Ragnari misbýður hækkanir á leiguverði Grétar Þór Sigurðsson skrifar 23. maí 2018 06:00 Ragnar segir sögurnar vera orðnar um 50 talsins. Vísir/stefán Stéttarfélagið VR hefur verið að safna reynslusögum leigjenda sem lent hafa í því að leiguverð þeirra hefur hækkað óeðlilega mikið. „Þetta hófst fyrir svona mánuði, þá fékk ég fréttir af fólki sem var að ræða saman á lokaðri leigjendasíðu um framferði leigufélaga. Mér fannst þetta svo ótrúlegar sögur að ég komst í samband við þetta fólk í gegnum þriðja aðila og fékk frá þeim gögn um málið,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, um upphaf þessa verkefnis. „Það sem við erum að setja fram er meira en sögur, við erum með gögn sem styðja þessar sögur um hækkanir,“ segir Ragnar, en gögnin samanstanda meðal annars af leigusamningum og tölvupóstsamskiptum leigjenda við leigusala sína. Ragnar segir að einstaklingum sem sendi inn upplýsingar sé lofað nafnleynd. „Fólk er hrætt við að koma fram undir nafni, það er skíthrætt við að missa þakið ofan af höfðinu,“ segir hann. Að sögn Ragnars er regluverkið mismunandi eftir löndum og borgum, en verið sé að kortleggja það innan VR. „Við erum að kortleggja þetta til að geta mögulega nýtt þetta í komandi kjarasamningagerð, hvort hægt sé að setja fram eitthvert regluverk sem verndar leigjendur,“ segir hann. Ragnar segir að sér hafi misboðið þær hækkanir á leiguverði sem hafi sést á innsendum leigusamningum. Hann segist vilja sjá að bann verði lagt við því að leigufélög hækki leiguverð einhliða án þess að hafa fyrir því góð og gild rök, til dæmis vegna fyrirséðs viðhaldskostnaðar eða hárrar verðbólgu. Þá segir Ragnar mikilvægt að leigusamningar verði lengri en raun ber vitni. Þeir séu sjaldan lengri en til tólf mánaða. „Fólk þorir ekki að gera plön fyrir sumarið því það veit ekki hvað gerist eftir sex eða tólf mánuði,“ segir hann. Birtist í Fréttablaðinu Húsnæðismál Tengdar fréttir Almenna leigufélagið svarar fyrir sig Segja leiguverð fylgja meðalverði á markaði. 2. maí 2018 21:30 Segir leigufélögin stunda fjárkúgunarstarfsemi Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir farir legjenda ekki sléttar eftir samskipti þeirra við leigufélögin. 30. apríl 2018 13:30 Ragnar Þór segir Gamma leggjast á leigjendur sína Allt að sjötíu prósenta hækkun á leigu á rúmum tveimur árum. 2. maí 2018 10:27 Mest lesið Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada Erlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Fleiri fréttir Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Sjá meira
Stéttarfélagið VR hefur verið að safna reynslusögum leigjenda sem lent hafa í því að leiguverð þeirra hefur hækkað óeðlilega mikið. „Þetta hófst fyrir svona mánuði, þá fékk ég fréttir af fólki sem var að ræða saman á lokaðri leigjendasíðu um framferði leigufélaga. Mér fannst þetta svo ótrúlegar sögur að ég komst í samband við þetta fólk í gegnum þriðja aðila og fékk frá þeim gögn um málið,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, um upphaf þessa verkefnis. „Það sem við erum að setja fram er meira en sögur, við erum með gögn sem styðja þessar sögur um hækkanir,“ segir Ragnar, en gögnin samanstanda meðal annars af leigusamningum og tölvupóstsamskiptum leigjenda við leigusala sína. Ragnar segir að einstaklingum sem sendi inn upplýsingar sé lofað nafnleynd. „Fólk er hrætt við að koma fram undir nafni, það er skíthrætt við að missa þakið ofan af höfðinu,“ segir hann. Að sögn Ragnars er regluverkið mismunandi eftir löndum og borgum, en verið sé að kortleggja það innan VR. „Við erum að kortleggja þetta til að geta mögulega nýtt þetta í komandi kjarasamningagerð, hvort hægt sé að setja fram eitthvert regluverk sem verndar leigjendur,“ segir hann. Ragnar segir að sér hafi misboðið þær hækkanir á leiguverði sem hafi sést á innsendum leigusamningum. Hann segist vilja sjá að bann verði lagt við því að leigufélög hækki leiguverð einhliða án þess að hafa fyrir því góð og gild rök, til dæmis vegna fyrirséðs viðhaldskostnaðar eða hárrar verðbólgu. Þá segir Ragnar mikilvægt að leigusamningar verði lengri en raun ber vitni. Þeir séu sjaldan lengri en til tólf mánaða. „Fólk þorir ekki að gera plön fyrir sumarið því það veit ekki hvað gerist eftir sex eða tólf mánuði,“ segir hann.
Birtist í Fréttablaðinu Húsnæðismál Tengdar fréttir Almenna leigufélagið svarar fyrir sig Segja leiguverð fylgja meðalverði á markaði. 2. maí 2018 21:30 Segir leigufélögin stunda fjárkúgunarstarfsemi Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir farir legjenda ekki sléttar eftir samskipti þeirra við leigufélögin. 30. apríl 2018 13:30 Ragnar Þór segir Gamma leggjast á leigjendur sína Allt að sjötíu prósenta hækkun á leigu á rúmum tveimur árum. 2. maí 2018 10:27 Mest lesið Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada Erlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Fleiri fréttir Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Sjá meira
Segir leigufélögin stunda fjárkúgunarstarfsemi Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir farir legjenda ekki sléttar eftir samskipti þeirra við leigufélögin. 30. apríl 2018 13:30
Ragnar Þór segir Gamma leggjast á leigjendur sína Allt að sjötíu prósenta hækkun á leigu á rúmum tveimur árum. 2. maí 2018 10:27