Atli Már segist hafa unnið orrustuna en tapað stríðinu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 31. maí 2018 15:15 Atli Már í dómsal í dag íklæddur bol með áletruninni: Hvar er Frikki? Vísir/Vilhelm. Atli Már Gylfason var að vonum ánægður þegar blaðamaður náði tali af honum fyrir utan dómssal í Héraðsdómi Reykjaness eftir að Atli Már var sýknaður af öllum kröfum í meiðyrðamáli Guðmundar Spartakusar Ómarssonar gegn honum. „Ég er virkilega sáttur. Ég var með besta lögfræðinginn í þessu fagi,“ sagði Atli Már brosandi. „Hann kann alla króka og kima í meiðyrðamálum en ég vonaðist alltaf til að réttlætið myndi sigra að lokum og það gerði það hérna í dag.“Lögmaður Atla Más í málinu var Gunnar Ingi Jóhannsonn hæstaréttarlögmaður. Blaðamannafélag Íslands stóð straum af málskostnaði Atla Más í málinu, en Guðmundur Spartakus þarf að greiða Atla Má 600 þúsund krónur í málskostnað.Málið hefur verið fyrirferðarmikið í fjölmiðlum og sneri að meintum fíkniefnaumsvifum Guðmundar Spartakusar og hvarfi Friðriks Kristjánssonar. Fjallaði Atli Már um hvarf Friðriks í grein sem birtist á vef Stundarinnar 1. desember 2016. Krafðist Guðmundur Spartakus ómerkingu á ærumeiðandu ummælum í greininni sem og víðar, auk 10 milljóna króna í miskabætur.„Þetta hefur gríðarlega þýðingu fyrir mig. Þetta snerist um tíu milljóna króna skaðabótakröfu sem hefði sett mig á hausinn, persónulega,“ segir Atli sem segist einnig vera þakklátur fyrir að Stundin, sem einnig var stefnt í málinu, þurfi ekki að greiða bætur vegna málsins.Segir Atli Már að málið hafi tekið á og að honum hafi borist ítrekaðar líflátshótanir, þar af tvær um Hvítasunnuhelgina, sem hann segir hafa verið kærðar til lögreglu.„Þetta er búið að vera strembið“.Atli Már og Gunnar Ingi, lögmaður hans, fallast í faðma eftir að dómur í málinu var kveðinn upp.Vísir/VilhelmSegist finna til með fjölmiðlamönnum á RÚV Atli Már var ekki eini fjölmiðlamaðurinn sem Guðmundur Spartakus stefndi vegna fréttaflutnings hérlendis.Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði Sigmund Erni Rúnarssyni af kröfum Guðmundar Spartakusar vegna frétta sem birtust á vef sjónvarpsstöðvarinnar. Hæstiréttur hefur staðfest dóm héraðsdóms í málinu.Þá krafðist Guðmundur Spartakus samtals tíu milljóna í bætur frá fjórum fréttamönnum RÚV. Samþykkti RÚV að greiða honum samtals 2,5 milljónir króna vegna málsins.Sáttagreiðslan var harðlega gagnrýnd á sínum tíma og er sögð vera mikil óánægja með sáttagreiðsluna á meðal fréttamanna RÚV. Segir Atli Már að í ljósi sýknudóma í máli hans og Sigmundar Ernis þurfi forsvarsmenn RÚV að svara fyrir ákvörðunina um að semja.„Það er eitthvað sem forsvarsmenn RÚV verða að svara fyrir. Ég að sjálfsögðu finn til með öllum fjölmiðlamönnum sem starfa á RÚV því að þessi sátt er gerð í algjörri andstæðu við þá og ég veit að menn eru ekki sáttir upp í Efsaleiti, bara langt í frá,“ segir Atli Már.Segir hann sátt RÚV við Guðmund Spartakus gera það að verkum að hann hafi fjármagn til þess að standa í baráttu við fjölmiðla í dómsmálum sem þessum.„Þó svo að ég hafi unnið þessa orrustu, þá vann Guðmundur Spartakus stríðið. Hann á pening til þess að greiða allan þennan málskostnað. Hann getur kært málið til Landsréttar sem hann kemur eflaust til með að gera og þarf ekki að hafa áhyggjur af því að punga sjálfur út pening, RÚV er búið að borga allar málsbætur og kostnað fyrir hann.“ Dómsmál Fjölmiðlar Tengdar fréttir Ruiz kemur ekki til landsins en ber vitni í mynd símleiðis Karl Steinar Valsson mun ekki svara spurningum er varða rannsókn lögreglu á hvarfi Friðriks Kristjánssonar. 2. maí 2018 10:49 Atli Már sýknaður í meiðyrðamáli Guðmundar Spartakusar Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjaness í dag. 31. maí 2018 14:00 „Hakkavél íslenskra fjölmiðla“ og nývaknaður blaðamaður á stuttbuxum Meiðyrðamál, sem Vilhjálmur H. Vilhjálmsson lögmaður höfðar fyrir hönd Guðmundar Spartakusar Ómarssonar, gegn fjölmiðlamanninum Sigmund Erni Rúnarssyni var tekið fyrir í Hæstarétti Íslands í morgun. 30. apríl 2018 16:45 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Atli Már Gylfason var að vonum ánægður þegar blaðamaður náði tali af honum fyrir utan dómssal í Héraðsdómi Reykjaness eftir að Atli Már var sýknaður af öllum kröfum í meiðyrðamáli Guðmundar Spartakusar Ómarssonar gegn honum. „Ég er virkilega sáttur. Ég var með besta lögfræðinginn í þessu fagi,“ sagði Atli Már brosandi. „Hann kann alla króka og kima í meiðyrðamálum en ég vonaðist alltaf til að réttlætið myndi sigra að lokum og það gerði það hérna í dag.“Lögmaður Atla Más í málinu var Gunnar Ingi Jóhannsonn hæstaréttarlögmaður. Blaðamannafélag Íslands stóð straum af málskostnaði Atla Más í málinu, en Guðmundur Spartakus þarf að greiða Atla Má 600 þúsund krónur í málskostnað.Málið hefur verið fyrirferðarmikið í fjölmiðlum og sneri að meintum fíkniefnaumsvifum Guðmundar Spartakusar og hvarfi Friðriks Kristjánssonar. Fjallaði Atli Már um hvarf Friðriks í grein sem birtist á vef Stundarinnar 1. desember 2016. Krafðist Guðmundur Spartakus ómerkingu á ærumeiðandu ummælum í greininni sem og víðar, auk 10 milljóna króna í miskabætur.„Þetta hefur gríðarlega þýðingu fyrir mig. Þetta snerist um tíu milljóna króna skaðabótakröfu sem hefði sett mig á hausinn, persónulega,“ segir Atli sem segist einnig vera þakklátur fyrir að Stundin, sem einnig var stefnt í málinu, þurfi ekki að greiða bætur vegna málsins.Segir Atli Már að málið hafi tekið á og að honum hafi borist ítrekaðar líflátshótanir, þar af tvær um Hvítasunnuhelgina, sem hann segir hafa verið kærðar til lögreglu.„Þetta er búið að vera strembið“.Atli Már og Gunnar Ingi, lögmaður hans, fallast í faðma eftir að dómur í málinu var kveðinn upp.Vísir/VilhelmSegist finna til með fjölmiðlamönnum á RÚV Atli Már var ekki eini fjölmiðlamaðurinn sem Guðmundur Spartakus stefndi vegna fréttaflutnings hérlendis.Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði Sigmund Erni Rúnarssyni af kröfum Guðmundar Spartakusar vegna frétta sem birtust á vef sjónvarpsstöðvarinnar. Hæstiréttur hefur staðfest dóm héraðsdóms í málinu.Þá krafðist Guðmundur Spartakus samtals tíu milljóna í bætur frá fjórum fréttamönnum RÚV. Samþykkti RÚV að greiða honum samtals 2,5 milljónir króna vegna málsins.Sáttagreiðslan var harðlega gagnrýnd á sínum tíma og er sögð vera mikil óánægja með sáttagreiðsluna á meðal fréttamanna RÚV. Segir Atli Már að í ljósi sýknudóma í máli hans og Sigmundar Ernis þurfi forsvarsmenn RÚV að svara fyrir ákvörðunina um að semja.„Það er eitthvað sem forsvarsmenn RÚV verða að svara fyrir. Ég að sjálfsögðu finn til með öllum fjölmiðlamönnum sem starfa á RÚV því að þessi sátt er gerð í algjörri andstæðu við þá og ég veit að menn eru ekki sáttir upp í Efsaleiti, bara langt í frá,“ segir Atli Már.Segir hann sátt RÚV við Guðmund Spartakus gera það að verkum að hann hafi fjármagn til þess að standa í baráttu við fjölmiðla í dómsmálum sem þessum.„Þó svo að ég hafi unnið þessa orrustu, þá vann Guðmundur Spartakus stríðið. Hann á pening til þess að greiða allan þennan málskostnað. Hann getur kært málið til Landsréttar sem hann kemur eflaust til með að gera og þarf ekki að hafa áhyggjur af því að punga sjálfur út pening, RÚV er búið að borga allar málsbætur og kostnað fyrir hann.“
Dómsmál Fjölmiðlar Tengdar fréttir Ruiz kemur ekki til landsins en ber vitni í mynd símleiðis Karl Steinar Valsson mun ekki svara spurningum er varða rannsókn lögreglu á hvarfi Friðriks Kristjánssonar. 2. maí 2018 10:49 Atli Már sýknaður í meiðyrðamáli Guðmundar Spartakusar Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjaness í dag. 31. maí 2018 14:00 „Hakkavél íslenskra fjölmiðla“ og nývaknaður blaðamaður á stuttbuxum Meiðyrðamál, sem Vilhjálmur H. Vilhjálmsson lögmaður höfðar fyrir hönd Guðmundar Spartakusar Ómarssonar, gegn fjölmiðlamanninum Sigmund Erni Rúnarssyni var tekið fyrir í Hæstarétti Íslands í morgun. 30. apríl 2018 16:45 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Ruiz kemur ekki til landsins en ber vitni í mynd símleiðis Karl Steinar Valsson mun ekki svara spurningum er varða rannsókn lögreglu á hvarfi Friðriks Kristjánssonar. 2. maí 2018 10:49
Atli Már sýknaður í meiðyrðamáli Guðmundar Spartakusar Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjaness í dag. 31. maí 2018 14:00
„Hakkavél íslenskra fjölmiðla“ og nývaknaður blaðamaður á stuttbuxum Meiðyrðamál, sem Vilhjálmur H. Vilhjálmsson lögmaður höfðar fyrir hönd Guðmundar Spartakusar Ómarssonar, gegn fjölmiðlamanninum Sigmund Erni Rúnarssyni var tekið fyrir í Hæstarétti Íslands í morgun. 30. apríl 2018 16:45