Leynilegar friðarviðræður í Afganistan Stefán Ó. Jónsson skrifar 31. maí 2018 08:37 Fjöldi hermanna, jafnt í afganska stjórnarhernum sem og úr röðum talíbana, hafa fallið í átökum að undanförnu. Vísir/epa Talíbanar eru sagðir hafa átt leynilegar friðarviðræður við afgönsk stjórnvöld. John Nicholson, herforinginn sem fer fyrir aðgerðum Bandaríkjahers í Afganistan, segir að alþjóðastofnanir og fulltrúar hinna ýmsu stjórnvalda hafi komið að viðræðunum. Forseti Afganistan, Asraf Ghani, hvatti til friðarviðræðna í febrúar síðastliðnum. Þá svöruðu Talíbanar ekki kallinu en mikið mannfall í báðum fylkingum á síðustu mánuðum virðist hafa ýtt við leiðtogum þeirra. Talíbanar hafa þó ekki látið af árásum sínum. Þeir réðust til að mynda á innanríkisráðuneyti Afghanistans í gær og ekki er langt síðan að þeir létu til skarar skríða gegn lögreglustöðvum og kjósendum í landinu.Sjá einnig: Forseti Afghanistan býðst til að viðurkenna TalíbanaÁ sama tíma er talið að um 50 Talíbanar hafi fallið í áhlaupi Bandaríkjamanna og afganska stjórnarhersins, sem framkvæmt var í suðvesturhluta landsins á dögunum. Herforinginn Nicholson líkti ástandinu í Afganistan við Kolumbíu. Þar geisaði borgarastríð í um 50 ár áður en friðarsamningur var formlega undirritaður. Því væri ekki óheyrt að árangur gæti náðst þrátt fyrir áframhaldandi blóðsúthellingar.Nicholson vildi ekki tjá blaðamönnum hvaða einstaklingar það væru sem sest hefðu við samningaborðið í leynilegu viðræðunum. Engu að síður sagði herforinginn að um væri að ræða nokkuð háttsetta Talíbana.Talið er að tilboð forseta Afganistan, sem lagði til í febrúar að gera Talíbana að stjórnmálaflokki ef þeir létu af árásum sínum og viðurkenndu stjórnarskrá landsins, hafi verið jafnframt orðið til þess að liðka fyrir viðræðunum. Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Forseti Afganistan býðst til að viðurkenna Talíbana Forseti Afganistan vill binda enda á stríðið og býðst til að viðurkenna Talíbana sem lögmæt stjórnmálasamtök. 28. febrúar 2018 10:45 Árásirnar beinast gegn kjósendum Minnst fjórtán fórust og tugir særðust í sprengjuárás á mosku í austurhluta Afganistan í gær. 7. maí 2018 06:00 Gríðarlegar sprengingar í Kabúl Þrjár stórar sprengjur sprungu í miðborg Kabúl, höfuðborg Afganistan, í morgun. 9. maí 2018 08:21 Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Innlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent Fleiri fréttir Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Sjá meira
Talíbanar eru sagðir hafa átt leynilegar friðarviðræður við afgönsk stjórnvöld. John Nicholson, herforinginn sem fer fyrir aðgerðum Bandaríkjahers í Afganistan, segir að alþjóðastofnanir og fulltrúar hinna ýmsu stjórnvalda hafi komið að viðræðunum. Forseti Afganistan, Asraf Ghani, hvatti til friðarviðræðna í febrúar síðastliðnum. Þá svöruðu Talíbanar ekki kallinu en mikið mannfall í báðum fylkingum á síðustu mánuðum virðist hafa ýtt við leiðtogum þeirra. Talíbanar hafa þó ekki látið af árásum sínum. Þeir réðust til að mynda á innanríkisráðuneyti Afghanistans í gær og ekki er langt síðan að þeir létu til skarar skríða gegn lögreglustöðvum og kjósendum í landinu.Sjá einnig: Forseti Afghanistan býðst til að viðurkenna TalíbanaÁ sama tíma er talið að um 50 Talíbanar hafi fallið í áhlaupi Bandaríkjamanna og afganska stjórnarhersins, sem framkvæmt var í suðvesturhluta landsins á dögunum. Herforinginn Nicholson líkti ástandinu í Afganistan við Kolumbíu. Þar geisaði borgarastríð í um 50 ár áður en friðarsamningur var formlega undirritaður. Því væri ekki óheyrt að árangur gæti náðst þrátt fyrir áframhaldandi blóðsúthellingar.Nicholson vildi ekki tjá blaðamönnum hvaða einstaklingar það væru sem sest hefðu við samningaborðið í leynilegu viðræðunum. Engu að síður sagði herforinginn að um væri að ræða nokkuð háttsetta Talíbana.Talið er að tilboð forseta Afganistan, sem lagði til í febrúar að gera Talíbana að stjórnmálaflokki ef þeir létu af árásum sínum og viðurkenndu stjórnarskrá landsins, hafi verið jafnframt orðið til þess að liðka fyrir viðræðunum.
Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Forseti Afganistan býðst til að viðurkenna Talíbana Forseti Afganistan vill binda enda á stríðið og býðst til að viðurkenna Talíbana sem lögmæt stjórnmálasamtök. 28. febrúar 2018 10:45 Árásirnar beinast gegn kjósendum Minnst fjórtán fórust og tugir særðust í sprengjuárás á mosku í austurhluta Afganistan í gær. 7. maí 2018 06:00 Gríðarlegar sprengingar í Kabúl Þrjár stórar sprengjur sprungu í miðborg Kabúl, höfuðborg Afganistan, í morgun. 9. maí 2018 08:21 Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Innlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent Fleiri fréttir Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Sjá meira
Forseti Afganistan býðst til að viðurkenna Talíbana Forseti Afganistan vill binda enda á stríðið og býðst til að viðurkenna Talíbana sem lögmæt stjórnmálasamtök. 28. febrúar 2018 10:45
Árásirnar beinast gegn kjósendum Minnst fjórtán fórust og tugir særðust í sprengjuárás á mosku í austurhluta Afganistan í gær. 7. maí 2018 06:00
Gríðarlegar sprengingar í Kabúl Þrjár stórar sprengjur sprungu í miðborg Kabúl, höfuðborg Afganistan, í morgun. 9. maí 2018 08:21