir að ganga frá samningum við leikstjórnandann Fannar Þór Friðgeirsson og stórskyttuna Kristján Örn Kristjánsson, betur þekktan sem Donna, samkvæmt heimildum Vísis. Fannar, sem er uppalinn hjá Val, er að koma heim úr atvinnumennsku. Hann hefur spilað með Hamm-Westfalen í þýsku 2. deildinni undanfarin ár en var áður á mála hjá Hage, Grosswallstadt, Wetzlar og Emsdetten. Fannar, sem er þrítugur og á ellefu landsleiki að baki, verður mikill liðsstyrkur fyrir Eyjamenn en óvíst er hvort núverandi leikstjórnandi liðsins, Róbert Aron Hostert, verði áfram í herbúðum Eyjamanna. Hann er eftirsóttur á fasta landinu.Kristján Örn, eða Donni, fer frá Fjölni til ÍBV.vísir/antonKristján Örn, eða Donni, er tvítug örvhent skytta sem er uppalinn hjá Fjölni en hann spilaði í fyrsta sinn í efstu deild með Fjölnismönnum í Olís-deildinni í vetur en liðið féll eftir hetjulega baráttu. Þessi magnaða skytta var ein af stjörnum deildarinnar en Kristján Örn skoraði sjö mörk að meðaltali í leik með 53,5 prósent skotnýtingu og gaf 3,4 stoðsendingar að meðaltali í leik auk þess sem hann var með 3,5 löglegar stöðvanir. Kristján Örn var í fjórða sæti á lista HB Statz yfir bestu leikmenn deildarinnar með 7,83 í heildareinkunn en það er sama einkunn og undrabarnið Haukur Þrastarson í Selfossi var með fyrir frammistöðu sína í deildarkeppninni. Donni mun leysa af Agnar Smára Jónsson í hægri skyttunni hjá ÍBV en Agnar Smári er á leiðinni til uppeldisfélagsins Vals. Hann kvaddi ÍBV með tveimur Íslandsmeistaratitlum (2014 og 2018) og tveimur bikarmeistaratitlum (2015 og 2018). Erlingur Richardsson tekur nú við þjálfun Eyjaliðsins af Arnari Péturssyni sem lét af störfum eftir tímabilið.
Olís-deild karla Mest lesið Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Handbolti Keppandi á Steraleikunum bætti 16 ára gamalt heimsmet Sport „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ Handbolti „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ Handbolti „Þjáning í marga daga“ Handbolti Ósáttur með fáar mínútur í úrslitunum og íhugar framtíðina Fótbolti Stefnir úr hermiakstri í Formúlu 3 Sport Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Körfubolti Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Handbolti Fleiri fréttir „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Sjá meira