Mútugreiðslur séu freistandi í byggingariðnaðinum á Íslandi Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 22. maí 2018 08:00 Mútugreiðslur og óeðlilegar fyrirgreiðslur í viðskiptalífinu koma sjaldan inn á borð eftirlitsaðila. Vísir/Pjetur Nokkuð er um mútubrot og aðra óeðlilega fyrirgreiðslu í byggingariðnaði á Íslandi, sérstaklega á höfuðborgarsvæðinu, ekki síst í nágrannasveitarfélögum höfuðborgarinnar. Mútugreiðslur og aðrar ólöglegar eða óeðlilegar fyrirgreiðslur í viðskiptalífinu koma þó sjaldan inn á borð eftirlitsaðila í refsivörslukerfinu og dómar sem fallið hafa á þessu sviði eru mjög fáir. Þó eru dæmi um slíka háttsemi. Fyrirgreiðslan sem boðin er eða óskað er eftir, gegn því að samningur um sölu lóðar eða stór byggingarverkefni gangi í gegn, getur verið með ýmsum hætti. Í samtölum blaðsins við fjárfesta í umræddum iðnaði, verktaka og aðra sem til þekkja, hafa verið nefnd dæmi allt frá hagstæðu verði á þakíbúðum bygginga sem rísa eiga á umræddum byggingarreit til fyrirheita um margar milljónir í reiðufé í brúnum bréfpokum. Þótt algengara sé að boð um sérstaka fyrirgreiðslu komi frá væntanlegum fjárfesti eða verktaka nefna heimildarmenn einnig dæmi um að óskir um greiðslu í reiðufé komi frá seljanda eða verkkaupa. Þeir sem taka við slíku mútufé eru ekki endilega sjálfir eigendur hagsmunanna sem um er að tefla heldur gjarnan þriðju aðilar á borð við fasteignasala eða aðra sem eru í aðstöðu til að liðka til fyrir viðskiptunum. „Hvort tveggja er refsivert, hvort heldur menn eru að þiggja mútur eða bjóða, og gildir þá einu hvort það er í einka- eða opinbera geiranum,“ segir Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari. Ólafur Þór Hauksson, héraðssaksóknariHann segir hækkun fasteignaverðs og mikla eftirspurn eftir lóðum og fasteignum auka hættu á brotum af þessu tagi. „Freistnivandinn verður til þegar verðið á þessum gæðum verður svona hátt,“ segir Ólafur. Aðspurður um eftirlit og rannsóknir á mútugreiðslum og hvort það sé ekki erfiðleikum bundið vegna þess að erfitt sé að rekja slíkar greiðslur, segir Ólafur að viðskipti með háar fjárhæðir í reiðufé ættu að vekja athygli í kerfinu. Vinnuhópur á vegum samtaka Evrópuríkja um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka lauk nýverið sinni fjórðu úttekt hér á landi. Í niðurstöðum kemur meðal annars fram að íslensk stjórnvöld hafi takmarkaðan skilning á hættum sem fylgja peningaþvætti og þótt lagaumhverfið sé gott hafi rannsóknum og eftirliti með peningaþvætti ekki verið nægilega vel sinnt. Í fréttatilkynningu um niðurstöður úttektarinnar á vef Stjórnarráðsins er helstu úrbóta stjórnvalda getið, þar á meðal innleiðingar nýs upplýsingatæknikerfis hjá peningaþvættisskrifstofu héraðssaksóknara, sem ætlað er að hraða vinnslu og greiningu tilkynninga og aukið samstarf milli þeirra sem koma að málaflokknum. Ólafur segir að eftirlitið verði markvissara með samstarfi fleiri aðila eins og Fjármálaeftirlits, banka, eftirlitsstofnana með fasteignasölum, bílasölum og öðrum sem höndli með dýra lausafjármuni. „Þessum aðilum er ætlað að tilkynna grunsamleg viðskipti, og viðskipti með háar fjárhæðir í reiðufé falla þar undir,“ segir Ólafur. Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sjá meira
Nokkuð er um mútubrot og aðra óeðlilega fyrirgreiðslu í byggingariðnaði á Íslandi, sérstaklega á höfuðborgarsvæðinu, ekki síst í nágrannasveitarfélögum höfuðborgarinnar. Mútugreiðslur og aðrar ólöglegar eða óeðlilegar fyrirgreiðslur í viðskiptalífinu koma þó sjaldan inn á borð eftirlitsaðila í refsivörslukerfinu og dómar sem fallið hafa á þessu sviði eru mjög fáir. Þó eru dæmi um slíka háttsemi. Fyrirgreiðslan sem boðin er eða óskað er eftir, gegn því að samningur um sölu lóðar eða stór byggingarverkefni gangi í gegn, getur verið með ýmsum hætti. Í samtölum blaðsins við fjárfesta í umræddum iðnaði, verktaka og aðra sem til þekkja, hafa verið nefnd dæmi allt frá hagstæðu verði á þakíbúðum bygginga sem rísa eiga á umræddum byggingarreit til fyrirheita um margar milljónir í reiðufé í brúnum bréfpokum. Þótt algengara sé að boð um sérstaka fyrirgreiðslu komi frá væntanlegum fjárfesti eða verktaka nefna heimildarmenn einnig dæmi um að óskir um greiðslu í reiðufé komi frá seljanda eða verkkaupa. Þeir sem taka við slíku mútufé eru ekki endilega sjálfir eigendur hagsmunanna sem um er að tefla heldur gjarnan þriðju aðilar á borð við fasteignasala eða aðra sem eru í aðstöðu til að liðka til fyrir viðskiptunum. „Hvort tveggja er refsivert, hvort heldur menn eru að þiggja mútur eða bjóða, og gildir þá einu hvort það er í einka- eða opinbera geiranum,“ segir Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari. Ólafur Þór Hauksson, héraðssaksóknariHann segir hækkun fasteignaverðs og mikla eftirspurn eftir lóðum og fasteignum auka hættu á brotum af þessu tagi. „Freistnivandinn verður til þegar verðið á þessum gæðum verður svona hátt,“ segir Ólafur. Aðspurður um eftirlit og rannsóknir á mútugreiðslum og hvort það sé ekki erfiðleikum bundið vegna þess að erfitt sé að rekja slíkar greiðslur, segir Ólafur að viðskipti með háar fjárhæðir í reiðufé ættu að vekja athygli í kerfinu. Vinnuhópur á vegum samtaka Evrópuríkja um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka lauk nýverið sinni fjórðu úttekt hér á landi. Í niðurstöðum kemur meðal annars fram að íslensk stjórnvöld hafi takmarkaðan skilning á hættum sem fylgja peningaþvætti og þótt lagaumhverfið sé gott hafi rannsóknum og eftirliti með peningaþvætti ekki verið nægilega vel sinnt. Í fréttatilkynningu um niðurstöður úttektarinnar á vef Stjórnarráðsins er helstu úrbóta stjórnvalda getið, þar á meðal innleiðingar nýs upplýsingatæknikerfis hjá peningaþvættisskrifstofu héraðssaksóknara, sem ætlað er að hraða vinnslu og greiningu tilkynninga og aukið samstarf milli þeirra sem koma að málaflokknum. Ólafur segir að eftirlitið verði markvissara með samstarfi fleiri aðila eins og Fjármálaeftirlits, banka, eftirlitsstofnana með fasteignasölum, bílasölum og öðrum sem höndli með dýra lausafjármuni. „Þessum aðilum er ætlað að tilkynna grunsamleg viðskipti, og viðskipti með háar fjárhæðir í reiðufé falla þar undir,“ segir Ólafur.
Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sjá meira