Skrautlegt tímabil að baki hjá Hauki Hjörvar Ólafsson skrifar 23. maí 2018 08:00 Haukur Helgi í leik með Cholet vísir/getty Haukur Helgi Pálsson, landsliðsmaður í körfubolta, hefur nýverið lokið viðburðaríku keppnistímabili með liði sínu, Cholet, en liðið sogaðist ofan í fallbaráttu undir lok leiktíðarinnar eftir fína byrjun. Ýmislegt gekk á hjá franska liðinu á leiktíðinni sem var að ljúka, en Haukur Helgi og félagar hans sluppu sem betur fer við falldrauginn á endanum. Haukur Helgi var að hvíla lúin bein á Mallorca þegar Fréttablaðið forvitnaðist um stöðu mála hjá honum. „Þetta var ansi kaflaskipt tímabil og margt furðulegt sem gerðist hjá liðinu í vetur. Við vorum góðir fyrir áramót og vorum bara um miðja deild um áramótin. Svo fór að síga á ógæfuhliðina eftir áramót og þegar upp var staðið náðum við bara í fimm sigurleiki í sautján tilraunum á þessu ári og endum í því að vera í baráttu í neðri hluta deildarinnar. Þetta lið var ekki svona slakt og það voru meiðsli og veikindi til að mynda hjá mér sem settu strik í reikninginn,“ segir Haukur Helgi þegar hann rifjar upp keppnistímabilið. „Það var einnig nokkuð mikil velta á leikmönnum hjá okkur sem hjálpaði ekki til. Til þess að toppa vesenið á okkur á leikmannamarkaðnum þá gufaði bandarískur leikmaður sem hafði samið við félagið upp skömmu eftir hann kom til okkar. Liðsfélagi minn skutlaði honum bara á flugvöllinn og hann sagðist vera að fara í stutta ferð og kæmi svo aftur. Við sáum hann ekkert aftur og ég veit ekkert hvers vegna hann guggnaði á að koma,“ segir hann um vandræðaganginn hjá félaginu undanfarna mánuði. „Við náðum hins vegar að bjarga okkur fyrir horn og það er fyrir öllu. Ég er líka laus við meiðslin sem voru að plaga mig í upphafi árs og það er kærkomið að komast í smá frí eftir langt og strangt tímabil. Næst á dagskrá hjá mér eru landsleikir í júní og ég fer að huga að þeim í lok maí. Það eru breytingar í farvatninu hjá Cholet, þjálfaraskipti, og svo á að hleypa ungum og efnilegum frönskum leikmönnum að hjá liðinu,“ segir Haukur Helgi um framtíðina. „Aðstoðarþjálfarinn er að taka við liðinu og stefnan er að hleypa að leikmönnum sem hafa verið að gera það gott með unglingaliðinu undanfarin ár. Það er alveg spennandi að taka þátt í því og þeir hafa boðið mér að vera áfram hjá félaginu. Ég mun skoða hvernig landið liggur í lok júlí og ákveða mig hvað ég geri. Það eru fleiri lið að kroppa í mig, en mér liggur ekkert á að taka ákvörðun. Mig langar á einhverjum tímapunkti að fara aftur til Spánar og sanna mig þar. Ég var of ungur þegar ég fór þangað og það er í stefnuskránni að fara einhvern tímann þangað aftur, hvort það gerist í haust eða seinna kemur svo bara í ljós,“ segir Haukur Helgi enn fremur um framtíð sína. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Åge Hareide látinn Fótbolti Besti CrossFit-maður Íslands elskar Búlluna Sport Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Fleiri fréttir KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Baráttusigur gegn löskuðu liði Þórs Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Sjá meira
Haukur Helgi Pálsson, landsliðsmaður í körfubolta, hefur nýverið lokið viðburðaríku keppnistímabili með liði sínu, Cholet, en liðið sogaðist ofan í fallbaráttu undir lok leiktíðarinnar eftir fína byrjun. Ýmislegt gekk á hjá franska liðinu á leiktíðinni sem var að ljúka, en Haukur Helgi og félagar hans sluppu sem betur fer við falldrauginn á endanum. Haukur Helgi var að hvíla lúin bein á Mallorca þegar Fréttablaðið forvitnaðist um stöðu mála hjá honum. „Þetta var ansi kaflaskipt tímabil og margt furðulegt sem gerðist hjá liðinu í vetur. Við vorum góðir fyrir áramót og vorum bara um miðja deild um áramótin. Svo fór að síga á ógæfuhliðina eftir áramót og þegar upp var staðið náðum við bara í fimm sigurleiki í sautján tilraunum á þessu ári og endum í því að vera í baráttu í neðri hluta deildarinnar. Þetta lið var ekki svona slakt og það voru meiðsli og veikindi til að mynda hjá mér sem settu strik í reikninginn,“ segir Haukur Helgi þegar hann rifjar upp keppnistímabilið. „Það var einnig nokkuð mikil velta á leikmönnum hjá okkur sem hjálpaði ekki til. Til þess að toppa vesenið á okkur á leikmannamarkaðnum þá gufaði bandarískur leikmaður sem hafði samið við félagið upp skömmu eftir hann kom til okkar. Liðsfélagi minn skutlaði honum bara á flugvöllinn og hann sagðist vera að fara í stutta ferð og kæmi svo aftur. Við sáum hann ekkert aftur og ég veit ekkert hvers vegna hann guggnaði á að koma,“ segir hann um vandræðaganginn hjá félaginu undanfarna mánuði. „Við náðum hins vegar að bjarga okkur fyrir horn og það er fyrir öllu. Ég er líka laus við meiðslin sem voru að plaga mig í upphafi árs og það er kærkomið að komast í smá frí eftir langt og strangt tímabil. Næst á dagskrá hjá mér eru landsleikir í júní og ég fer að huga að þeim í lok maí. Það eru breytingar í farvatninu hjá Cholet, þjálfaraskipti, og svo á að hleypa ungum og efnilegum frönskum leikmönnum að hjá liðinu,“ segir Haukur Helgi um framtíðina. „Aðstoðarþjálfarinn er að taka við liðinu og stefnan er að hleypa að leikmönnum sem hafa verið að gera það gott með unglingaliðinu undanfarin ár. Það er alveg spennandi að taka þátt í því og þeir hafa boðið mér að vera áfram hjá félaginu. Ég mun skoða hvernig landið liggur í lok júlí og ákveða mig hvað ég geri. Það eru fleiri lið að kroppa í mig, en mér liggur ekkert á að taka ákvörðun. Mig langar á einhverjum tímapunkti að fara aftur til Spánar og sanna mig þar. Ég var of ungur þegar ég fór þangað og það er í stefnuskránni að fara einhvern tímann þangað aftur, hvort það gerist í haust eða seinna kemur svo bara í ljós,“ segir Haukur Helgi enn fremur um framtíð sína.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Åge Hareide látinn Fótbolti Besti CrossFit-maður Íslands elskar Búlluna Sport Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Fleiri fréttir KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Baráttusigur gegn löskuðu liði Þórs Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Sjá meira