Heima er best á Heimaey Tómas Þór Þórðarson skrifar 31. maí 2018 09:30 Hákon Daði Styrmisson er kominn heim á Heimaey. vísir/anton Hornamaðurinn magnaði Hákon Daði Styrmisson gekk í gærkvöldi aftur í raðir uppeldisfélagsins ÍBV í Olís-deild karla í handbolta en hann fékk samningi sínum hjá Haukum rift í byrjun vikunnar. Hákon Daði vildi lítið tjá sig um málið þegar að hann rifti samningi sínum við Haukana en Vísir heyrði í honum hljóðið eftir að hann var búinn að semja aftur við sitt lið í Eyjum í gærkvöldi. „Ástæðan er í raun ekki flókin. Ég kláraði stúdentsprófið núna á dögunum og ég saknaði bara mömmu og pabba og bræðra minna. Mig langaði að vera nær fjölskyldunni áður en maður leitar út fyrir landsteinanna,“ sagði kampakátur Hákon Daði. Hornamaðurinn hárprúði flúði Vestmannaeyjar vegna eineltismáls fyrir tveimur árum síðan og gekk þá í raðir Hauka. Það reyndist mikið gæfuskref því hann varð meistari með Haukum á fyrstu hálfu leiktíðinni. Hann fór þá á kostum í úrslitakeppninni og skoraði 94 mörk eða 7,8 að meðaltali í leik og var aðeins einu marki frá meti goðsagnanna Valdimars Grímarssonar og Róbert Julians Duranuna. Hann varð meistari sama ár með Haukum. Hákon Daði skoraði 158 mörk eða 5,9 mörk að meðaltali í leik í 27 leikjum í deildar- og úrslitakeppninni með Haukum á síðustu leiktíð en liðið tapaði fyrir ÍBV í undanúrslitum, 3-0. Eyjamenn stóðu uppi sem þrefaldir meistarar. Þessi öflugi hornamaður var yfirburðar leikmaður í sinni stöðu í vinstra horninu á síðustu leiktíð en hann var nánast fastamaður í liði umferðarinnar og þá var hann í liði ársins hjá Seinni bylgjunni á Stöð 2 Sport fyrir frammistöðu sína í Olís-deildinni í vetur. Olís-deild karla Tengdar fréttir Hákon Daði snýr heim til Eyja Hornamaðurinn Hákon Daði Styrmisson hefur gengið aftur til liðs við sitt gamla félag ÍBV en félagið tilkynnti um komu Hákons í kvöld. Hann kemur frá Haukum þar sem hann var lykilmaður í vetur. 30. maí 2018 22:50 Hákon Daði hættur hjá Haukum Handknattleiksdeild Hauka sendi frá sér tilkynningu í dag um að hornamaðurinn Hákon Daði Styrmisson væri hættur hjá Haukum af persónulegum ástæðum. 28. maí 2018 16:13 Mest lesið Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Handbolti Keppandi á Steraleikunum bætti 16 ára gamalt heimsmet Sport „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ Handbolti „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ Handbolti „Þjáning í marga daga“ Handbolti Ósáttur með fáar mínútur í úrslitunum og íhugar framtíðina Fótbolti Stefnir úr hermiakstri í Formúlu 3 Sport Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Körfubolti Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Handbolti Fleiri fréttir „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Sjá meira
Hornamaðurinn magnaði Hákon Daði Styrmisson gekk í gærkvöldi aftur í raðir uppeldisfélagsins ÍBV í Olís-deild karla í handbolta en hann fékk samningi sínum hjá Haukum rift í byrjun vikunnar. Hákon Daði vildi lítið tjá sig um málið þegar að hann rifti samningi sínum við Haukana en Vísir heyrði í honum hljóðið eftir að hann var búinn að semja aftur við sitt lið í Eyjum í gærkvöldi. „Ástæðan er í raun ekki flókin. Ég kláraði stúdentsprófið núna á dögunum og ég saknaði bara mömmu og pabba og bræðra minna. Mig langaði að vera nær fjölskyldunni áður en maður leitar út fyrir landsteinanna,“ sagði kampakátur Hákon Daði. Hornamaðurinn hárprúði flúði Vestmannaeyjar vegna eineltismáls fyrir tveimur árum síðan og gekk þá í raðir Hauka. Það reyndist mikið gæfuskref því hann varð meistari með Haukum á fyrstu hálfu leiktíðinni. Hann fór þá á kostum í úrslitakeppninni og skoraði 94 mörk eða 7,8 að meðaltali í leik og var aðeins einu marki frá meti goðsagnanna Valdimars Grímarssonar og Róbert Julians Duranuna. Hann varð meistari sama ár með Haukum. Hákon Daði skoraði 158 mörk eða 5,9 mörk að meðaltali í leik í 27 leikjum í deildar- og úrslitakeppninni með Haukum á síðustu leiktíð en liðið tapaði fyrir ÍBV í undanúrslitum, 3-0. Eyjamenn stóðu uppi sem þrefaldir meistarar. Þessi öflugi hornamaður var yfirburðar leikmaður í sinni stöðu í vinstra horninu á síðustu leiktíð en hann var nánast fastamaður í liði umferðarinnar og þá var hann í liði ársins hjá Seinni bylgjunni á Stöð 2 Sport fyrir frammistöðu sína í Olís-deildinni í vetur.
Olís-deild karla Tengdar fréttir Hákon Daði snýr heim til Eyja Hornamaðurinn Hákon Daði Styrmisson hefur gengið aftur til liðs við sitt gamla félag ÍBV en félagið tilkynnti um komu Hákons í kvöld. Hann kemur frá Haukum þar sem hann var lykilmaður í vetur. 30. maí 2018 22:50 Hákon Daði hættur hjá Haukum Handknattleiksdeild Hauka sendi frá sér tilkynningu í dag um að hornamaðurinn Hákon Daði Styrmisson væri hættur hjá Haukum af persónulegum ástæðum. 28. maí 2018 16:13 Mest lesið Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Handbolti Keppandi á Steraleikunum bætti 16 ára gamalt heimsmet Sport „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ Handbolti „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ Handbolti „Þjáning í marga daga“ Handbolti Ósáttur með fáar mínútur í úrslitunum og íhugar framtíðina Fótbolti Stefnir úr hermiakstri í Formúlu 3 Sport Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Körfubolti Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Handbolti Fleiri fréttir „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Sjá meira
Hákon Daði snýr heim til Eyja Hornamaðurinn Hákon Daði Styrmisson hefur gengið aftur til liðs við sitt gamla félag ÍBV en félagið tilkynnti um komu Hákons í kvöld. Hann kemur frá Haukum þar sem hann var lykilmaður í vetur. 30. maí 2018 22:50
Hákon Daði hættur hjá Haukum Handknattleiksdeild Hauka sendi frá sér tilkynningu í dag um að hornamaðurinn Hákon Daði Styrmisson væri hættur hjá Haukum af persónulegum ástæðum. 28. maí 2018 16:13