Pompeo boðar aðgerðir gegn Íran Andri Eysteinsson skrifar 21. maí 2018 14:30 Mike Pompeo útlistaði áform Bandaríkjastórnar gegn Íran í ræðu sinni í dag Vísir/EPA Í ávarpi sínu fyrir hugveitunni Heritage foundation, þeirri sömu og utanríkisráðherra Íslands ávarpaði í Washington heimsókn sinni á dögunum, ræddi Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna næstu skref ríkisstjórnarinnar gagnvart Íran. Frá þessu greinir BBC. Donald Trump, bandaríkjaforseti tilkynnti í síðustu viku að Bandaríkin myndu draga sig úr kjarnorkusamningnum sem Bandaríkin ásamt fleiri þjóðum gerðu við Íran í stjórnartíð Barack Obama. Samningurinn fól í sér niðurfellingu refsiaðgerða þjóðanna gagnvart Íran gegn takmörkunum á íranskri kjarnorkuframleiðslu. Nú virðist öldin vera önnur, en eftir brotthvarf Bandaríkjanna frá samningnum frá 2015 tilkynnti Pompeo í dag að Bandaríkin myndu beita hörðustu refsiaðgerðum í sögunni gegn Íran. Meðal þeirra tólf krafa sem Pompeo setti fram fyrir hönd Bandaríkjanna var krafa um að stuðningi íranskra stjórnvalda við hryðjuverkahópa í Mið-Austurlöndum skyldi hætt, bandarískum ríkisborgurum í haldi íranskra yfirvalda verði sleppt, framleiðsla á loftskeytum skyldi hætt og einnig kallaði Pompeo eftir banni á notkun þungs vatns sem er ein helsta leið til framleiðslu á kjarnorku. Pompeo lýsti einnig yfir áformum Bandaríkjanna að beita Íran fordæmalausum fjárhagslegum þvingunum, svo miklum að Íran þyrfti að berjast til þess að halda hagkerfi sínu á floti. Ráðherrann sagði einnig að írönsk stjórnvöld skyldu ekki efast um alvöru þessara aðgerða og að Íran skyldi aldrei aftur hafa frjálsar hendur til yfirráða í Mið-Austurlöndum. Slakanir á þessum refsiaðgerðum yrðu eingöngu þegar raunverulegar breytingar hafa sést á stefnum íranskra stjórnvalda. Erlent Tengdar fréttir Obama segir ákvörðun Trump „alvarleg mistök“ Theresa May forsætisráðherra Bretlands, Angela Merkel kanslari Þýskalands og Emmanuel Macron Frakklandsforseti gáfu út sameiginlega yfirlýsingu þar sem að þau lýsa yfir áhyggjum og harma ákvörðun Trump. 8. maí 2018 22:45 Hvetja Trump til að rifta ekki kjarnorkusamkomulaginu Trump hefur ítrekað hótað því að ef bandamenn Bandaríkjanna í Evrópu lagi ekki „hræðilega galla“ í samkomulaginu fyrir 12. maí muni hann beita viðskiptaþvingunum gegn Íran aftur. 23. apríl 2018 17:02 Trump dregur Bandaríkin út úr kjarnorkusamningnum við Íran Bandaríkjaforseti tjáði Emmanuel Macron Frakklandsforseta þetta í morgun. Tilkynnt verður um ákvörðunina formlega síðdegis. 8. maí 2018 15:42 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Erlent Fleiri fréttir Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi Sjá meira
Í ávarpi sínu fyrir hugveitunni Heritage foundation, þeirri sömu og utanríkisráðherra Íslands ávarpaði í Washington heimsókn sinni á dögunum, ræddi Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna næstu skref ríkisstjórnarinnar gagnvart Íran. Frá þessu greinir BBC. Donald Trump, bandaríkjaforseti tilkynnti í síðustu viku að Bandaríkin myndu draga sig úr kjarnorkusamningnum sem Bandaríkin ásamt fleiri þjóðum gerðu við Íran í stjórnartíð Barack Obama. Samningurinn fól í sér niðurfellingu refsiaðgerða þjóðanna gagnvart Íran gegn takmörkunum á íranskri kjarnorkuframleiðslu. Nú virðist öldin vera önnur, en eftir brotthvarf Bandaríkjanna frá samningnum frá 2015 tilkynnti Pompeo í dag að Bandaríkin myndu beita hörðustu refsiaðgerðum í sögunni gegn Íran. Meðal þeirra tólf krafa sem Pompeo setti fram fyrir hönd Bandaríkjanna var krafa um að stuðningi íranskra stjórnvalda við hryðjuverkahópa í Mið-Austurlöndum skyldi hætt, bandarískum ríkisborgurum í haldi íranskra yfirvalda verði sleppt, framleiðsla á loftskeytum skyldi hætt og einnig kallaði Pompeo eftir banni á notkun þungs vatns sem er ein helsta leið til framleiðslu á kjarnorku. Pompeo lýsti einnig yfir áformum Bandaríkjanna að beita Íran fordæmalausum fjárhagslegum þvingunum, svo miklum að Íran þyrfti að berjast til þess að halda hagkerfi sínu á floti. Ráðherrann sagði einnig að írönsk stjórnvöld skyldu ekki efast um alvöru þessara aðgerða og að Íran skyldi aldrei aftur hafa frjálsar hendur til yfirráða í Mið-Austurlöndum. Slakanir á þessum refsiaðgerðum yrðu eingöngu þegar raunverulegar breytingar hafa sést á stefnum íranskra stjórnvalda.
Erlent Tengdar fréttir Obama segir ákvörðun Trump „alvarleg mistök“ Theresa May forsætisráðherra Bretlands, Angela Merkel kanslari Þýskalands og Emmanuel Macron Frakklandsforseti gáfu út sameiginlega yfirlýsingu þar sem að þau lýsa yfir áhyggjum og harma ákvörðun Trump. 8. maí 2018 22:45 Hvetja Trump til að rifta ekki kjarnorkusamkomulaginu Trump hefur ítrekað hótað því að ef bandamenn Bandaríkjanna í Evrópu lagi ekki „hræðilega galla“ í samkomulaginu fyrir 12. maí muni hann beita viðskiptaþvingunum gegn Íran aftur. 23. apríl 2018 17:02 Trump dregur Bandaríkin út úr kjarnorkusamningnum við Íran Bandaríkjaforseti tjáði Emmanuel Macron Frakklandsforseta þetta í morgun. Tilkynnt verður um ákvörðunina formlega síðdegis. 8. maí 2018 15:42 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Erlent Fleiri fréttir Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi Sjá meira
Obama segir ákvörðun Trump „alvarleg mistök“ Theresa May forsætisráðherra Bretlands, Angela Merkel kanslari Þýskalands og Emmanuel Macron Frakklandsforseti gáfu út sameiginlega yfirlýsingu þar sem að þau lýsa yfir áhyggjum og harma ákvörðun Trump. 8. maí 2018 22:45
Hvetja Trump til að rifta ekki kjarnorkusamkomulaginu Trump hefur ítrekað hótað því að ef bandamenn Bandaríkjanna í Evrópu lagi ekki „hræðilega galla“ í samkomulaginu fyrir 12. maí muni hann beita viðskiptaþvingunum gegn Íran aftur. 23. apríl 2018 17:02
Trump dregur Bandaríkin út úr kjarnorkusamningnum við Íran Bandaríkjaforseti tjáði Emmanuel Macron Frakklandsforseta þetta í morgun. Tilkynnt verður um ákvörðunina formlega síðdegis. 8. maí 2018 15:42