Afar viðburðarík vika hjá Kjartani Henry Hjörvar Ólafsson skrifar 23. maí 2018 10:00 Kjartan Henry fagnar marki með Horsens vísir/getty Síðustu dagar hafa verið mikil rússíbanareið hjá Kjartani Henry Finnbogasyni, framherja danska úrvalsdeildarliðsins Horsens. Kjartan Henry spilaði sinn síðasta heimaleik fyrir lið sitt á föstudagskvöldið þar sem hann skoraði tvö mörk á lokamínútum leiksins og gerði Bröndby skráveifu í titilbaráttu liðsins. Um það bil 6.000 stuðningsmenn Bröndby gerðu sér ferð á heimavöll Horsens sem tekur um það bil 10.000 manns og það ætlaði allt um koll að keyra þegar dómari leiksins flautaði leikinn af. Stuðningsmenn Bröndby létu ófriðlega og kalla þurfti til sjúkrabíla til þess að koma slösuðu fólki til hjálpar vegna óláta stuðningsmannanna. „Þetta var ofboðslega skrýtinn leikur fyrir mig og það var allur tilfinningaskalinn þetta föstudagskvöldið. Fyrst og fremst var ég ánægður með að skora og aðstoða liðið mitt við að ná í stig. Okkur var svo kippt niður á jörðina strax eftir leik og það var svakalegt að sjá þessa slæmu hegðun stuðningsmanna Bröndby,“ segir Kjartan Henry um atburðarásina. Horsens heimsótti svo Midtjylland í lokaumferð deildarinnar á mánudagskvöldið, en sigur Midtjylland í þeim leik þýddi að liðið varð danskur meistari á kostnað Bröndby sem hafði verið í lykilstöðu í toppbaráttunni framan af móti. Eftir þann leik hefur tvenns konar áreiti herjað á Kjartan Henry og fjölskyldu hans. „Stuðningsmenn Bröndby hata mig og hafa sent mér afar ósmekkleg skilaboð. Þeir kenna okkur um hvernig fór og telja að mörkin mín hafi hrifsað frá þeim titilinn. Þetta er orðið vel þreytt og það verður gott að koma heim í frí frá þessu. Stuðningsmenn FC Köbenhavn eru hins vegar hæstánægðir með mig og ég var rétt í þessu að taka við körfu með kexi, ostum og rauðvíni sem verður fínt að dreypa á í fríinu,“ segir Kjartan Henry sposkur. Tilkynnt hefur verið að Kjartan Henry hafi leikið sinn síðasta leik fyrir Horsens, í bili í það minnsta. Kjartan Henry segist búast við því að spila áfram í Danmörku og hann myndi helst vilja spila og búa áfram á Jótlandi. Þar líði honum og fjölskyldunni afar vel og hann hafi sýnt það og sannað undanfarnar tvær leiktíðir að hann geti staðið sig í efstu deild í Danmörku. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Englendingar Evrópumeistarar eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport Æfingaleikur United betur sóttur en úrslitaleikur HM Fótbolti Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna Fótbolti Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök Fótbolti Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Íslenski boltinn Luiz Diaz til Bayern Fótbolti City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti PSG semja við væntanlegan eftirmann Donnarumma Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Fram - Víkingur | Fram getur blandað sér í toppbaráttuna Í beinni: Valur - FH | Sjóðheitir Valsmenn taka á móti slakasta útivallaliðinu Luiz Diaz til Bayern Englendingar Evrópumeistarar eftir vítaspyrnukeppni Æfingaleikur United betur sóttur en úrslitaleikur HM Sjáðu mörkin úr Sumardeildinni í gær Arsenal hafði betur í Singapúr Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní PSG semja við væntanlegan eftirmann Donnarumma Joao Felix til liðs við Ronaldo hjá Al Nassr Bíða enn eftir Mbeumo Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök United aftur á sigurbraut Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Sumardeildin hófst á stórsigri Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ „Boltinn vildi ekki inn í dag“ Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Arsenal staðfestir komu Gyökeres Fylgdi þrennuni eftir með marki í dramatískum sigri Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Mikilvægur sigur Völsunga Sjáðu öll sjö mörkin úr leikjum gærdagsins James með á æfingu í dag Frumsýning Wirtz engin flugeldasýning C-deildar lið Wycombe stóð í Tottenham Wrexham reynir við Eriksen Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Sjá meira
Síðustu dagar hafa verið mikil rússíbanareið hjá Kjartani Henry Finnbogasyni, framherja danska úrvalsdeildarliðsins Horsens. Kjartan Henry spilaði sinn síðasta heimaleik fyrir lið sitt á föstudagskvöldið þar sem hann skoraði tvö mörk á lokamínútum leiksins og gerði Bröndby skráveifu í titilbaráttu liðsins. Um það bil 6.000 stuðningsmenn Bröndby gerðu sér ferð á heimavöll Horsens sem tekur um það bil 10.000 manns og það ætlaði allt um koll að keyra þegar dómari leiksins flautaði leikinn af. Stuðningsmenn Bröndby létu ófriðlega og kalla þurfti til sjúkrabíla til þess að koma slösuðu fólki til hjálpar vegna óláta stuðningsmannanna. „Þetta var ofboðslega skrýtinn leikur fyrir mig og það var allur tilfinningaskalinn þetta föstudagskvöldið. Fyrst og fremst var ég ánægður með að skora og aðstoða liðið mitt við að ná í stig. Okkur var svo kippt niður á jörðina strax eftir leik og það var svakalegt að sjá þessa slæmu hegðun stuðningsmanna Bröndby,“ segir Kjartan Henry um atburðarásina. Horsens heimsótti svo Midtjylland í lokaumferð deildarinnar á mánudagskvöldið, en sigur Midtjylland í þeim leik þýddi að liðið varð danskur meistari á kostnað Bröndby sem hafði verið í lykilstöðu í toppbaráttunni framan af móti. Eftir þann leik hefur tvenns konar áreiti herjað á Kjartan Henry og fjölskyldu hans. „Stuðningsmenn Bröndby hata mig og hafa sent mér afar ósmekkleg skilaboð. Þeir kenna okkur um hvernig fór og telja að mörkin mín hafi hrifsað frá þeim titilinn. Þetta er orðið vel þreytt og það verður gott að koma heim í frí frá þessu. Stuðningsmenn FC Köbenhavn eru hins vegar hæstánægðir með mig og ég var rétt í þessu að taka við körfu með kexi, ostum og rauðvíni sem verður fínt að dreypa á í fríinu,“ segir Kjartan Henry sposkur. Tilkynnt hefur verið að Kjartan Henry hafi leikið sinn síðasta leik fyrir Horsens, í bili í það minnsta. Kjartan Henry segist búast við því að spila áfram í Danmörku og hann myndi helst vilja spila og búa áfram á Jótlandi. Þar líði honum og fjölskyldunni afar vel og hann hafi sýnt það og sannað undanfarnar tvær leiktíðir að hann geti staðið sig í efstu deild í Danmörku.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Englendingar Evrópumeistarar eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport Æfingaleikur United betur sóttur en úrslitaleikur HM Fótbolti Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna Fótbolti Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök Fótbolti Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Íslenski boltinn Luiz Diaz til Bayern Fótbolti City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti PSG semja við væntanlegan eftirmann Donnarumma Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Fram - Víkingur | Fram getur blandað sér í toppbaráttuna Í beinni: Valur - FH | Sjóðheitir Valsmenn taka á móti slakasta útivallaliðinu Luiz Diaz til Bayern Englendingar Evrópumeistarar eftir vítaspyrnukeppni Æfingaleikur United betur sóttur en úrslitaleikur HM Sjáðu mörkin úr Sumardeildinni í gær Arsenal hafði betur í Singapúr Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní PSG semja við væntanlegan eftirmann Donnarumma Joao Felix til liðs við Ronaldo hjá Al Nassr Bíða enn eftir Mbeumo Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök United aftur á sigurbraut Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Sumardeildin hófst á stórsigri Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ „Boltinn vildi ekki inn í dag“ Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Arsenal staðfestir komu Gyökeres Fylgdi þrennuni eftir með marki í dramatískum sigri Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Mikilvægur sigur Völsunga Sjáðu öll sjö mörkin úr leikjum gærdagsins James með á æfingu í dag Frumsýning Wirtz engin flugeldasýning C-deildar lið Wycombe stóð í Tottenham Wrexham reynir við Eriksen Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Sjá meira
Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti
Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti