Ragnari misbýður hækkanir á leiguverði Grétar Þór Sigurðsson skrifar 23. maí 2018 06:00 Ragnar segir sögurnar vera orðnar um 50 talsins. Vísir/stefán Stéttarfélagið VR hefur verið að safna reynslusögum leigjenda sem lent hafa í því að leiguverð þeirra hefur hækkað óeðlilega mikið. „Þetta hófst fyrir svona mánuði, þá fékk ég fréttir af fólki sem var að ræða saman á lokaðri leigjendasíðu um framferði leigufélaga. Mér fannst þetta svo ótrúlegar sögur að ég komst í samband við þetta fólk í gegnum þriðja aðila og fékk frá þeim gögn um málið,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, um upphaf þessa verkefnis. „Það sem við erum að setja fram er meira en sögur, við erum með gögn sem styðja þessar sögur um hækkanir,“ segir Ragnar, en gögnin samanstanda meðal annars af leigusamningum og tölvupóstsamskiptum leigjenda við leigusala sína. Ragnar segir að einstaklingum sem sendi inn upplýsingar sé lofað nafnleynd. „Fólk er hrætt við að koma fram undir nafni, það er skíthrætt við að missa þakið ofan af höfðinu,“ segir hann. Að sögn Ragnars er regluverkið mismunandi eftir löndum og borgum, en verið sé að kortleggja það innan VR. „Við erum að kortleggja þetta til að geta mögulega nýtt þetta í komandi kjarasamningagerð, hvort hægt sé að setja fram eitthvert regluverk sem verndar leigjendur,“ segir hann. Ragnar segir að sér hafi misboðið þær hækkanir á leiguverði sem hafi sést á innsendum leigusamningum. Hann segist vilja sjá að bann verði lagt við því að leigufélög hækki leiguverð einhliða án þess að hafa fyrir því góð og gild rök, til dæmis vegna fyrirséðs viðhaldskostnaðar eða hárrar verðbólgu. Þá segir Ragnar mikilvægt að leigusamningar verði lengri en raun ber vitni. Þeir séu sjaldan lengri en til tólf mánaða. „Fólk þorir ekki að gera plön fyrir sumarið því það veit ekki hvað gerist eftir sex eða tólf mánuði,“ segir hann. Birtist í Fréttablaðinu Húsnæðismál Tengdar fréttir Almenna leigufélagið svarar fyrir sig Segja leiguverð fylgja meðalverði á markaði. 2. maí 2018 21:30 Segir leigufélögin stunda fjárkúgunarstarfsemi Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir farir legjenda ekki sléttar eftir samskipti þeirra við leigufélögin. 30. apríl 2018 13:30 Ragnar Þór segir Gamma leggjast á leigjendur sína Allt að sjötíu prósenta hækkun á leigu á rúmum tveimur árum. 2. maí 2018 10:27 Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Hafþór Júlíus kærður til lögreglu af fyrrverandi kærustu Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir Sjá meira
Stéttarfélagið VR hefur verið að safna reynslusögum leigjenda sem lent hafa í því að leiguverð þeirra hefur hækkað óeðlilega mikið. „Þetta hófst fyrir svona mánuði, þá fékk ég fréttir af fólki sem var að ræða saman á lokaðri leigjendasíðu um framferði leigufélaga. Mér fannst þetta svo ótrúlegar sögur að ég komst í samband við þetta fólk í gegnum þriðja aðila og fékk frá þeim gögn um málið,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, um upphaf þessa verkefnis. „Það sem við erum að setja fram er meira en sögur, við erum með gögn sem styðja þessar sögur um hækkanir,“ segir Ragnar, en gögnin samanstanda meðal annars af leigusamningum og tölvupóstsamskiptum leigjenda við leigusala sína. Ragnar segir að einstaklingum sem sendi inn upplýsingar sé lofað nafnleynd. „Fólk er hrætt við að koma fram undir nafni, það er skíthrætt við að missa þakið ofan af höfðinu,“ segir hann. Að sögn Ragnars er regluverkið mismunandi eftir löndum og borgum, en verið sé að kortleggja það innan VR. „Við erum að kortleggja þetta til að geta mögulega nýtt þetta í komandi kjarasamningagerð, hvort hægt sé að setja fram eitthvert regluverk sem verndar leigjendur,“ segir hann. Ragnar segir að sér hafi misboðið þær hækkanir á leiguverði sem hafi sést á innsendum leigusamningum. Hann segist vilja sjá að bann verði lagt við því að leigufélög hækki leiguverð einhliða án þess að hafa fyrir því góð og gild rök, til dæmis vegna fyrirséðs viðhaldskostnaðar eða hárrar verðbólgu. Þá segir Ragnar mikilvægt að leigusamningar verði lengri en raun ber vitni. Þeir séu sjaldan lengri en til tólf mánaða. „Fólk þorir ekki að gera plön fyrir sumarið því það veit ekki hvað gerist eftir sex eða tólf mánuði,“ segir hann.
Birtist í Fréttablaðinu Húsnæðismál Tengdar fréttir Almenna leigufélagið svarar fyrir sig Segja leiguverð fylgja meðalverði á markaði. 2. maí 2018 21:30 Segir leigufélögin stunda fjárkúgunarstarfsemi Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir farir legjenda ekki sléttar eftir samskipti þeirra við leigufélögin. 30. apríl 2018 13:30 Ragnar Þór segir Gamma leggjast á leigjendur sína Allt að sjötíu prósenta hækkun á leigu á rúmum tveimur árum. 2. maí 2018 10:27 Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Hafþór Júlíus kærður til lögreglu af fyrrverandi kærustu Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir Sjá meira
Segir leigufélögin stunda fjárkúgunarstarfsemi Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir farir legjenda ekki sléttar eftir samskipti þeirra við leigufélögin. 30. apríl 2018 13:30
Ragnar Þór segir Gamma leggjast á leigjendur sína Allt að sjötíu prósenta hækkun á leigu á rúmum tveimur árum. 2. maí 2018 10:27