Gina Haspel, forstjóri CIA, ætlar að senda fleiri njósnara á vettvang Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 21. maí 2018 21:03 Gina Haspel er nýr forstjóri bandarísku leyniþjónustunnar. Nýjar áherslur fylgja nýjum forstjóra. Vísir/AFP Gina Haspel tók í dag formlega við starfi forstjóra bandarísku leyniþjónustunnar í höfuðstöðvum CIA í Langley, norður Virginíu. Hún tilkynnti starfsfólki sínu um væntanlegar áherslubreytingar hjá leyniþjónustunni sem yrðu undir sinni forystu. Hún tekur við starfi Mike Pompeo, fyrrverandi forstjóra CIA. Hún lofaði því að senda fleiri njósnara á vettvang og auk þess sem hún hyggst auka færni starfsfólks í erlendum tungumálum, styrkja samvinnu CIA við aðrar leyniþjónustur í Bandaríkjunum og víða um heim. Haspel segist leggja höfuðáherslu á hryðjuverkaógnina og kerfisbundnar ógnir við þjóðaröryggi Bandaríkjanna.Gina Haspel tók formlega við starfi forstjóra bandarísku leyniþjónustunnar CIA í viðurvist Donalds Trump, Bandaríkjaforseta, Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna og Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna.Vísir/afpSegist standa í þakkarskuld við konur innan CIAHaspel er fyrst kvenna til að gegna stöðu forstjóra bandarísku leyniþjónustunnar. Hún sagðist standa í þakkarskuld við kvenkyns starfsmenn leyniþjónustunnar sem ruddu brautina fyrir aðrar konur innan fagsins. Starf þessara kvenna hafi reynst Haspel mikill innblástur.Megi ekki dvelja um of í fortíðinniTilnefning Haspel hefur verið harðlega gagnrýnd en hún stýrði leynifangelsi CIA í Taílandi árið 2002 þar sem grunaðir hryðjuverkamenn voru beittir vatnspyntingum. Í framhaldinu tók hún þátt í að eyða sönnunargögnum um pyntingar árið 2005. Í ræðu sinni í dag lagði Haspel áherslu á að ekki væri unnt að dvelja um of í fortíðinni. „Við verðum að draga lærdóm af fortíðinni en við getum ekki dvalið í henni,“ sagði Haspel.Sjá frétt Vísis um aðkomu Haspels að pyntingum fanga hér. Fimmtíu og fjórir þingmenn greiddu atkvæði með tilnefningu Haspel, þar af sex Demókratar og nær allir þingmenn Repúblikanaflokksins. Fjörutíu og fimm þingmenn greiddu atkvæði á móti tilnefningunni. Haspel er 61 árs og hefur gegnt stöðu aðstoðarforstjóra bandarísku leyniþjónustunnar síðan í febrúar 2017. Hún tók við sem starfandi forstjóri leyniþjónustunnar í síðasta mánuði. Tengdar fréttir Gina Haspel færist nær forstjórastöðunni Gina Haspel var í dag samþykkt af leyniþjónustunefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings. Hún verður líklega fyrsta konan til að gegna embættinu. 16. maí 2018 14:45 Lofar að CIA endurveki aldrei pyntingaáætlun sína Gina Haspel yrði fyrsta konan til að stýra leyniþjónustunni CIA. Hún tengist hins vegar pyntingum leyniþjónustunnar í kjölfar árásanna 11. september. 9. maí 2018 12:03 Gina Haspel nýr forstjóri CIA fyrst kvenna Tilnefning Haspel hefur mætt nokkurri andstöðu. 17. maí 2018 23:33 Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent Samantekt: Björg Magnúsdóttir leiðir lista Viðreisnar í borginni Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Stöðvuðu stolinn bíl með naglamottu eftir eftirför um alla borg Innlent Fleiri fréttir Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Ákæru fyrir manndráp vísað frá Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Sjá meira
Gina Haspel tók í dag formlega við starfi forstjóra bandarísku leyniþjónustunnar í höfuðstöðvum CIA í Langley, norður Virginíu. Hún tilkynnti starfsfólki sínu um væntanlegar áherslubreytingar hjá leyniþjónustunni sem yrðu undir sinni forystu. Hún tekur við starfi Mike Pompeo, fyrrverandi forstjóra CIA. Hún lofaði því að senda fleiri njósnara á vettvang og auk þess sem hún hyggst auka færni starfsfólks í erlendum tungumálum, styrkja samvinnu CIA við aðrar leyniþjónustur í Bandaríkjunum og víða um heim. Haspel segist leggja höfuðáherslu á hryðjuverkaógnina og kerfisbundnar ógnir við þjóðaröryggi Bandaríkjanna.Gina Haspel tók formlega við starfi forstjóra bandarísku leyniþjónustunnar CIA í viðurvist Donalds Trump, Bandaríkjaforseta, Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna og Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna.Vísir/afpSegist standa í þakkarskuld við konur innan CIAHaspel er fyrst kvenna til að gegna stöðu forstjóra bandarísku leyniþjónustunnar. Hún sagðist standa í þakkarskuld við kvenkyns starfsmenn leyniþjónustunnar sem ruddu brautina fyrir aðrar konur innan fagsins. Starf þessara kvenna hafi reynst Haspel mikill innblástur.Megi ekki dvelja um of í fortíðinniTilnefning Haspel hefur verið harðlega gagnrýnd en hún stýrði leynifangelsi CIA í Taílandi árið 2002 þar sem grunaðir hryðjuverkamenn voru beittir vatnspyntingum. Í framhaldinu tók hún þátt í að eyða sönnunargögnum um pyntingar árið 2005. Í ræðu sinni í dag lagði Haspel áherslu á að ekki væri unnt að dvelja um of í fortíðinni. „Við verðum að draga lærdóm af fortíðinni en við getum ekki dvalið í henni,“ sagði Haspel.Sjá frétt Vísis um aðkomu Haspels að pyntingum fanga hér. Fimmtíu og fjórir þingmenn greiddu atkvæði með tilnefningu Haspel, þar af sex Demókratar og nær allir þingmenn Repúblikanaflokksins. Fjörutíu og fimm þingmenn greiddu atkvæði á móti tilnefningunni. Haspel er 61 árs og hefur gegnt stöðu aðstoðarforstjóra bandarísku leyniþjónustunnar síðan í febrúar 2017. Hún tók við sem starfandi forstjóri leyniþjónustunnar í síðasta mánuði.
Tengdar fréttir Gina Haspel færist nær forstjórastöðunni Gina Haspel var í dag samþykkt af leyniþjónustunefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings. Hún verður líklega fyrsta konan til að gegna embættinu. 16. maí 2018 14:45 Lofar að CIA endurveki aldrei pyntingaáætlun sína Gina Haspel yrði fyrsta konan til að stýra leyniþjónustunni CIA. Hún tengist hins vegar pyntingum leyniþjónustunnar í kjölfar árásanna 11. september. 9. maí 2018 12:03 Gina Haspel nýr forstjóri CIA fyrst kvenna Tilnefning Haspel hefur mætt nokkurri andstöðu. 17. maí 2018 23:33 Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent Samantekt: Björg Magnúsdóttir leiðir lista Viðreisnar í borginni Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Stöðvuðu stolinn bíl með naglamottu eftir eftirför um alla borg Innlent Fleiri fréttir Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Ákæru fyrir manndráp vísað frá Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Sjá meira
Gina Haspel færist nær forstjórastöðunni Gina Haspel var í dag samþykkt af leyniþjónustunefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings. Hún verður líklega fyrsta konan til að gegna embættinu. 16. maí 2018 14:45
Lofar að CIA endurveki aldrei pyntingaáætlun sína Gina Haspel yrði fyrsta konan til að stýra leyniþjónustunni CIA. Hún tengist hins vegar pyntingum leyniþjónustunnar í kjölfar árásanna 11. september. 9. maí 2018 12:03
Gina Haspel nýr forstjóri CIA fyrst kvenna Tilnefning Haspel hefur mætt nokkurri andstöðu. 17. maí 2018 23:33