Niðurhal og netklám eykur líkur á að verða fyrir netbrotum Grétar Þór Sigurðsson skrifar 31. maí 2018 06:00 Þau eru mörg, kviksyndin á netinu. vísir/AFP Áhættusækin hegðun einstaklinga á netinu eykur líkur á að þeir verði fyrir netbrotum. Þetta segir Helgi Gunnlaugsson, prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands. Hann segir áhættusækna hegðun meðal annars felast í ólöglegu niðurhali og heimsóknum á vafasamar síður, þar á meðal síður með klámfengnu efni. „Það sem er áhugavert í mælingunni sem við gerðum er að það er fylgni á milli þess að ef þú notar netið mikið, stundar mikið niðurhal á ólöglegu efni og heimsækir vafasamar síður, þá eru miklu meiri líkur á því að þú verðir fyrir netbrotum,“ segir Helgi og vísar í könnun sem gerð var á netbrotum á Íslandi fyrir tveimur árum. Helgi fjallar meðal annars um netbrot í nýútkominni bók sinni Afbrot og íslenskt samfélag. „Síðasti kaflinn í bókinni er einmitt um netglæpi á Íslandi,“ segir Helgi. Það kemur honum á óvart hversu algengt það er, sérstaklega meðal ungs fólks, að stunda ólöglegt niðurhal á höfundarréttarvörðu efni. Helgi Gunnlaugsson„Það þykir nánast sjálfsagt að stunda slíka iðju,“ segir hann og bendir á að í könnuninni hafi tveir af hverjum þremur í aldurshópnum 18 til 29 ára viðurkennt að hafa stundað slíkt niðurhal. Helgi telur líklegt að netbrot séu að færast í aukana, auk þess sem brotin eru að verða fjölbreyttari. „Tæknin er að gera okkur mögulegt að fremja hefðbundin brot yfir netið, til dæmis auðgunarbrot. Svo er það dreifing á viðkvæmum myndum sem er til dæmis notuð til að kúga fólk.“ Þá er snjallsímaeign barna orðin nánast regla og því geta fylgt vandræði, svo sem netníð. „Þetta er klárlega eitthvað sem við þurfum að taka harðari tökum en við gerum í dag,“ segir Helgi og bendir á að löggjafinn sé alltaf nokkrum skrefum á eftir í þessum málum. Hann vinnur nú að því að safna nýjum gögnum um netbrot og vonar að fyrstu niðurstöður úr þeirri vinnu liggi fyrir í sumar. Birtist í Fréttablaðinu Tækni Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Útsending komin í lag Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Sjá meira
Áhættusækin hegðun einstaklinga á netinu eykur líkur á að þeir verði fyrir netbrotum. Þetta segir Helgi Gunnlaugsson, prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands. Hann segir áhættusækna hegðun meðal annars felast í ólöglegu niðurhali og heimsóknum á vafasamar síður, þar á meðal síður með klámfengnu efni. „Það sem er áhugavert í mælingunni sem við gerðum er að það er fylgni á milli þess að ef þú notar netið mikið, stundar mikið niðurhal á ólöglegu efni og heimsækir vafasamar síður, þá eru miklu meiri líkur á því að þú verðir fyrir netbrotum,“ segir Helgi og vísar í könnun sem gerð var á netbrotum á Íslandi fyrir tveimur árum. Helgi fjallar meðal annars um netbrot í nýútkominni bók sinni Afbrot og íslenskt samfélag. „Síðasti kaflinn í bókinni er einmitt um netglæpi á Íslandi,“ segir Helgi. Það kemur honum á óvart hversu algengt það er, sérstaklega meðal ungs fólks, að stunda ólöglegt niðurhal á höfundarréttarvörðu efni. Helgi Gunnlaugsson„Það þykir nánast sjálfsagt að stunda slíka iðju,“ segir hann og bendir á að í könnuninni hafi tveir af hverjum þremur í aldurshópnum 18 til 29 ára viðurkennt að hafa stundað slíkt niðurhal. Helgi telur líklegt að netbrot séu að færast í aukana, auk þess sem brotin eru að verða fjölbreyttari. „Tæknin er að gera okkur mögulegt að fremja hefðbundin brot yfir netið, til dæmis auðgunarbrot. Svo er það dreifing á viðkvæmum myndum sem er til dæmis notuð til að kúga fólk.“ Þá er snjallsímaeign barna orðin nánast regla og því geta fylgt vandræði, svo sem netníð. „Þetta er klárlega eitthvað sem við þurfum að taka harðari tökum en við gerum í dag,“ segir Helgi og bendir á að löggjafinn sé alltaf nokkrum skrefum á eftir í þessum málum. Hann vinnur nú að því að safna nýjum gögnum um netbrot og vonar að fyrstu niðurstöður úr þeirri vinnu liggi fyrir í sumar.
Birtist í Fréttablaðinu Tækni Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Útsending komin í lag Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Sjá meira