Ríkisstjórn Trump vill leyfa bílum að menga meira Kjartan Kjartansson skrifar 31. maí 2018 19:51 Bílar þurfa ekki að standast eins strangar kröfur um útblástur eftir 2020 og til stóð ef tillaga Trump-stjórnarinnar nær fram að ganga. Vísir/EPA Umhverfisstofnun Bandaríkjanna skilaði í dag tillögu um að frysta kröfur um sparneytni og útblástur bíla og auka þannig verulega losun gróðurhúsalofttegunda frá samgöngum. Líklegt er að tillagan leiði til harðra átaka á milli alríkisstjórnar Trump og yfirvalda í Kaliforníu sem gætu endað fyrir Hæstarétti Bandaríkjanna. Ríkisstjórn Baracks Obama fyrrverandi forseta setti reglur sem hefðu nærri því tvöfaldað kröfur um sparneytni fólksbíla fyrir árið 2025. Bílaframleiðendur voru andsnúnir reglunum og töldu þær of íþyngjandi.New York Times segir að tillaga Umhverfisstofnunarinnar (EPA) feli í sér að kröfur um sparneytni bíla verði frystar frá 2020. Það myndi auka verulega losun Bandaríkjanna á gróðurhúsalofttegundum sem valda hnattrænni hlýnun frá því sem orðið hefði með Obama-reglunum. Ríkisstjórn Trump hefur gripið til markvissra aðgerða til að vinda ofan af loftslagsaðgerðum ríkisstjórnar Obama. Tillaga EPA felur hins vegar einnig í sér að heimild Kaliforníuríkis til þess að setja eigin reglur um útblástur bíla verði í reynd felld úr gildi. Kaliforníu hefur haft þá heimild í tæp fimmtíu ár en nú vill EPA skilyrða þá heimild þannig að ríkið geti ekki sett strangari reglur en alríkisstjórnin. Tólf önnur ríki fylgja fordæmi Kaliforníu í útblásturskröfum bíla og saman mynda þau um þriðjung af bílamarkaði Bandaríkjanna. Ráðamenn í Kaliforníu hafa þegar lýst því yfir að þeir ætli að berjast gegn aðgerðum alríkisstjórnar Trump til að slaka á kröfum til bílaframleiðenda. Sú deila gæti endað fyrir Hæstarétti. Hefði Kalifornía sigur þyrftu bílaframleiðendur að framleiða bíla eftir tveimur mismunandi útblástursstöðlum með tilheyrandi óhagræði.Vinna náið með afneiturum loftslagsvísinda Umhverfisstofnunin hefur undir Trump þegar tekið fyrstu skrefin að því að afnema reglur sem stjórn Obama setti sem áttu að takmarka losun gróðurhúsalofttegunda frá orkuframleiðslu. Scott Pruitt, forstjóri stofnunarinnar, er fyrrverandi dómsmálaráðherra Oklahoma, sem vann náið með jarðefnaeldsneytisfyrirtækjum og stefndi EPA ítrekað til að hnekkja umhverfisreglum. Tölvupóstar sem gerðir hafa verið opinberir á grundvelli upplýsingalaga sýna að undir Pruitt hefur EPA unnið með hugveitum sem þræta fyrir loftslagsvísindi og berjast gegn hvers kyns aðgerðum til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Þannig unnu starfsmenn Umhverfisstofnunarinnar með Heartland-stofnuninni, hægrisinnaðri hugveitu sem dreifir rangfærslum um loftslagsmál, að því að koma afneiturum loftslagsbreytinga á opinbera viðburði stofnunarinnar. EPA hefur einnig fjarlægt vísarnir í loftslagsbreytingar af vefsíðu sinni að skipan Pruitt. Bílar Loftslagsmál Tengdar fréttir Hitnar undir afkastamesta embættismanni Trump Trump lofaði að ræsa fram mýrina þegar hann var kjörinn forseti. Forstjóri Umhverfisstofnunar hans virðist hins vegar á bólakafi í mýri málafylgjumanna í Washington-borg. 3. apríl 2018 13:00 Hvíta húsið vildi stöðva birtingu óþægilegrar rannsóknar á vatnsmengun Embættismenn í Hvíta húsinu og hjá Umhverfisstofnuninni óttuðust almannatengslamartröð vegna óbirtrar rannsóknar um eiturefnamengun í drykkjarvatni. 15. maí 2018 13:22 Ríkisstjórn Trump vill vinda ofan af reglum um sparneytni bíla Mögulegt er að tvö ólík markaðssvæði með bíla verði til í Bandaríkjunum í framhaldinu en Kalifornía ætlar að standa fast á hertum reglum um sparneytni og umhverfisáhrif bíla. 31. mars 2018 18:46 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé Innlent Fleiri fréttir Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Sjá meira
Umhverfisstofnun Bandaríkjanna skilaði í dag tillögu um að frysta kröfur um sparneytni og útblástur bíla og auka þannig verulega losun gróðurhúsalofttegunda frá samgöngum. Líklegt er að tillagan leiði til harðra átaka á milli alríkisstjórnar Trump og yfirvalda í Kaliforníu sem gætu endað fyrir Hæstarétti Bandaríkjanna. Ríkisstjórn Baracks Obama fyrrverandi forseta setti reglur sem hefðu nærri því tvöfaldað kröfur um sparneytni fólksbíla fyrir árið 2025. Bílaframleiðendur voru andsnúnir reglunum og töldu þær of íþyngjandi.New York Times segir að tillaga Umhverfisstofnunarinnar (EPA) feli í sér að kröfur um sparneytni bíla verði frystar frá 2020. Það myndi auka verulega losun Bandaríkjanna á gróðurhúsalofttegundum sem valda hnattrænni hlýnun frá því sem orðið hefði með Obama-reglunum. Ríkisstjórn Trump hefur gripið til markvissra aðgerða til að vinda ofan af loftslagsaðgerðum ríkisstjórnar Obama. Tillaga EPA felur hins vegar einnig í sér að heimild Kaliforníuríkis til þess að setja eigin reglur um útblástur bíla verði í reynd felld úr gildi. Kaliforníu hefur haft þá heimild í tæp fimmtíu ár en nú vill EPA skilyrða þá heimild þannig að ríkið geti ekki sett strangari reglur en alríkisstjórnin. Tólf önnur ríki fylgja fordæmi Kaliforníu í útblásturskröfum bíla og saman mynda þau um þriðjung af bílamarkaði Bandaríkjanna. Ráðamenn í Kaliforníu hafa þegar lýst því yfir að þeir ætli að berjast gegn aðgerðum alríkisstjórnar Trump til að slaka á kröfum til bílaframleiðenda. Sú deila gæti endað fyrir Hæstarétti. Hefði Kalifornía sigur þyrftu bílaframleiðendur að framleiða bíla eftir tveimur mismunandi útblástursstöðlum með tilheyrandi óhagræði.Vinna náið með afneiturum loftslagsvísinda Umhverfisstofnunin hefur undir Trump þegar tekið fyrstu skrefin að því að afnema reglur sem stjórn Obama setti sem áttu að takmarka losun gróðurhúsalofttegunda frá orkuframleiðslu. Scott Pruitt, forstjóri stofnunarinnar, er fyrrverandi dómsmálaráðherra Oklahoma, sem vann náið með jarðefnaeldsneytisfyrirtækjum og stefndi EPA ítrekað til að hnekkja umhverfisreglum. Tölvupóstar sem gerðir hafa verið opinberir á grundvelli upplýsingalaga sýna að undir Pruitt hefur EPA unnið með hugveitum sem þræta fyrir loftslagsvísindi og berjast gegn hvers kyns aðgerðum til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Þannig unnu starfsmenn Umhverfisstofnunarinnar með Heartland-stofnuninni, hægrisinnaðri hugveitu sem dreifir rangfærslum um loftslagsmál, að því að koma afneiturum loftslagsbreytinga á opinbera viðburði stofnunarinnar. EPA hefur einnig fjarlægt vísarnir í loftslagsbreytingar af vefsíðu sinni að skipan Pruitt.
Bílar Loftslagsmál Tengdar fréttir Hitnar undir afkastamesta embættismanni Trump Trump lofaði að ræsa fram mýrina þegar hann var kjörinn forseti. Forstjóri Umhverfisstofnunar hans virðist hins vegar á bólakafi í mýri málafylgjumanna í Washington-borg. 3. apríl 2018 13:00 Hvíta húsið vildi stöðva birtingu óþægilegrar rannsóknar á vatnsmengun Embættismenn í Hvíta húsinu og hjá Umhverfisstofnuninni óttuðust almannatengslamartröð vegna óbirtrar rannsóknar um eiturefnamengun í drykkjarvatni. 15. maí 2018 13:22 Ríkisstjórn Trump vill vinda ofan af reglum um sparneytni bíla Mögulegt er að tvö ólík markaðssvæði með bíla verði til í Bandaríkjunum í framhaldinu en Kalifornía ætlar að standa fast á hertum reglum um sparneytni og umhverfisáhrif bíla. 31. mars 2018 18:46 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé Innlent Fleiri fréttir Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Sjá meira
Hitnar undir afkastamesta embættismanni Trump Trump lofaði að ræsa fram mýrina þegar hann var kjörinn forseti. Forstjóri Umhverfisstofnunar hans virðist hins vegar á bólakafi í mýri málafylgjumanna í Washington-borg. 3. apríl 2018 13:00
Hvíta húsið vildi stöðva birtingu óþægilegrar rannsóknar á vatnsmengun Embættismenn í Hvíta húsinu og hjá Umhverfisstofnuninni óttuðust almannatengslamartröð vegna óbirtrar rannsóknar um eiturefnamengun í drykkjarvatni. 15. maí 2018 13:22
Ríkisstjórn Trump vill vinda ofan af reglum um sparneytni bíla Mögulegt er að tvö ólík markaðssvæði með bíla verði til í Bandaríkjunum í framhaldinu en Kalifornía ætlar að standa fast á hertum reglum um sparneytni og umhverfisáhrif bíla. 31. mars 2018 18:46
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“